Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 8
1Hvaða flutningaskip varð stjórnlaustfyrir austan land um helgina? 2Hvenær ætla Ariel Sharon og Mah-moud Abbas að funda? 3Hvers var minnst í Póllandi áfimmtudaginn? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR Afvopnunarfulltrúi Bandaríkjanna: Íran ógn við Mið-Austurlönd BAHARIN, AP John Bolton, öryggis- og afvopnunarmálafulltrúi í bandarísku stjórninni, sagði á fundi í Barein í vikunni að löndum í Mið-Austurlöndum stafaði veru- leg hætta af kjarnorkuvopnaeign Írana. Bolton fór í vikunni í heimsókn til þriggja Mið-Austurlanda þar sem hann hitti ráðamenn og ræddi þróun kjarnorkuvopna í Íran. Hann segir stuðning Írana við hryðjuverkahópa gera málið enn alvarlegra. „Það er sama hvort þeir hyggjast gera sín eigin kjarn- orkuvopn eða útvega hryðju- verkahópum þau, hvort tveggja er jafn slæmt.“ Frakkar, Bretar og Þjóðverj- ar hafa staðið í viðræðum við Írana um að þeir stöðvi auðgun úrans gegn tæknilegri, póli- tískri og fjárhagslegri aðstoð. Íranar urðu við beiðninni meðan á viðræðunum stóð en hafa ít- rekað neitað að frysta áætlanir sínar. Fyrr í mánuðinum var haft eftir Bush Bandaríkjaforseta að hann útilokaði ekki hernaðar- aðgerðir gegn Íran vegna auðgun- ar úrans sem Bandaríkjamenn telja að sé ætluð til nota í kjarn- orkuvopnagerð. ■ FRAKKLAND, AP 16 manns hefur verið stefnt fyrir dómstóla í Frakklandi vegna eldsvoða í Mont Blanc-göngunum árið 1999. Eldsvoðinn varð 39 manns að bana. Sakborningar eru ákærðir fyrir manndráp og sækjendur munu fara fram á sektir og allt að þriggja ára fangelsi. Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti þrjá mánuði, en undirbún- ingur hefur staðið í fjögur og hálft ár. Eldurinn kviknaði í Volvo- flutningabíl í göngunum en talið er upptökin megi rekja til fram- leiðslugalla í bílnum. Meðal sak- borninga eru sænska fyrirtækið Volvo, ökumaður flutningabíls- ins og franskir og ítalskir stjórnarmenn ganganna. Aðstandendum fórnarlamba hafa þegar verið greiddar 13,5 milljónir punda í skaðabætur. ■ Magnús Þorkell Bernharðsson Í Píslarvottum nútímans er rakið samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, ljósi varpað á sjálfsmorðsárásir og píslarvættisdauða, hugmyndafræði íslamista og margt fleira sem leynist handan fyrirsagna fjölmiðlanna. Þessi bók sætir miklum tíðindum, enda er hér skrifað af mikilli þekkingu á aðgengilegan hátt um málefni sem brenna á allri heimsbyggðinni. Hvað gerist í Írak og Íran? Aðeins 2.990 kr. 1. sæti Allar bækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 19. – 25. jan. Þakplötur fuku og malbik flettist af Mikið hvassviðri og vatnsveður var víðast hvar um landið bæði á laugardag og sunnudag og olli talsverðum skemmdum. Loka þurfti veginum við Mýrdals- sand vegna mikilla vatnavaxta og þakplötur fuku af húsum á Akureyri. HVASSVIÐRI Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þak- plötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn. Grjóthnull- ungar tókust á loft í vegaskarði við Möðrudal og skemmdust þar tveir bílar talsvert. Veðrið hafði þó gengið niður á flestum stöðum landsins um hádegi á sunnudag. Starfsmenn vegagerðarinnar í Vík lokuðu veginum við Mýrdals- sand um eittleytið aðfaranótt sunnudags af öryggisástæðum, en mikið leysingavatn rann yfir veginn á 300 metra kafla. Mikil rigning var og heitt í veðri og sökum þess hversu mikill snjór var fyrir á sandinum ruddist vatn ásamt klaka yfir veginn og þegar vatnshæðin var sem mest sást rétt aðeins í glitmerki á veg- astikum. Lögreglan í Vík vaktaði veginn en vegagerðin tók hann í sundur á einum stað til að hleypa vatninu í gegn, og var vegurinn settur saman þegar vatnsstraum- urinn hafði minnkað. Smávægi- legar skemmdir urðu á veginum og þá helst að kantar losnuðu upp. Opnað var fyrir umferð um klukkan ellefu á sunnudagsmorg- un og var eðlileg umferð komin á skömmu eftir það. Skemmdir urðu einnig vegna hvassviðris á veginum í kringum Kvísker sunnan við Vatnajökul en í gær- morgun náðu vindhviður á því svæði allt að 48 metrum á sek- úndu. Á Möðrudalsöræfum, á veginum á milli Egilsstaða og Mývatns, fletti vindurinn malbik- inu af veginum í heilu lagi og lagðist það saman, en um mið- nætti á laugardag náði vindurinn þar 37 metrum á sekúndu í mestu hviðunum. kristineva@frettabladid.is ÍRANAR NEITA AÐ HÆTTA AUÐGUN ÚRANS Vekur ugg hjá öðrum þjóðum. VEGURINN Í SUNDUR VIÐ MÝRDALSSAND Vegagerðin þurfti að taka veginn í sundur við Mýrdalssand á meðan mikið leysingavatn ásamt klaka ruddist yfir veginn. M YN D /S IG G I H JÁ LM AR S VIÐ MONT BLANC-GÖNGIN EFTIR BRUNANN Göngin voru lokuð í þrjú ár eftir eldsvoðann sem kostaði 39 manns lífið. Eldsvoðinn í Mont Blanc: 16 sóttir til saka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.