Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 57
HALLUR MAGNÚSSON HÚSIN Í BÆNUM Landakotskirkja var vígð árið 1929 af Vil- hjálmi van Rossum, sérlegum sendimanni Píusar páfa XI. Guðjón Samúelsson teikn- aði kirkjuna sem þykir brautryðjendaverk í byggingu gotneskra mannvirkja þar sem hún var byggð úr steinsteypu. Turn kirkj- unnar var aldrei fullgerður. Píus páfi gaf til kirkjunnar nokkra fágæta muni og er tvo þeirra að sjá í kirkjunni. Yfir háaltarinu er stytta af Kristi, þar sem hann stendur á jarðarkringlunni. Ekki eru fleiri eintök til í heiminum því listamað- urinn, Gampanya frá Barcelona, bannaði að afsteypa yrði gerð af henni. Þá er fremst í kirkjunni útskorin tafla sem Píus páfi gaf kirkjunni árið 1936. Fleiri fögur listaverk eru í kirkjunni. Landakotskirkja er dómkirkja kaþólskra manna á Íslandi. 2004 metár hjá Íbúðalánasjóði Íbúðalánasjóður lánaði lands- mönnum tæpa 70 milljarða til ný- bygginga, fasteignakaupa og leiguíbúða árið 2004 og er það enn eitt metárið í sögu sjóðsins. Um síðastliðin áramót birti sjóðurinn áætlun sína fyrir árið 2005. Gert er ráð fyrir því að ný útlán sjóðsins verði tæpir 64 milljarðar króna á þessu ári. Stærsti hluti þess verður fjár- magnaður með sölu íbúðabréfa en gert er ráð fyrir því að Íbúðalána- sjóður gefi út íbúðabréf fyrir tæpa 55 milljarða á árinu. Um- framgreiðslur Íbúðalánasjóðs er tengjast uppgreiðslum viðskipta- vina sjóðsins eru áætlaðar um 65 milljarðar króna. Nýliðið ár er umsvifamesta ár Íbúðalánasjóðs frá upphafi vega. Þær kerfisbreytingar á skulda- bréfaútgáfu sjóðsins sem áttu sér stað í júní síðastliðnum leiddu til aukins svigrúms til raunvaxta- lækkunar. Kerfisbreytingarnar hafa átt hvað stærstan þátt i raun- vaxtalækkun undanfarinna mán- uða, sem hafa skilað mikilli lækk- un á árlegri vaxtabyrði heimil- anna. Raunvextir útlána sjóðsins hafa lækkað úr 5,10% fyrir kerf- isbreytinguna niður í 4,15% í lok 2004 eða um tæpt eitt prósentu- stig. Með skipulagsbreytingunni hefur Íbúðalánasjóður einnig lækkað þóknanir um hundruð milljóna króna sem fjármálakerf- ið tók áður til sín af viðskiptavin- um Íbúðalánasjóðs við verðbréfa- viðskipti með húsbréf. Nýtt skipulag við greiðslumat og lánsumsóknir tók gildi í byrjun desember. Viðskiptavinir sjóðsins geta nú sjálfir gert sitt eigið greiðslumat, í gegnum www.ibu- dalan.is, þeim að kostnaðarlausu í stað þess að kaupa slíka þjónustu af bönkunum eins og áður tíðkað- ist. Þessi breyting hefur einfaldað mjög lánsumsóknaferli sjóðins og mun í framtíðinni spara viðskiptavinum tugi milljóna króna í beinan og óbeinan kostn- að. Í áformum Íbúðalánasjóðs um hófsama hækkun hámarkslána og 90% veðsetningarhlutfall var til- lit tekið til fasteignamarkaðarins og stöðu íslensks efnahagslífs. Innkoma banka og sparisjóða á fasteignalánamarkað hefur hins vegar leitt til hækkunar á fast- eignaverði og aukið þrýsting á verðbólgu. Sveitarfélögin, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu, gætu þó með samstilltu átaki mildað þessi áhrif með aukinni lóðaúthlutun. Höfundur er sviðsstjóri þróunar- og almannatengslasviðs Íbúðalánasjóðs. Lofthreinsitæki Nýtt! ECC ehf Skúlagötu 17 101 Reykjavík Sími 511 1001 ecc@ecc.is www.ecc.is Upplýsingar í síma 511 1001 Opið frá 10.00 til 18.00 hreinsar loftið, eyðir lykt og drepur sýkla Kröftugt jónastreymi Gefur frá sér mínus hlaðnar jónir sem hjálpa til við að eyða m.a. ryki, mengun, veirum og frjódufti. Heldur herbergisloftinu hreinu og bætir heilsuna. Bakteríudrepandi útfjólublár lampi Útfjólubláa ljósið drepur ýmsa sýkla og bakteríur og eyðir lykt (t.d. reykinga- og matarlykt) Kröftug ryksöfnun Ryðfrí stálblöð safna á sig ryki og öðrum óhrein- indum í stað hefðbundins fílters. Þrjú skref HI, MED og LOW stillingar og Turbo stilling fyrir mismunandi aðstæður. (Blá ljós sýna stillingu). Gaumljós Ljós sýna hvort þrífa þarf stál blöðin eða hvort tækið þarfnast annars viðhalds. Mikill orkusparnaður Vegna orkusparandi hönnunar notar tækið aðeins 28W/klst. Landakotskirkja SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. TÍMABIL 0 50 100 150 200 250 300 17/12 - 23/12 255 24/12 - 30/12 184 31/12 - 6/1 123 7/1 -13/1 153 14/1-20/1 152 21/1-27/1 173 FJÖLDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.