Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 16
Skyldi margt fólk bera ástarhug til bílsins síns? Maður hefur að vísu heyrt um fólk sem fær kynörvun af snertingu við efni sem að hætti Pavlovhundanna breytist úr áminningu um hold í sjálfan örvunargjafann. Ýmsir ástar- og lostavakar eru til á þessum tímum hinnar miklu örv- unarmettunar þar sem lík- neskjan kemur í stað þess sem hún átti upphaflega að tákna – en er bílkynhneigð virkilega svona útbreidd? Förum við bráðum að fá bæk- ur sem hafa að geyma hjarta- skerandi ástarsögu ungrar stúlku og bíls? Hvað segja sál- fræðingar? Kvölds og morgna dynja á okkur bílaauglýsingar – eins og guðsorð á fólki 18. aldarinnar. Sérhver Íslendingur horfir sennilega að meðaltali á þrjár slíkar á kvöldi. Yfirleitt eru þetta jeppar að böðlast yfir óbrú- aðar ár – með þeim merkilega ár- angri að bílafloti landsmanna miðast einkum við slík ferðalög sem sýnir hvað hægt er að telja fólki trú um með markvissri inn- rætingu. Að undanförnu hefur hins vegar dunið á okkur auglýs- ingaherferð um bíla þar sem gengið er fram af manni á óþyrmilegri hátt en nokkurri skáldsögu eftir hneyksliþurfi ungskáld tekst að gera. Hér segir af bílkynhneigðu fólki, manneskjum sem kjósa að elska kaldan málm bílsins og vél- ræna skilyrðingu hans fremur en að það treysti sér í það flókna samspil andstæðra kennda sem samband við aðra manneskju krefur okkur um. Þetta er bíllinn Gosi, í hann er blásið lífsanda og honum gefnir mennskir eigin- leikar. Það er nýtt: í samsvarandi auglýsingum hafði fjölskyldu- bíllinn áður hlutverk hins vina- lega fjölskylduhunds og var sýndur sem kátur og góður auka- meðlimur – en hér er bíllinn bú- inn að ryðja út sjálfri fjölskyld- unni í tilfinningalífi bíleigand- ans, hann kemur í stað hennar. Við keyrðum tvö... Auglýsingin segir: ég er eina stjarnan þín. Hún segir beinlínis: elskaðu mig. Svona eru auglýsingarnar: Gamall slagari gengur – „I bless the day I found you“ – á meðan ungar manneskjur sýna kenndir í garð bíls sem samkvæmt venju- legum mælikvörðum myndu út- heimta tafarlausa sálfræðimeð- ferð: strákur fyllir vegg af myndum af bílnum sínum, stúlka á erfitt með að slíta sig frá bíln- um þar sem hann stendur í bíla- stæðahúsi og mænir á hann ást- sjúkum augum sem gefa fyrir- heit um unað næstu samfunda; ungur maður hefur innréttað bíl- skúrinn sinn eins og barnaher- bergi með máluðum skýjum og hvaðeina svo að bíllinn sofi nú vel þar. Á þessu sjúklega atferli gengur um hríð uns kemur rjómablíð karlmannsrödd sem segir eitthvað á þá leið að við vit- um hversu vænt þér þyki um bíl- inn þinn – og loks nafn á trygg- ingarfélagi. Kannski er þetta ádeila. Kannski eru hönnuðir að nema ný og ókunn lönd fáránleika og smekkleysis í þeirri viðleitni sinni að deila á það hversu stóran sess bíllinn skipar í lífi nútíma- Íslendinga, leiða okkur fyrir sjónir hversu langt við erum komin á braut firringar, efnis- hyggju og hlutadýrkunar: „Pabbi, elskar þú bílinn meira en mig?“ „Nei nei, Nonni minn, ég meina Siggi...“ Bíll í stað manneskju: Þótt pabbinn sé augljóslega bara að grínast við hann Sigga sinn (eða hvað hann heitir) þá er tvískinn- ungur í þessu: undir lúrir sú hug- mynd að kannski sé þetta ekki al- veg fjarri lagi – hann elski að minnsta kosti bílinn sinn afar heitt. Og það sé allt í lagi: hann megi það alveg. Hlutverk auglýs- ingarinnar virðist vera að göfga þessar kenndir, segja við fólk að það sé allt í lagi þótt það eigi auð- veldara með að tengjast bílnum sínum tilfinningaböndum en sín- um nánustu. Þegar við kaupum okkur bíl – sem við neyðumst flest til að gera vegna þess að hér eru ekki almannasamgöngur þrátt fyrir dreifða byggð – þá er okkur gert að kaupa bílatryggingar. Okkur er líka gert að greiða uppsett verð fyrir þessar lögboðnu tryggingar, en sanngirnina og samkeppnina í því verðlagi sjá- um við meðal annars á þessum auglýsingum – að ekki sé talað um húsakynni tryggingarfélag- anna. Einhvern veginn finnst manni að þessi lögvernduðu okurfélög ættu að minnsta kosti að sjá sóma sinn í því að hafa hægt um sig; láta að minnsta kosti ógert að reyna að menga hugarfar fólks með herferð sem lýsa má svona: Ég er bíll þinn og þú skalt ekki aðra guði hafa... elska skaltu bílinn þinn umfram náunga þinn, foreldra, maka eða börn... ■ M etár er að baki í rekstri íslenskra fjármálafyrirtækjaog hagnaðartölurnar utan skynsviðs meðalmannsinssem glímir við að stemma af tekjur sínar og útgjöld. Þegar slíkar tölur birtast fer um ýmsa og þeir sjá í tölunum táknmynd óréttlætis, misskiptingar og græðgi. Þetta er varhugaverður hugsunarháttur. Stundum virðast eindregnustu andstæðingar græðgi einmitt vera fórnarlömb annarrar dauðasyndar sem er öfundin. Öfundin er síst betri en græðgin í hópi dauðasyndanna sjö. Efling fjármálafyrirtækj- anna er nefnilega góðar fréttir. Með auknum styrk íslenskra fjármálafyrirtækja og erlendri útrás þeirra skapast fjölmörg tækifæri fyrir önnur fyrirtæki í landinu. Ytri skilyrði ársins 2004 voru óvenju hagstæð fyrir fjármálafyrirtækin. Hlutabréf hækkuðu hér á landi meira en víðast annars staðar í heiminum. Til framtíðar má ekki búast við viðlíka gengishagnaði og birtist í uppgjörum bankanna nú. Fyrir þá sem telja að hagnaður eins sé alltaf á annars kostnað er það huggun að arðsemin af hefð- bundinni bankastarfsemi eins og hún snýr að almennum við- skiptavinum er ekkert til að hrópa húrra yfir. Gengishagnaður- inn einn skýrir ekki gott gengi bankanna og virðast stoðir rekstrarins traustar og áhættan hefur dreifst milli eignaflokka og hagkerfa. Hagnaður bankanna bitnar ekki á neytendum, þvert á móti hefur þróunin að undanförnu verið sú að íslenskum viðskipta- vinum bankanna bjóðast nú kjör sem þá gat einungis dreymt um áður. Ástæðan er sú að með vexti bankanna eykst hag- kvæmni rekstrarins og styrkur þeirra veitir þeim betri láns- kjör til þess að fjármagna útlán sín. Útrás bankanna mun, ef vel gengur, skila þjóðarbúinu út- flutningstekjum til langframa. Útrásin nú er einnig vel tímasett útstreymi fjármuna vegna kaupa erlendis og mun vinna á móti styrkingu krónunnar vegna stóriðjuframkvæmda. Hún virkar því sem sveiflujöfnun og ef vel gengur mun arður af fjárfest- ingunni vinna á móti öfgafullri lækkun á gengi krónunnar þeg- ar spennan í hagkerfinu minnkar við lok stóriðjuframkvæmd- anna. Við þetta bætist að íslenskt fjármálakerfi hefur aldrei verið betur í stakk búið til þess að styðja við uppbyggingu íslensks at- vinnulífs. Gott dæmi um slíkt er fjármögnun flugvélakaupa Flugleiða í liðinni viku. Þá urðu þau tímamót að íslenskur banki lánaði í fyrsta sinn til kaupa á flugvélum. Skip og flugvélar hafa fram til þessa verið fjármögnuð með lánum í erlendum bönk- um. Skýring þess er einföld. Til skamms tíma nutu sterk fyrir- tæki eins og Eimskipafélagið og Flugleiðir betri kjara á erlend- um mörkuðum en íslensku bankarnir. Nú kemur arður af slík- um útlánum í vaxandi mæli inn í landið í formi hagsauka hlut- hafa bankanna, launum starfsmanna og umtalsverðra skatt- greiðslna. Staða bankanna nú styður við aðra uppbyggingu í samfélag- inu og gefur okkur tækifæri til þess að sækja fram á öllum svið- um í fyrirsjáanlegri framtíð. ■ 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Í styrk bankanna felast mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. Gleðjumst með bönkunum ORÐRÉTT Guði sé lof! Páll ekki á leið í bæjarmálin. Fyrirsögn fréttar um átök í Fram- sóknarflokknum. Eiginkona Páls Magnússonar varaþingmanns stóð fyrir hallarbyltingu í kvenfélagi flokksins í Kópavogi. Fréttablaðið 29. janúar. En frúin? Bíll sem rúmar bæði barnið og golfsettið. Fylgirit Fréttablaðsins, Allt, segir frá draumabílnum. Fréttablaðið 29. janúar. Enginn spegill á DV? Róbert Marshall hefur líka sýnt gott fordæmi. Það væri nú betra ef menn öxluðu ábyrgð þegar þeir gera mistök. Ritstjórnargrein í DV. DV 29. janúar. Bara eitt prósent Ólafur Sigurðsson lýsir stund- um hörmungum evrópsks efna- hags í sjónvarpinu. Öll felst hörmungin í, að hagvöxtur er rúm 1% í Evrópu en rúm 2% í Bandaríkjunum. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit- stjóri, er enn á fjölmiðlavaktinni. DV 29. janúar. Írak? Víglína þvert yfir eldhúsborðið. Árni Snævarr um átök Össurar og Ingibjargar Sólrúnar í Samfylking- unni. Fréttablaðið 29. janúar. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG SJÚKLEGAR BÍLAAUGLÝSINGAR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Gamall slagari gengur – „I bless the day I found you“ – á meðan ungar manneskjur sýna kenndir í garð bíls sem samkvæmt venjulegum mælikvörðum myndu út- heimta tafarlausa sálfræði- meðferð... ,, Sendu SMS skeytið JA ABF á númerið 1900 og þú gætir unnið. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Golden Globe VERÐLAUN3 tilnefningar til BAFTA verðlauna Vinningar eru: Miðar á myndina • DVD myndir geisladiskar og margt fleira. 9. hver vinnur. Bílkynhneigð Kappsemi Mál Roberts Marshall, fréttamanns á Stöð tvö, er ekki fyrsta eða eina dæmið um að kappsemi í fréttaflutningi hafi leitt fjölmiðil í ógöngur. Rifjast í því sambandi upp fræg frétt Morgunblaðs- ins 18. desember 1971 af ræðu sem Einar Ágústsson, þáverandi utanríkis- ráðherra, átti að hafa flutt á lokuðum ráðherrafundi NATO í Brussel 10. des- ember. Óli Tynes, blaðamaður Morgun- blaðsins, sem þar var staddur, taldi sig hafa komist yfir ræðu ráðherrans og þegar hann las hana sá hann að hún geymdi stórtíðindi. Einar Ágústsson virtist hlynntur áframhaldandi dvöl varnarliðsins gagnstætt opinberri stefnu þáverandi vinstri stjórnar sem ætlaði að segja varnarsamningnum upp. Stórfrétt á forsíðu Morgunblaðið greindi frá tíðindunum með stríðsletri yfir þvera forsíðuna og Óli Tynes hafði eftir Joseph Luns, fram- kvæmdastjóra NATO, og William Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að þeir væru stóránægðir með ræðu Einars. Fjallað var um málið í leiðara Morgun- blaðsins sama dag og síðan einnig í Reykjavíkurbréfi. Gleði Morgunblaðs- manna var fölskvalaus en að sama skapi var órói í röðum vinstri manna. Ætlaði Framsókn virkilega að svíkja? Hvað var að gerast? Röng ræða Málið fékk snautlegar lyktir á Þorláks- messu. Birti Morgunblaðið þá yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu þar sem kom fram að nýráðin skrifstofustúlka íslenska sendiráðsins í Brussel hefði óvart afhent Óla Tynes drög að ræðu utanríkisráð- herra – en gallinn var sá að þarna var um ársgömul drög að ræða frá fyrrver- andi utanríkisráðherra, Emil Jónssyni, sem var eindreginn stuðningsmaður varnarsamstarfsins. Óli Tynes hafði hins vegar samið frétt sína í góðri trú, enda vandaður fréttamaður. Hann hafði meira að segja þurft að bíða í rúma viku með „skúbbið“ því prentaraverkfall stöðvaði útgáfu dagblaða frá 6. til 18. desember 1971. Ritstjórar Morgunblaðsins höfðu því drjúgan tíma til að vega og meta fréttina. Og að gefnu tilefni skal upplýst að enginn tók pokann sinn vegna þessa máls. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.