Fréttablaðið - 31.01.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 31.01.2005, Síða 8
1Hvaða flutningaskip varð stjórnlaustfyrir austan land um helgina? 2Hvenær ætla Ariel Sharon og Mah-moud Abbas að funda? 3Hvers var minnst í Póllandi áfimmtudaginn? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 31. janúar 2005 MÁNUDAGUR Afvopnunarfulltrúi Bandaríkjanna: Íran ógn við Mið-Austurlönd BAHARIN, AP John Bolton, öryggis- og afvopnunarmálafulltrúi í bandarísku stjórninni, sagði á fundi í Barein í vikunni að löndum í Mið-Austurlöndum stafaði veru- leg hætta af kjarnorkuvopnaeign Írana. Bolton fór í vikunni í heimsókn til þriggja Mið-Austurlanda þar sem hann hitti ráðamenn og ræddi þróun kjarnorkuvopna í Íran. Hann segir stuðning Írana við hryðjuverkahópa gera málið enn alvarlegra. „Það er sama hvort þeir hyggjast gera sín eigin kjarn- orkuvopn eða útvega hryðju- verkahópum þau, hvort tveggja er jafn slæmt.“ Frakkar, Bretar og Þjóðverj- ar hafa staðið í viðræðum við Írana um að þeir stöðvi auðgun úrans gegn tæknilegri, póli- tískri og fjárhagslegri aðstoð. Íranar urðu við beiðninni meðan á viðræðunum stóð en hafa ít- rekað neitað að frysta áætlanir sínar. Fyrr í mánuðinum var haft eftir Bush Bandaríkjaforseta að hann útilokaði ekki hernaðar- aðgerðir gegn Íran vegna auðgun- ar úrans sem Bandaríkjamenn telja að sé ætluð til nota í kjarn- orkuvopnagerð. ■ FRAKKLAND, AP 16 manns hefur verið stefnt fyrir dómstóla í Frakklandi vegna eldsvoða í Mont Blanc-göngunum árið 1999. Eldsvoðinn varð 39 manns að bana. Sakborningar eru ákærðir fyrir manndráp og sækjendur munu fara fram á sektir og allt að þriggja ára fangelsi. Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti þrjá mánuði, en undirbún- ingur hefur staðið í fjögur og hálft ár. Eldurinn kviknaði í Volvo- flutningabíl í göngunum en talið er upptökin megi rekja til fram- leiðslugalla í bílnum. Meðal sak- borninga eru sænska fyrirtækið Volvo, ökumaður flutningabíls- ins og franskir og ítalskir stjórnarmenn ganganna. Aðstandendum fórnarlamba hafa þegar verið greiddar 13,5 milljónir punda í skaðabætur. ■ Magnús Þorkell Bernharðsson Í Píslarvottum nútímans er rakið samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, ljósi varpað á sjálfsmorðsárásir og píslarvættisdauða, hugmyndafræði íslamista og margt fleira sem leynist handan fyrirsagna fjölmiðlanna. Þessi bók sætir miklum tíðindum, enda er hér skrifað af mikilli þekkingu á aðgengilegan hátt um málefni sem brenna á allri heimsbyggðinni. Hvað gerist í Írak og Íran? Aðeins 2.990 kr. 1. sæti Allar bækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 19. – 25. jan. Þakplötur fuku og malbik flettist af Mikið hvassviðri og vatnsveður var víðast hvar um landið bæði á laugardag og sunnudag og olli talsverðum skemmdum. Loka þurfti veginum við Mýrdals- sand vegna mikilla vatnavaxta og þakplötur fuku af húsum á Akureyri. HVASSVIÐRI Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þak- plötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn. Grjóthnull- ungar tókust á loft í vegaskarði við Möðrudal og skemmdust þar tveir bílar talsvert. Veðrið hafði þó gengið niður á flestum stöðum landsins um hádegi á sunnudag. Starfsmenn vegagerðarinnar í Vík lokuðu veginum við Mýrdals- sand um eittleytið aðfaranótt sunnudags af öryggisástæðum, en mikið leysingavatn rann yfir veginn á 300 metra kafla. Mikil rigning var og heitt í veðri og sökum þess hversu mikill snjór var fyrir á sandinum ruddist vatn ásamt klaka yfir veginn og þegar vatnshæðin var sem mest sást rétt aðeins í glitmerki á veg- astikum. Lögreglan í Vík vaktaði veginn en vegagerðin tók hann í sundur á einum stað til að hleypa vatninu í gegn, og var vegurinn settur saman þegar vatnsstraum- urinn hafði minnkað. Smávægi- legar skemmdir urðu á veginum og þá helst að kantar losnuðu upp. Opnað var fyrir umferð um klukkan ellefu á sunnudagsmorg- un og var eðlileg umferð komin á skömmu eftir það. Skemmdir urðu einnig vegna hvassviðris á veginum í kringum Kvísker sunnan við Vatnajökul en í gær- morgun náðu vindhviður á því svæði allt að 48 metrum á sek- úndu. Á Möðrudalsöræfum, á veginum á milli Egilsstaða og Mývatns, fletti vindurinn malbik- inu af veginum í heilu lagi og lagðist það saman, en um mið- nætti á laugardag náði vindurinn þar 37 metrum á sekúndu í mestu hviðunum. kristineva@frettabladid.is ÍRANAR NEITA AÐ HÆTTA AUÐGUN ÚRANS Vekur ugg hjá öðrum þjóðum. VEGURINN Í SUNDUR VIÐ MÝRDALSSAND Vegagerðin þurfti að taka veginn í sundur við Mýrdalssand á meðan mikið leysingavatn ásamt klaka ruddist yfir veginn. M YN D /S IG G I H JÁ LM AR S VIÐ MONT BLANC-GÖNGIN EFTIR BRUNANN Göngin voru lokuð í þrjú ár eftir eldsvoðann sem kostaði 39 manns lífið. Eldsvoðinn í Mont Blanc: 16 sóttir til saka

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.