Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 12
STJÓRNMÁL Kosið verður til þing- kosninga í Danmörku 8. febrúar. Eftir því sem kemur fram í könnun Gallup, sem gerð var fyrir Berlingske Tidende fyrr í vikunni heldur núverandi stjórn meirihluta sínum, og fengju borgaralegu flokkarnir 100 þingmenn og hefðu 53,8 prósent atkvæða á bak við sig, en stjórn- arandstaðan fengi 75. Þetta er í samræmi við aðrar kannanir sem birst hafa. Venstre, frjálslyndur hægri flokkur, virðist nú stærsti flokk- urinn í Danmörku og fengi um 32,5 prósent atkvæða. Það er að- eins meira en í kosningunum og kemur það sumum á óvart, sér- staklega þeim sem áttu von á að flokkurinn myndi líða fyrir and- stöðu Dana við innrásina í Írak. Þó að Danir hafi hermenn í Írak, hefur það ekki orðið að stóru kosningamáli. Formaður flokks- ins, Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra, þykir af mörgum meira aðlaðandi kostur en Mogens Lykketoft, formaður jafnaðarmanna. Hafa kosning- arnar meðal annars verið kallað- ar fegurðarsamkeppni þeirra á milli, í stað þess að vera kosn- ingar um málefni. Jafnaðar- mannaflokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og er honum spáð um 25,2 prósenta fylgi. Það er nokkuð minna fylgi en hann fékk í síðustu kosning- um, þegar jafnaðarmenn fengu 29,1 prósent atkvæða. Þrátt fyrir að vera ekki í stjórn, hefur Danski þjóðernis- flokkurinn stutt n ú v e r a n d i stjórnarflokka og mun lík- lega gera þ a ð áfram. Einnig hafa Kristi- legir demókratar lýst því yfir að þeir muni styðja núverandi stjórnarflokka, en skoð- anakannanir hafa ekki all- ar bent til þess að flokkur- inn nái manni á þing. svanborg@frettabladid.is HÖGNI SAFNAR FÉ Cat Stevens heldur í dag hljómleika í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Ágóðanum verður varið til aðstoðar þeim sem eiga um sárt að binda eftir fljóðbylgjuna í Asíu um jólin. Cat heitir ekki lengur Cat heldur Yusuf Islam. 12 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR Jafnaðarmannaflokkurinn: „Saman til framtíðar“ SOCIALDEMOKRATIET Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Úrslit kosninga 2001: 29,1% Þingmenn: 52 Síðasta Gallup könnun: 25,2% Formaður: Mogens Lykketoft Fæddur: 9. janúar 1946 Formaður nemendasamtaka jafnaðar- manna 1968 Þingmaður 1981 Formaður Jafnaðarmannaflokksins 2002 KOSNINGALOFORÐIN · Atvinnumál: Fjölga störfum um 50.000 á þessu kjörtímabili, um 100.000 á næstu tíu árum. Stöðva útflutning á dönskum störfum. · Menntamál og rannsóknir: Að fjárfesta í rannsóknum og menntun með 20 milljörðum á næsta ári, og meira á árunum þar á eftir. Verðlauna fyrirtæki sem bjóða starfsþjálfun. Taka af skólagjöld á endurmenntun fullorðinna. · Grunnskólar: Efla grunnskóla með því að fjölga kennurum og veita fjármagn til endurnýjun- ar á bókum og tækjakosti. Alls veita sex milljörðum til verk- efnisins. Taka sérstaklega á skólum sem eiga við mikið af félagslegum vandamálum að stríða. · Heilbrigðismál: Átta milljarðar til að fjölga læknum og heil- brigðisstarfsfólki. Tryggja sneggri afskipti vegna slysa og alvarlegra sjúkdóma. Yfirgrips- miklar sjúkrahúsumbætur. · Umhverfismál: Stöðva niður- skurð núverandi stjórnar á náttúru og umhverfi. Bæta að- búnað fyrir hreinna vatn. · Öldrunarmál: Tryggja betri dvöl á dvalarheimilum. Að eldra fólk fái aðstoð sömu heimilishjálparinnar. Að taka peninga úr stjórnun og setja í umhyggju. · Barnafjölskyldur: Tryggja að ekki verði greitt meira en 10.000 á mánuði fyrir dagvist. Að bæta við fimm milljörðum til að efla gæði dagvistar. Tryggja öllum börnum dagvist frá sex mánaða aldri. Vinstri sósíalistar: „Lífið skal vera grænt og hjartað rautt“ SOCIALISTISK FOLKEPARTI Vinstrisinnaður umhverfisverndarflokkur, nú í stjórnarandstöðu. Úrslit kosninga 2001: 6,4% Þingmenn: 12 Síðasta Gallup könnun: 7,0% Formaður: Holger K. Nielsen Fæddur 23. apríl 1950 Formaður Vinstri sósíalista 1991 KOSNINGALOFORÐIN · Vilja öruggan uppvöxt allra barna · Tryggja framtíðina með mennt- un barnanna · Vernda nátt- úruna, jafn- vel þegar það gengur þvert á efnahags- lega hags- muni · Manneskulegri umhyggju, því manneskjur eru mikilvægari en peningar. Fyrir þorrablótið og árshátíðina Dúkar, servíettur og kerti í miklu úrvali Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 27 Lotus TexStyle dúkarúlla 1,2 x 50 m 5.696.- Bosíus kerti 24,5 cm, 30 stk. 598.- Lotus NexxStyle servíettur 39 x 39 cm, 80 stk. 276.- Verð frá Frjálslyndur hægri flokkur, er nú stærsti flokkurinn í ríkisstjórn. Úrslit kosninga 2001: 32,1% Þingmenn: 56 Síðasta Gallup könnun: 23,5% Formaður: Anders Fogh Rasmussen Fæddur 26. janúar 1953 Formaður ungliðahóps Venstre 1974 Varaformaður Venstre 1985 Formaður Venstre 1998 Forsætisráðherra 2001 KOSNINGALOFORÐIN · Menntamál: Að Danir verði heimsmeistarar í þekkingu með því að bæta rúmum 100 millj- örðum í rannsóknir og þróun. · Barnafjölskyldur: Bæta hag barnafjölskyldna, með því að lækka dagvistunargjöld fyrir börn yngri en sex ára, auka barnabætur um 20.000 á ári og auka fjármagn til dagvistunar- stofnana. · Heilbrigðismál: Bætt sjúkra- hús, með því að bæta 20 millj- örðum við málaflokkinn á kjör- tímabilinu. Bæta gæði sjúkra- húsa og stytta biðtíma. · Öldrunarmál: Bætt umönnun eldra fólks, með því að bæta 5 milljörðum til málaflokksins árlega, og auka sveigjanleika í heimahjálp. · Innflytjendamál: Áframhald- andi hörð stefna í innflytjenda- málum. Dvalarleyfum hefur verið fækkað um þriðjung síð- an 2001. Þeirri stefnu verður haldið áfram. · Skattamál: Áframhaldandi skattastopp. Skattar verða hvorki hækkaðir né lækkaðir, nema ef til þess myndast ráð- rúm. Þá verða tekjuskattar lækkaðir. · Umhverfismál: Betra um- hverfi, meiri náttúra. Framlag til umhverfismála verður hækkað um milljarð á kjör- tímabilinu. HOLGER K. NIELSEN ANDERS FOGH RASMUSSEN MOGENS LYKKETOFT Málefnin ekki í forgrunni Rúm vika er þar til þingkosningar verða haldnar í Danmörku. Skoðanakannanir sýna að stjórnarflokkarnir haldi meirihluta sín- um. Íraksstríðið hefur ekki orðið að kosningamáli. FORSÆTISRÁÐ- HERRA DAN- MERKUR Anders Fogh Ras- mussen þykir af mörgum meira að- laðandi kostur en Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðar- mannaflokksins . Venstre: „Þá veistu að það er til einhvers“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.