Fréttablaðið - 31.01.2005, Blaðsíða 12
STJÓRNMÁL Kosið verður til þing-
kosninga í Danmörku 8. febrúar.
Eftir því sem kemur fram í
könnun Gallup, sem gerð var
fyrir Berlingske Tidende fyrr í
vikunni heldur núverandi stjórn
meirihluta sínum, og fengju
borgaralegu flokkarnir 100
þingmenn og hefðu 53,8 prósent
atkvæða á bak við sig, en stjórn-
arandstaðan fengi 75. Þetta er í
samræmi við aðrar kannanir
sem birst hafa.
Venstre, frjálslyndur hægri
flokkur, virðist nú stærsti flokk-
urinn í Danmörku og fengi um
32,5 prósent atkvæða. Það er að-
eins meira en í kosningunum og
kemur það sumum á óvart, sér-
staklega þeim sem áttu von á að
flokkurinn myndi líða fyrir and-
stöðu Dana við innrásina í Írak.
Þó að Danir hafi hermenn í Írak,
hefur það ekki orðið að stóru
kosningamáli. Formaður flokks-
ins, Anders Fogh Rasmussen
forsætisráðherra, þykir af
mörgum meira aðlaðandi kostur
en Mogens Lykketoft, formaður
jafnaðarmanna. Hafa kosning-
arnar meðal annars verið kallað-
ar fegurðarsamkeppni þeirra á
milli, í stað þess að vera kosn-
ingar um málefni. Jafnaðar-
mannaflokkurinn er stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn og
er honum spáð um 25,2 prósenta
fylgi. Það er nokkuð minna fylgi
en hann fékk í síðustu kosning-
um, þegar jafnaðarmenn fengu
29,1 prósent atkvæða.
Þrátt fyrir að vera
ekki í stjórn, hefur
Danski þjóðernis-
flokkurinn stutt
n ú v e r a n d i
stjórnarflokka
og mun lík-
lega gera
þ a ð
áfram.
Einnig hafa Kristi-
legir demókratar lýst
því yfir að þeir muni
styðja núverandi
stjórnarflokka, en skoð-
anakannanir hafa ekki all-
ar bent til þess að flokkur-
inn nái manni á þing.
svanborg@frettabladid.is
HÖGNI SAFNAR FÉ
Cat Stevens heldur í dag hljómleika í
Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Ágóðanum
verður varið til aðstoðar þeim sem eiga
um sárt að binda eftir fljóðbylgjuna í Asíu
um jólin. Cat heitir ekki lengur Cat heldur
Yusuf Islam.
12 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR
Jafnaðarmannaflokkurinn:
„Saman til framtíðar“
SOCIALDEMOKRATIET
Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Úrslit kosninga 2001: 29,1%
Þingmenn: 52
Síðasta Gallup könnun: 25,2%
Formaður: Mogens Lykketoft
Fæddur: 9. janúar 1946
Formaður nemendasamtaka jafnaðar-
manna 1968
Þingmaður 1981
Formaður Jafnaðarmannaflokksins 2002
KOSNINGALOFORÐIN
· Atvinnumál: Fjölga störfum um
50.000 á þessu kjörtímabili, um
100.000 á næstu tíu árum.
Stöðva útflutning á dönskum
störfum.
· Menntamál og rannsóknir: Að
fjárfesta í rannsóknum og
menntun með 20 milljörðum á
næsta ári, og meira á árunum
þar á eftir. Verðlauna fyrirtæki
sem bjóða starfsþjálfun. Taka
af skólagjöld á endurmenntun
fullorðinna.
· Grunnskólar: Efla grunnskóla
með því að fjölga kennurum og
veita fjármagn til endurnýjun-
ar á bókum og tækjakosti. Alls
veita sex milljörðum til verk-
efnisins. Taka sérstaklega á
skólum sem eiga við mikið af
félagslegum vandamálum að
stríða.
· Heilbrigðismál: Átta milljarðar
til að fjölga læknum og heil-
brigðisstarfsfólki. Tryggja
sneggri afskipti vegna slysa og
alvarlegra sjúkdóma. Yfirgrips-
miklar sjúkrahúsumbætur.
· Umhverfismál: Stöðva niður-
skurð núverandi stjórnar á
náttúru og umhverfi. Bæta að-
búnað fyrir hreinna vatn.
· Öldrunarmál: Tryggja betri
dvöl á dvalarheimilum. Að
eldra fólk fái aðstoð sömu
heimilishjálparinnar. Að taka
peninga úr stjórnun og setja í
umhyggju.
· Barnafjölskyldur: Tryggja að
ekki verði greitt meira en
10.000 á mánuði fyrir dagvist.
Að bæta við fimm milljörðum
til að efla gæði dagvistar.
Tryggja öllum börnum dagvist
frá sex mánaða aldri.
Vinstri sósíalistar:
„Lífið skal vera
grænt og
hjartað rautt“
SOCIALISTISK FOLKEPARTI
Vinstrisinnaður umhverfisverndarflokkur,
nú í stjórnarandstöðu.
Úrslit kosninga 2001: 6,4%
Þingmenn: 12
Síðasta Gallup könnun: 7,0%
Formaður: Holger K. Nielsen
Fæddur 23. apríl 1950
Formaður Vinstri sósíalista 1991
KOSNINGALOFORÐIN
· Vilja öruggan uppvöxt allra
barna
· Tryggja
framtíðina
með mennt-
un barnanna
· Vernda nátt-
úruna, jafn-
vel þegar
það gengur
þvert á
efnahags-
lega hags-
muni
· Manneskulegri umhyggju, því
manneskjur eru mikilvægari
en peningar.
Fyrir þorrablótið og árshátíðina
Dúkar, servíettur og kerti í miklu úrvali
Mán
udag
a til
föstu
daga
frá k
l. 8:0
0 til
18:00
Laug
arda
ga fr
á
kl. 10
:00 t
il 14:
00
Nýr o
pnun
artím
i
í ver
slun
RV:
R
V
20
27
Lotus TexStyle dúkarúlla
1,2 x 50 m
5.696.-
Bosíus kerti
24,5 cm, 30 stk.
598.-
Lotus NexxStyle servíettur
39 x 39 cm, 80 stk.
276.-
Verð frá
Frjálslyndur hægri flokkur, er nú stærsti
flokkurinn í ríkisstjórn.
Úrslit kosninga 2001: 32,1%
Þingmenn: 56
Síðasta Gallup könnun: 23,5%
Formaður: Anders Fogh Rasmussen
Fæddur 26. janúar 1953
Formaður ungliðahóps Venstre 1974
Varaformaður Venstre 1985
Formaður Venstre 1998
Forsætisráðherra 2001
KOSNINGALOFORÐIN
· Menntamál: Að Danir verði
heimsmeistarar í þekkingu með
því að bæta rúmum 100 millj-
örðum í rannsóknir og þróun.
· Barnafjölskyldur: Bæta hag
barnafjölskyldna, með því að
lækka dagvistunargjöld fyrir
börn yngri en sex ára, auka
barnabætur um 20.000 á ári og
auka fjármagn til dagvistunar-
stofnana.
· Heilbrigðismál: Bætt sjúkra-
hús, með því að bæta 20 millj-
örðum við málaflokkinn á kjör-
tímabilinu. Bæta gæði sjúkra-
húsa og stytta biðtíma.
· Öldrunarmál: Bætt umönnun
eldra fólks, með því að bæta 5
milljörðum til málaflokksins
árlega, og auka sveigjanleika í
heimahjálp.
· Innflytjendamál: Áframhald-
andi hörð stefna í innflytjenda-
málum. Dvalarleyfum hefur
verið fækkað um þriðjung síð-
an 2001. Þeirri stefnu verður
haldið áfram.
· Skattamál: Áframhaldandi
skattastopp. Skattar verða
hvorki hækkaðir né lækkaðir,
nema ef til þess myndast ráð-
rúm. Þá verða tekjuskattar
lækkaðir.
· Umhverfismál: Betra um-
hverfi, meiri náttúra. Framlag
til umhverfismála verður
hækkað um milljarð á kjör-
tímabilinu.
HOLGER K. NIELSEN
ANDERS FOGH RASMUSSEN
MOGENS LYKKETOFT
Málefnin ekki
í forgrunni
Rúm vika er þar til þingkosningar verða haldnar í Danmörku.
Skoðanakannanir sýna að stjórnarflokkarnir haldi meirihluta sín-
um. Íraksstríðið hefur ekki orðið að kosningamáli.
FORSÆTISRÁÐ-
HERRA DAN-
MERKUR
Anders Fogh Ras-
mussen þykir af
mörgum meira að-
laðandi kostur en Mogens
Lykketoft, formaður Jafnaðar-
mannaflokksins .
Venstre:
„Þá veistu að það er til einhvers“