Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 63
22 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR LEIKIR GÆRDAGSINS SUND. Landsbankamót Ægis – Reykjavík International var háð í nýju og glæsilegu húsnæði í Laugardal um helgina og heppn- aðist mjög vel. Aðstandendur keppninnar eru allir á einu máli um að mótið marki tímamót í íslenskri sund- sögu, aldrei áður hafi verið keppt hérlendis við eins góðar aðstæður og um helgina. Laugin fékk góða dóma frá keppendum sem sögðu laugina mjög hraða og er það talið öruggt merki um að vel gangi í framtíðinni að lokka hingað sterka sundmenn til að keppa á mótum. Frægasti keppandinn á mótinu hefur sennilega verið sænska sunddrottningin Theresa Als- hammar, en hún vann öruggan sigur í 50 metra flugsundi. Örn Arnarson er eins og kunn- ugt er farinn að synda á fullu á ný eftir mikil meiðsli og vann hann nokkuð öruggan sigur í 50 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi. Keppendurnir komu víðsvegar að frá Evrópu og voru 270 erlend- ir sundmenn á mótinu frá Norður- löndunum og einnig var hér hópur frá Lúxemborg. Erlendu keppend- urnir á mótinu voru allir hæstánægðir með mótið og nýju laugina og segjast vel geta hugsað sér að koma aftur að ári á mótið sem hefur verið haldið síðan 1989. Guðmundur Harðarson sund- sérfræðingur segir muninn á því að halda mótið í nýju 50 metra lauginni gríðarlegan, en því fylgi líka aukin umsvif. „Í hvern mótshluta í þessari laug þarf um 26 dómara, 8 tíma- verði og annað starfsfólk svo að líklega starfa að þessu móti um 55-60 manns. Aðstæðurnar til keppni hér eru slík gerbylting að maður á bara erfitt með að lýsa því. Það urðu örlitlar tafir í byrj- un en það fall varð fararheill, þetta gekk eins og í sögu eftir það,“ sagði Guðmundur. baldur@frettabladid.is ÖRN ARNARSON BYRJAÐUR Á NÝ Örn Arnarson er að komast á skrið á nýjan leik og vann öruggan sigur í 50 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi á mótinu um helgina. Fréttablaðið/Pjetur Algjör bylting í íslenskri sundsögu Alþjóðlegt sundmót Ægis fór fram í nýju 50 metra innilauginni í Laugardal og var það samdóma álit þeirra að aðstæður væru hinar glæsilegustu. Enski bikarinn OLDHAM–BOLTON 0–1 0–1 Ricardo Vaz Te (9.). CHELSEA–BIRMINGHAM 2–0 1–0 Robert Huth (6.), 2–0 John Terry (80.). Tólf lið, Southampton, Arsenal, Blackburn, Burnley, Charlton, Everton, Newcastle, Nottingham Forest, Leicester, Manchester United, Chelsea og Bolton, hafa tryggt sér sæti í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar. Aðeins þrjú af þessum liðum spila í ensku 1. deildinni en níu koma úr úrvalsdeildinni. Aukaleikir í enska bikarnum HARTLEPOOL–BRENTFORD FULHAM–DERBY TOTTENHAM–WEST BROM. SHEFF. UTD–WEST HAM Adriano Galliani ,varaforseti ACMilan, hefur lýst því yfir að treyja númer 3 sem Paolo Maldini hefur leikið í hjá félaginu síðustu 20 ár verði ekki notuð aftur þegar hann leggur skóna á hilluna. Maldini er í guða- tölu í Mílano og hefur unnið alla titla með félaginu sem hægt er að vinna. Áður hefur treyja númer 6 verið frátekin til heiðurs varnarjaxlinum Franco Baresi. George Karl hefur verið ráðinnþjálfari Denver Nuggets í NBA deildarinni í körfu- bolta. Karl hefur stýrt liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjum sínum, en gengi þess hefur valdið miklum von- brigðum það sem af er tímabili. George Karl hafði verið að vinna sem þulur á sjónvarpsstöð um skeið eftir að taka sér frí frá þjálfun, en hann þjálfaði m.a. lið Seattle sem lék til úrslita í NBA gegn Chicago árið 1996 og er einn af sigursælustu þjálfurum í sögu deildarinnar. Knattspyrnumað-urinn Þórarinn Kristjánsson lék sinn fyrsta leik með liði Aberdeen í skosku úrvalsdeild- inni um helgina í 1- 0 tapi fyrir Hearts. Þórarni var skipt út af eftir 59 mínútna leik. Góður leik- ur Þórarins með varaliði félagsins í miðri viku varð til þess að kappinn fékk að spreyta sig með aðalliðinu. Brynjar Björn Gunnarsson, leik-maður Watford, verður frá keppni í um þrjár vikur eftir að hann meiddist á hné í viðureign Watford og Liverpool í deild- arbikarnum á þriðjudaginn síð- asta. Liðið vinnur nú að því að finna lánsmann til að leysa Brynjar af hólmi, en hann hefur verið að leika vel undanfarið. Meiðsladraugurinn á Anfield hef-ur verið iðinn við kolann á leik- tíðinni og nú berast enn ein sorgar- tíðindin af leik- mönnum liðsins. Framherjar liðsins hafa hlotið hvað versta útreið og nú er það ungstirnið Neil Mellor sem er meiddur á hné og óttast forráðamenn liðsins að pilturinn þurfi í uppskurð. Yrði það enn eitt áfallið fyrir félagið sem hefur verið í vandræðum með framherja sína í allan vetur. A-landslið Íslands í snóker hefurverið valið fyrir Evrópumeistara- mótið sem fer fram á Möltu í mars. Liðið skipa Jóhann- es B. Jóhannesson, Brynjar Valdimars- son og Gunnar Hreiðarsson, en sá síðastnefndi hefur oftast leikið með B- landsliðinu en hef- ur nú tryggt sér sæti í A-liðinu. Íslenska liðið hefur einu sinni unnið Evrópumeistara- mótið, en sá árangur náðist í febrú- ar árið 2002 þegar mótið fór fram hér á landi. Þá var Kristján Helga- son í liðinu ásamt þeim Jóhannesi og Brynjari. Knattspyrnumaðurinn GiovanniElber hefur fengið sig lausan undan samningi frá franska liðinu Lyon, eftir að sló í brýnu milli hans og forráðamanna liðsins. Elber hefur verið lengi frá vegna meiðsla, en hann ökklabrotnaði fyrir nokkru síðan og komu upp deilur milli hans og liðsins þegar hann huns- aði reglur og fór sínar eigin leiðir varðandi endurhæfingu sína. Samn- ingi leikmannsins hefur verið rift og er hann nú laus frá félaginu og ljóst að mörg lið hugsa sér gott til glóð- arinnar að hreppa þennan 32 ára framherja. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Fjórða umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta: Hugsa ekki um fernuna FÓTBOLTI Chelsea og Bolton tryggðu sér í gær sæti í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar með sigrum í leikjum sínum. Chelsea bar sigurorð af Birmingham, 2-0, í leik þar sem varnarjaxlarnir John Terry og Robert Huth skoruðu mörk topp- liðsins. John Terry, fyrirliði Chelsea, sagði eftir leikinn að það væri gaman að liðið væri komið áfram í bikarnum en það væri enginn að hugsa um þá staðreynd að Chelsea er eina liðið í Englandi sem á enn fræðilegan möguleika á því að vinna ferfalt í vetur. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri liðsins, hrósaði sínum mönnum fyrir frábæran fyrri hálfleik. „Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og hefðum átt að vera með meiri forystu, við spiluðum frábærlega. Þeir voru betri í síð- ari hálfleik og það var okkur að kenna,“ sagði Mourinho. Bolton vann nauman sigur á Oldham þar sem hinn átján ára gamli Portúgali, Ricardo Vaz Te, skoraði sigurmarkið strax á 9. mínútu leiksins. Leikmenn Old- ham voru óheppnir að ná ekki að jafna metin undir lokin þegar þeir gerðu harða hríð að marki Bolton. Sam Allardyce, knattspyrnu- stjóri Bolton, var ekki sáttur við spilamennsku leikmanna Oldham og prísaði sig sælan að enginn af hans mönnum hefði meiðst. ■ JOHN TERRY Fagnar hér marki sínu gegn Birmingham ásamt Frank Lampard og Di- dier Drogba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.