Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR HEILSA KYNJANNA Málstofa á veg- um Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði stendur fyrir málstofu í Eirbergi á Eiríks- götu klukkan 12. Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir og verkefnastjóri hjá Landlæknis- embættinu, fjallar um mun á heilsu karla og kvenna. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 31. janúar 2005 – 29. tölublað – 5. árgangur DETTIFOSS TIL HAFNAR Björgunar- aðgerðir Landhelgisgæslunnar báru árangur í gær eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir við að koma dráttartaug yfir í flutningaskip- ið Dettifoss. Sjá síðu 6 ÓVISS UM FRAMBOÐ Páll Magnús- son, varaþingmaður Framsóknarflokksins, segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann sækist eftir að leiða lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum. Sjá síðu 2 RÍKIÐ OF FYRIRFERÐARMIKIÐ Ríkið á eignarhlut í 206 fyrirtækjum. Ríkis- sjóður á 24 fyrirtæki. Þingmaður Sjálfstæð- isflokks segir að sameina eigi Byggðastofn- un og Nýsköpunarsjóð. Sjá síðu 4 ÞJÓÐVEGINUM LOKAÐ Mikið hvass- viðri og vatnsveður var víðast hvar um land- ið bæði á laugardag og sunnudag. Loka þurfti veginum við Mýrdalssand. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 20 Sjónvarp 28 Karlar 20-40 ára Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 61% 33% SKAPLEGUR VINDUR FRAMAN AF Bætir í vind þegar líður á daginn. Undir kvöldið gæti orðið strekkingur vestanlands. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 TÍSKA Lopapeysan virðist hafa aukið vinsældir sínar í vetur meðal Íslendinga og þá helst hjá yngri kynslóðinni. Í versluninni Islandia í Kringl- unni fengust þær upplýsingar að aukin eftirspurn væri á íslensku lopapeysunni meðal Íslendinga. Mikið af ungu fólki komi og spyrj- ist fyrir um þær og eru þá helst renndar peysur með og án hettu vinsælastar. Mest er eftirspurnin í peysum sem eru hvítar í grunn- inn með brúnum bekk en stundum sé beðið um bleikan bekk. Framleiðendur Álafosslopans staðfesta þetta og segja að heilmikil aukning hafi verið í sölu lopans og mikið um að fólk sé að prjóna lopapeysurnar sjálft. Rennd lopapeysa í verslun Islandia, sem kemur frá prjóna- konu, kostar 10.995 kr. en peysa sem fyrirtækið Cintamani fram- leiðir kostar 19.960 kr. - keþ BIÐRÖÐ Í BASRA Lítil írösk stúlka fylgdi móður sinni á kjörstað í borginni Basra í suðurhluta Íraks í gær. Biðraðir mynduðust víða á svæðum þar sem sjía-múslímar og Kúrdar eru í meirihluta. Einn ráðherra Blairs: HIV-smitað- ur í 17 ár LONDON, AP Fyrrverandi menning- armálaráðherra í stjórn Tonys Blair, Chris Smith, upplýsti í sam- tali við Sunday Times í gær að hann sé búinn að vera HIV-smitað- ur í 17 ár. Smith, sem er 53 ára, sagðist ekki hafa greint Blair frá þessu árið 1997 þegar hann varð fyrsti ráðherrann í Bretlandi til að opinbera samkynhneigð sína . „Síðustu vikur og mánuði hefur mér fundist mér bera skylda til að segja frá þessu, ekki síst eftir að Nelson Mandela tilkynnti að sonur hans hefði látist úr eyðni. Ég vonast líka til að opinber umræða slái á fordómana.“ Smith sagðist vilja undirstrika að HIV-smitaðir geta lifað eðlilegu lífi þrátt fyrir að þurfa að taka inn mikið magn lyfja. ■ Um sextíu prósenta kosningaþátttaka Alls létust 44 í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær þegar fyrstu lýð- ræðislegu kosningarnar í fimmtíu ár fóru fram. Stjórnmálasérfræðingar hafa áhyggjur af lítilli kosningaþátttöku súnní-múslíma. ÍRAK Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðis- legu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokk- ar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norð- an við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 pró- senta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosn- ingaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töl- una. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosninga- þátttöku milli sjía-múslíma og Kúrda annars vegar og súnní- múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúa er sjía-múslímar var kosninga- þátttakan mjög góð sem og hjá Kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meiri- hluta var kjörsókn afar lítil. Kjör- staðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní- múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sam- mála um að 60 prósenta kosninga- þátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní- múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. sjá síðu 2 Hugmyndir um leigu nýs varðskips: Kemur vel til greina VARÐSKIP Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra finnst sjálfsagt að skoða til hlítar möguleikann á að taka nýtt varðskip á leigu í stað þess að festa kaup á einu slíku. Georg Kr. Lárusson, for- stjóri Land- helgisgæslunn- ar, viðraði skoðanir þess efnis í viðtali við Fréttablaðið á laugardag. Björn og Georg hafa rætt framtíðaráform Landhelgis- gæslunnar og endurnýjun á skipa- kosti hennar og segist Björn hlynnt- ur því að hagkvæmasti kostur sé valinn, enda náist með honum þau markmið sem að er stefnt. Hann vill ekkert segja til um hvenær nýtt skip verður hugsanlega tekið í gagnið, fyrst þurfi að grannskoða hvaða leið beri að fara. - bþs Sjá síðu 4 BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐ- HERRA Íslenska lopapeysan komin aftur í tísku: Heilmikil aukning í sölu lopa ● tilbúnir með nýja plötu Vínyll: ▲ SÍÐA 25 Hafnarfjörður: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Glænýjar íbúðir í miðbænum ● fasteignir ● hús Spennandi að fara nýjar slóðir ● fjallar um atburði síðustu aldar Eva María Jónsdóttir: ▲ SÍÐA 30 Snýr aftur á skjáinn ● geir sveinsson gerir upp mótið HM í handbolta í Túnis: ▲ SÍÐA 21 Varnarleikurinn varð liðinu að falli ÍSLENSKA LOPAPEYSAN Vinsældir lopapeysunnar hafa aukist meðal Íslendinga.FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. M YN D A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.