Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 34
18 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR Hótel Borg er meðal þeirra húsa sem setja sterkan og stórborgarlegan svip á miðbæinn. Hótel Borg var opnað árið 1930 í tæka tíð til að geta boðið erlendum tignargestum Alþingishátíðarinnar til gistingar í glæsilegum húsa- kynnum. Það var Jóhannes Jósepsson glímukappi sem reisti Hótel Borg af stórhug og myndarskap eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og var ekkert til sparað. Þar voru í upphafi 48 eins og tveggja manna her- bergi og íburðarmiklir veitinga- og danssalir. Áhrifa jugendstíls kenndi í innréttingum en húsbúnaður var keyptur frá Þýskalandi. Nú er 51 her- bergi á Borginni, þar af fimm svítur. Fjöldi frægra manna hefur skráð nöfn sín í gestabók Hótel Borgar og notið góðra stunda þar. Nægir þar að nefna Kristján X Danakonung, leikarana Anthony Hopkins, Kevin Costner og söngkonuna Marlene Dietrich. Nóbelsverðlaunahafarnir Halldór Laxness, William Faulkner og Niels Bohr hafa verið meðal gesta og Björk gistir þar í hvert sinn sem hún kemur til Íslands. Árið 1993 var húsið endurbætt, það var Tómas Tómasson veitinga- maður sem gekkst fyrir því og ýmsar breytingar hafa verið gerðar á því síðan. Þó er þess gætt að halda tryggð við margar upprunalegar hugmyndir sem þeir Guðjón Samúelsson og Jóhannes Jósepsson lögðu upp með. ■ Borgin í hjarta borgarinnar Gleyma norðangúlpnum og göturykinu ÚR SÖGU REYKJAVÍKUR Hótel Borg var einn áfanginn enn að því marki að gera Reykjavík að höfuðborg sem gæti sómt sér meðal höfuðborga annarra frjálsra ríkja. Vorið 1930 var skrifað í eitt blaðið að hótelið væri nánast orðið heimili Reykvíkinga. Þeir vildu helst dvelja þar frá morgni til kvölds. En veitingasalirnir höfðu verið opnaðir í janúar. „Þegar þangað kemur er sem þeir fjarlægist allt sem er leið- inlegt og drungalegt í þessum bæ, þar gleyma menn því hvað hér er annars pokalega tilbreyt- ingarsnautt, gleyma um stund norðangúlpnum og göturykinu, rukkurum og pólitík og finnst sem þeir séu komnir þangað sem sólin vermir hörundið og blóðið streymir ört og hlýlega. En húsbóndinn Jóhannes Jósefs- son gengur um á meðal gestanna og sér um að allir fái sitt og allir fari ánægðari en þeir komu. En gestirnir taka í hönd honum og þakka honum fyrir í hjarta sínu að hann skyldi reisa þennan suð- ræna sælulund í eyðimörk hins reykvíska tilbreytingarleysis.“ Saga Reykjavíkur Bærinn vaknar Síðari hluti. Bls. 228 og 229. Höf. Guðjón Friðriksson. Falleg harmónía í húsakúnst miðborgarinnar. Hótel Borg hefur yfir sér sjarma. Arkitekt upphaflega hússins var Guðjón Samúelsson. Nýja álman er með dökkum flötum milli glugga. Þar voru Almennar tryggingar áður til húsa. Í móttökunni. Chesterfield húsgögn prýða stofu sem áður hýsti Skuggabarinn. Hornherbergið nýtur gríðarlegra vinsælda. Stíll yfir stiganum. Jóhannesarstofa geymir ýmsa muni Jóhannesar á Borg. Snúningsdyrnar eru alltaf á sínum stað og ofan við þær skyggni með merki Hótel Borgar sem sýnir stafina HB ofan á bjargi, umkringda öldum og geislum sólar.Horft inn eftir herbergisgangi. Mynstur eftir listamanninn Matisse í gólfteppinu. Salernin eru falleg og vel búin. Í Sögu Reykjavíkur stendur: „Gyllti salurinn með þýskum freskómyndum á veggjum og í lofti tóku öllu öðru fram sem Reykvíkingar höfðu séð enda voru þeir hrifnir.“ Enn er loft gyllta salarins upprunalegt eins og sést á þessari mynd. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.