Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2005, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 31.01.2005, Qupperneq 59
„Við minnumst Ottós B. Arnar og frumkvöðlastarfs hans á sviði út- vörpunar með hlýhug á þessum tímamótum,“ segir Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, en 31. janúar árið 1926 hófst útvarps- rekstur hér á landi í fyrsta sinn með tilraunaútsendingum H.f. út- varps. Formaður félagsins var Lárus Jóhannesson lögfræðingur en stjórnandi útvarpsins og aðal- hvatamaður var Ottó B. Arnar símfræðingur. Fyrsta útsending- in var frá messu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, en tveim dögum síð- ar urðu þeir Árni Jónsson frá Múla, faðir Jóns Múla og Jónasar, og Símon Þórðarson frá Hóli, fað- ir Guðrúnar Á. Símonar, fyrstir til að syngja í íslenskt útvarp þegar þeir kyrjuðu nokkra glúnta, en það eru tvísöngvar fyrir barítón og bassa. „Ef litið er til baka er nú erfitt að átta sig á hvað Ottó Arnar sá langt inn í framtíðina,“ sagði Markús Örn í spjalli um þróun ljósvakamiðlanna frá þeim tíma. „Hann hafði, ef ég man rétt, ver- ið úti í Bandaríkjunum og kynnst þeirri þróun sem þar átti sér stað í að senda út tilbúið dagskrárefni, í stað þess að þetta væri fyrst og fremst boðleið fyrir símskeyti eða annan boðflutning.“ Markús rifjaði upp að lengi vel hefðu Íslendingar verið nokkrum skrefum á eftir í fjarskiptaþróun- inni, svo sem í að taka upp sjón- varpssendingar. „Hins vegar erum við miklu nær þessu öllu núna og skemmtilegt að sjá hvernig við fylgjum miklu betur og erum jafnvel á undan megin- straumum í tækniþróuninni, svona eins og í internetnotkun,“ segir hann og bendir á að nú séu miklar breytingar fyrir dyrum í ljósvakamiðlun. „Það er verið að taka upp stafrænar útsendingar, framboð á rásum eykst og núna erum við á Ríkisútvarpinu, í sam- starfi við ríkisútvarps- og sjón- varpsstöðvar á Norðurlöndum, að velta fyrir okkur hver hlutur þessara almannaþjónustustöðva verður með tilliti til tækniþróun- ar. Við viljum og ætlum okkur að sækja um að vera með í öllum þessum miðlum sem þróunin ger- ir mögulega.“ Þannig segir Mark- ús að Ríkisútvarpið vilji vera með efnisveitur fyrir nýja kyn- slóð farsíma fyrir hluta sjón- varpsdagskrár eða aðra mynd- miðlun. „Svona mætti lengi telja. Við höfum haft að leiðarljósi að vera alls staðar,“ segir hann og vísar þar bæði til internets og farsíma. Þá segir Markús að verið sé að skoða möguleika sem felast í gagnvirku sjónvarpi og telur ekki útilokað að með slíkri viðbótar- þjónustu geti orðið til tekjustofn fyrir Útvarpið við hlið auglýs- ingatekna og afnotagjalds. „Þetta væri möguleiki sem maður gæti séð í myndinni varðandi fjár- mögnun á annarri starfsemi hjá Ríkisútvarpinu, ef við teljum ákveðin takmörk fyrir því hvað langt megi ganga í innheimtu af- notagjalda,“ sagði Markús og taldi einnig fyrirséð að Ríkis- útvarpið myndi áfram vera á aug- lýsingamarkaði þar sem opinber framlög yrðu aldrei hækkuð sem næmi þeim tekjustofni. „En við gætum hins vegar bætt við með því að selja í gagnvirku sjón- varpi.“ ■ 18 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR MAHALIA JACKSON (1911-1972) var borin til grafar þennan dag. Útvarpið í landvinninga TÍMAMÓT: FYRSTU TILRAUNASENDINGAR ÚTVARPS „Það er auðvelt að vera sjálfstæður ef maður er fjáður. En að halda sjálfstæðinu þegar maður er allslaus, þannig prófar Drottinn mann.“ - Aretha Franklin söng í útför Mahaliu Jackson sem af mörgum er talin einn fremsti gospelsöngvari sem uppi hefur verið. Hún er óumdeilanlega einn þekktasti söngvari þeirrar tegundar tónlistar og náði frama í sjónvarpi, útvarpi og í tónleikahaldi. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Ragnar Karlsson lést þriðjudaginn 18. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jakobína Soffía Grímsdóttir, Háteigs- vegi 9, Reykjavík, lést föstudaginn 21. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Anna Garðarsdóttir, Vorsabæ 3, Reykja- vík, lést laugardaginn 22. janúar. Sigurður Baldursson, hæstaréttarlög- maður, lést föstudaginn 28. janúar. Steinunn Guðmundsdóttir, fv. prent- smiðjustjóri, lést á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 28. janúar. JARÐARFARIR 11.00 Sigurjón Oddsson Sigurðsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, Holta- teigi 3, Akureyri, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju. 13.00 Elma Nína Þórðardóttir, Espi- gerði 6, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Ólöf Anna Ólafsdóttir, frá Ísafirði, Sæviðarsundi 15, Reykjavík, verð- ur jarðsungin frá Langholtskirkju. 14.00 Gylfi Árnason, Snægili 30, Akur- eyri, verður jarðsunginn frá Gler- árkirkju. 14.00 Heiðar Rafn Baldvinsson verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju. 14.00 Kristján Ísfeld, Jaðri, Hrútafirði, verður jarðsunginn frá Staðar- kirkju í Hrútafirði. 15.00 Guðrún Lilja Ísberg, hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ, áður Efsta- leiti 10, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju. MARKÚS ÖRN ANTONSSON Útvarpsstjórinn hlustar eftir ómum fortíðar í anddyri Út- varpshússins í Efstaleiti í Reykjavík, en þar er safn gamalla viðtækja. Þennan dag árið 1971 var Apollo 14 skotið á loft frá Canaveral höfða í Flórída í Bandaríkjunum, en um borð voru geimfararnir Alan B. Shepard Jr., Edgar D. Mitchell og Stuart A. Roosa. Ferð- inni var heitið til tunglsins. Þann fimmta febrúar, eftir að hafa lent í nokkrum erfiðleikum við tengingar hluta tunglfarsins og íverustöðvar um borð, héldu geimfararnir Shepard og Mitchell út á yfirborð tunglsins, en þetta var þriðja lendingin á tunglinu á vegum Bandaríkjamanna. Þegar Shepard steig á tunglið varð hann þar með fimmti geimfarinn til að ganga þar um. Hann var hins veg- ar fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að halda út í geim árið 1961 um borð í Freedom 7 flauginni, nokkru á eftir rússneska geimfaranum Júrí Gagarín sem var fyrstur. Shepard og Mitchell héldu til á yfir- borði tunglsins í næstum 34 klukkustundir og framkvæmdu ein- faldar vísindatilraunir. Þar á meðal var tilraun sem fólst í að slá golfkúl- um út í geiminn með golfkylfu Shepards. Þá söfnuðu þeir jarðvegs- sýnum, alls 43,5 kílóum af grjóti. Níunda febrúar lauk svo geimferð- inni þegar farið sneri heilu og höldnu aftur til jarðar. Með ferðinni var aftur tekinn upp þráðurinn í tunglferðum á vegum NASA eftir að við stórslysi lá í för Apollo 13 farsins. Rannsóknir sem átti að fram- kvæma í þeirri för voru færðar nánast án breytinga yfir á för Apollo 14. 31. JANÚAR 1971 Áhöfn Apollo 14, frá vinstri: Stuart Roosa, Alan B. Shepard, Jr. og Edgar Mitchell. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1709 Fyrirmynd Daníels Defoe að Robinson Krúsó, breska sjómanninum Alexander Selkirk, er bjargað eftir fjögurra ára dvöl á eyði- eyju. 1950 Harry Truman Bandaríkja- forseti greinir frá því að hann hafi farið fram á þró- un vetnissprengjunnar. 1951 Tuttugu manns farast með flugvélinni Glitfaxa út af Vatnsleysuströnd á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. 1977 Mjólkursamsalan hættir rekstri allra mjólkurbúða utan einnar. 1980 Ferðamönnum leyft að kaupa tollfrjálsan bjór við komuna til landsins. 1982 Stofnfundur Samtaka um kvennaframboð í Reykjavík. 1992 Þjóðviljinn kemur út í síð- asta sinn. Apollo 14 skotið til tunglsins Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Ingólfs Arnars Þorkelssonar fyrrverandi skólameistara. Sérstaklega þökkum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun og ómetanlegan stuðning. Rannveig Jónsdóttir, Jón Arnar Ingólfsson, Þorkell Már Ingólfsson, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, Karl Emil Gunnarsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingibjörg Þorleifsdóttir Álfaborgum 15, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 24. janúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Umhyggju, samtök langveikra barna, kt. 690186-1199, banki 0101 15 371646. Fyrir hönd aðstandenda, Sigþór Guðjónsson. AFMÆLI Valgarð Briem lögmaður er áttræður í dag. Elín Pálmadóttir blaða- maður er 78 ára í dag. Harpa Njálsdóttir fé- lagsfræðingur er 59 ára í dag. Ágúst Ingi Jónsson blaðamaður er 54 ára í dag. Jakob F. Ásgeirsson rit- höfundur er 44 ára í dag. Marín Manda Magnúsdóttir, fatahönn- uður og módel, er 26 ára í dag. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1797 Franz Schubert, tónskáld. 1935 Oe Kenzaburo, rithöfundur og nóbelsverðlaunahafi. 1937 Philip Glass, mínimalískt nú- tímatónskáld. 1937 Suzanne Ples- hette, leikkona. 1956 John Lydon, öðru nafni Johnny Rotten, úr Sex Pistols. 1961 Lloyd Cole, tónlistarmaður og Ís- landsvinur úr Lloyd Cole & the Commotions. 1971 Minnie Driver, leikkona. Trésmiðja GKS að Funahöfða 19 í Reykjavík hlaut fyrir helgina viður- kenningu Trésmíðafélags Reykja- víkur fyrir góðan aðbúnað á vinnu- stað. Í tilkynningu Trésmíðafélags- ins kemur fram að síðustu vikur hafi aðbúnaðarnefnd félagsins ver- ið að störfum og skoðað ýmis fyrir- tæki. Að þessu sinni var sjónum að- allega beint að útivinnustöðum. „Öll aðstaða s.s. kaffistofa, hreinlætisað- staða og fatageymsla er til mikillar fyrirmyndar. Öll umgengni á vinnu- svæðinu sjálfu góð, notkun persónu- hlífa og öryggisatriða til fyrirmynd- ar,“ sagði nefnd Trésmíðafélagsins um Trésmiðju GKS. Í tilkynningu kemur fram að að- búnaðar- og öryggismál hafi um langa hríð verið eitt af baráttumál- um Trésmíðafélagsins. „Með sam- stilltu átaki félagsins, Vinnueftirlits ríkisins og annarra aðila hefur ástand aðbúnaðar, umgengni á vinnustað og öryggisþátta batnað á undanförnum árum til muna,“ segir þar, en eitt af því sem gert hefur verið til að vekja athygli á aðbúnað- ar- og öryggismálum bygginga- manna er að veita fyrirtæki sem skarar framúr í þeim efnum viður- kenningu fyrir skilning sinn og framtakssemi. Fyrsta viðurkenn- ingin var veitt árið 1985 og hefur verið árlegur viðburður frá þeim tíma, að undanskildu árinu 1997 þegar ekki fannst nokkurt fyrirtæki sem aðbúnaðarnefnd félagsins taldi viðurkenningarvert. ■ VERÐLAUNIN AFHENT Guðmundur Ingi Guðmundsson, formaður aðbúnaðarnefndar, afhendir Arnari Aðalgeirssyni, fulltrúa Trésmiðju GKS, viðurkenninguna. Trésmiðja GKS verðlaunuð FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.