Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 58
Umdeild afstaða George Bush Bandaríkjaforseta til umhverfis- mála kemur ef til vill hvergi skýr- ar fram en í árásum hans á um- hverfisverndarstofnunina En- vironmental Protection Agency (EPA). Árásir forsetans á sjálf- stæði stofnunarinnar hófust í árs- lok 2000 með skipun Christine Whitman í stöðu yfirmanns EPA. Skipunin var umdeild enda þótti Whitman hafa dregið taum meng- unarvalda þegar hún var ríkis- stjóri New Jersey á síðasta áratug. Ástæðan fyrir skipun Bush á Whit- man í embætti kom svo í ljós þeg- ar hún rak Robert Martin úr stöðu sjálfstæðs umboðsmanns EPA, en umhverfissinnar höfðu talið hann öflugan og óháðan málsvara lítil- magnans í deilumálum við meng- unarvalda. Þá hefur Bush dregið verulega úr fjárframlögum til EPA með þeim afleiðingum að stofnun- in getur nú ekki lengur sinnt hefð- bundnu mengunareftirliti sínu. Enn fremur hefur forsetinn skaðað trúverðugleika EPA með því að skipa þar í embætti einstaklinga sem hafa varið drjúgum hluta starfsævi sinnar í að berjast gegn umhverfisvernd, á borð við ráðn- ingu forsetans á David Bernhardt, fyrrum talsmanni olíuvinnslu- fyrirtækja, í áhrifastöðu hjá stofn- uninni. Vegna þrýstings stuðnings- manna Bush hefur EPA einnig þurft að fella í burtu efnisgreinar úr skýrslum um áhrif loftmengun- ar á veðurfar, en þessi umdeildu afskipti hófust eftir að skýrsla EPA til Sameinuðu þjóðanna í júní 2002 staðfesti að loftslag færi hlýnandi á jörðinni vegna mengun- ar. Útgáfa skýrslunnar, sem var 268 síður og samin af ýmsum af færustu sérfræðingum Bandaríkj- anna á þessu sviði, vakti reiði for- setans sem sagði aðspurður um niðurstöður hennar í fyrirlitning- artón: „Ég hef lesið skýrsluna sem kom frá bírókratinu.“ Svar forset- ans sætti harðri gagnrýni vísinda- manna um allan heim, nokkru áður en Ari Fleischer, þáverandi tals- maður Hvíta hússins, tilkynnti að forsetinn hefði ekki lesið hana. Að- stoðarmenn forsetans, með vara- forsetann Dick Cheney í broddi fylkingar, brugðust við með því að ganga úr skugga um að EPA myndi ekki endurtaka mistökin. Þannig þvinguðu þeir EPA til að taka úr árlegri skýrslu um loftmengun, sem kom út í september 2002, efn- isgreinar sem fjölluðu um áhrif loftmengunar á loftlagsbreytingar. En að auki var samskonar um- fjöllun tekin úr skýrslu EPA sem kom út í júní árið eftir. Í staðinn stungu þeir upp á að settar yrðu inn efnisgreinar úr skýrslu á veg- um stofnunarinnar American Petroleum Institute, þar sem efast var um niðurstöður þekktrar skýrslu frá árinu 1999 um að lofts- lag hefði farið hlýnandi á jörðinni vegna mengunar. Whitman hafn- aði uppástungu félaganna, en um líkt leyti og skýrslan kom út lak starfsmaður EPA minnisblaði til New York Times þar sem sagði meðal annars að skýrslan endur- speglaði ekki almennt álit vísinda- manna á áhrifum loftmengunar á loftlagsbreytingar. Stuttu síðar lét Whitman af störfum. Eftirmaður hennar var Mike Leavitt, fyrrum ríkisstjóri repúblikanaflokksins í Utah, en hann þykir hafa fylgt harðri línu forsetans í umhverfis- málum, einkum á sviði loftmeng- unar. Höfundur stundar háskólanám í Ástralíu. Bush þrengir að opinberri umhverfisstofnun 17MÁNUDAGUR 31. janúar 2005 Trúverðugleiki fréttamanna Allar fréttastofur byggja tilveru sína á trúverðugleika. Þegar hann bíður hnekki er tjónið tilfinnanlegt og langvarandi. Fjölmiðlar munu aldrei geta rækt hið mikilvæga hlutverk sitt í lýðræðislegu samfélagi ef eitthvað vantar upp á fag- mennsku í störfum þeirra. Vonandi verður mál Róbert Marshalls og frétta- stofu Stöðvar 2 til þess að efla fag- mennsku í íslenskum fjölmiðlum og vönduð vinnubrögð verði höfð að leið- arljósi í enn ríkari mæli en tíðkast hefur til þessa. Borgar Þór Einarsson á deiglan.com Efasemdir um ríkisútvarp Spyrja má: Er ríkisvaldið í raun að stuðla að bestu þjónustu í fjölmiðlun með því að halda ríkisútvarpinu úti? Hvaða hags- muni er verið að verja með því að reka ríkisútvarpið? Ég hef ekki verið talsmað- ur þess, að ríkið drægi sig út úr útvarps- rekstri. Ég tel hins vegar æskilegt að ræða málið, án þess skrúfa til skiptis frá heita og kalda krananum. Björn Bjarnason á bjorn.is Hvað gerum við? Það er okkur því hollt að líta til þeirra at- burða sem eru að gerast allt í kringum okkur í dag, 60 árum síðar. Pyntingar bandamanna okkar á föngum í nafni stríðs gegn hryðjuverkum. Hermenn sem þvo hendur sínar af verkunum með því að vísa til þess að þeir séu að hlýða skipunum yfirmanna sinna. Þetta hljóm- ar allt svo skelfilega kunnuglega. Og hvað gerum við? Olav Veigar Davíðsson á sellan.is Niðurgreiðsla á getnaðarvörnum Getnaðarvarnir eru ótrúlega dýrar og óþolandi að það að hugsa skynsamlega um heilbrigði sitt og framtíð sé þvílík blóðtaka fyrir fólk. Ég legg til að virðis- aukaskatturinn af þessum vörum verði a.m.k. lækkaður það tel ég þó duga skammt. Best þætti mér að getnaðar- varnir væru niðurgreiddar af ríkinu. Segjum að getnaðarvarnarlyf falli í B greiðsluflokk lyfja. Þar verði svo búinn til nýr greiðsluhópur í tengslum við kaup á getnaðarvarnarlyfjum. Þessi hópur gæti nefnst ungmenni t.d. 25 ára og yngri sem falla þá í sama greiðsluflokk og elli- og örorkulífeyrisþegar. Það er að ung- menni greiði fyrstu 600 krónurnar af hverri lyfjaávísun og svo 50% af kostn- aði umfram það þó aldrei meira ein 1050 krónur. Elín Birna Skarphéðinsdóttir á politik.is Gera eitthvað róttækt Ungmenni sem þjást af geðrænum vandamálum eða geðröskunum geta þjáðst af þeim í langan tíma og jafnvel alla ævi. Því getur biðin eftir aðstoð ver- ið bæði hættuleg einstaklingunum sjálf- um og öðrum. Barna- og unglingageð- deild er 3. stigs stofnun þar sem öll hugsanleg úrræði fyrir einstaklinga hafa verið prófuð áður en leitað er þangað. Það gefur því auga leið að löng bið get- ur aukið vandann verulega. Nauðsyn- legt er að gera einhvað róttækt í þess- um málum og veita börnum og ungling- um þá þjónustu sem þau þurfa. Því börn Íslands eru framtíð þess. Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir á frelsi.is BALDUR ARNARSON SKRIFAR UM UMHVERFISSTEFNU BANDARÍKJAFORSETA AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.