Fréttablaðið - 04.02.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 04.02.2005, Síða 4
SKOÐANAKÖNNUN Framsóknarmenn myndu missa sjö þingmenn, yrði kosið nú, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Fréttablaðsins. Fylgi framsóknarmanna hefur ekki mælst þetta lítið í skoðanakönnun Fréttablaðsins síðan í júní og júlí á síðasta ári. Á öðrum tímum hef- ur flokkurinn alltaf mælst með fylgi yfir tíu prósentum. Mikill munur er á fylgi flokks- ins á landsbyggðinni og á höfuð- borgarsvæðinu. Um 12,8 prósent fólks á landsbyggðinni segjast styðja Framsóknarflokkinn en einungis 4,8 prósent á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta er mun meiri munur en mældist í könnun blaðs- ins í nóvember, þegar 14,8 prósent fólks á landsbyggðinni sögðust styðja Framsóknarflokkinn en 10,4 prósent fólks á höfuðborgar- svæðinu. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt nokkuð síðan í nóvember á síðasta ári þegar fylgið mældist með rétt rúm 30 prósent. Nú segjast 35 prósent kjósenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði boðað til kosninga í dag. Flokkurinn hefur mun meiri stuðning á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni og segjast 38,9 prósent íbúa á höfuðborgar- svæðinu styðja Sjálfstæðisflokk- inn en 29,1 prósent kjósenda á landsbyggðinni. Samfylkingin mælist aftur sá flokkur sem mest hefur fylgið, en rúm 35,2 prósent segjast myndu kjósa Samfylking- una. Munurinn á milli fylgi Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar er þó óverulegur og ekki tölfræði- lega marktækur. Samkvæmt þessu myndu báðir flokkar fá 23 þingmenn. Fylgi Vinstri-grænna hefur aðeins dalað frá síðustu könnun blaðsins í nóvember, eða úr 18,2 prósentum í 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist þó meira en í síðustu kosningum og myndi flokkurinn bæta við sig fjórum þingmönnum yrði kosið nú. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist nú 6,7 prósent, sem er aðeins minna en í flokkurinn hlaut í kosningum, en er um tvöfalt fylgi flokksins í síðustu könnun blaðsins. Hringt var í 800 manns 1. febr- úar, sem skiptust jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa yrði gengið til þingkosninga nú? 56,1 prósent tók afstöðu til spurningarinnar. svanborg@frettabladid.is KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,76 62,06 116,71 117,27 80,46 80,92 10,81 10,87 9,73 9,79 8,88 8,93 0,59 0,60 93,84 94,40 GENGI GJALDMIÐLA 03.02.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 110,71 +0,41% 4 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Geir H. Haarde fjármálaráðherra: Skattsvik verður að uppræta ALÞINGI „Það er eðlilegt að einstak- lingar og fyrirtæki nýti sér þær leiðir sem löglegar eru til að lág- marka skattgreiðslur sínar, en skattsvik má ekki umbera. Skatt- svik misbjóða réttlætiskennd fólks og þau verður að uppræta.“ Þetta sagði Geir H. Haarde fjármálaráð- herra á Alþingi í gær er hann ræddi um skýrslu starfshóps um umfang skattsvika á Íslandi. Í skýrslunni, sem birt var í desember, kom fram að skattsvik á Íslandi nema allt að 35 milljörðum króna. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, benti á að upphæðin væri stærri en sú sem fer í að reka allt skólakerfið á Íslandi, grunnskóla, framhalds- skóla og háskóla. Hún gagnrýndi fjármálaráð- herra fyrir að koma ekki með skýr svör við því hvaða aðgerða grípa ætti til svo sporna mætti við skattsvikum. Geir sagði að í skýrslunni væru margar góðar tillögur sem myndu nýtast við þróun og úrbætur á skattkerfinu. „Munu þær án efa nýtast við þá fjölbreytilegu vinnu sem fram fer í fjár- málaráðuneyt- inu á sviði skattamála, við tillögugerð í lagasetningu, þróun skattfram- kvæmdar og alþjóðastarf á sviði skattamála,“ sagði hann. - sda Framsókn myndi missa sjö þingmenn Fylgi Framsóknarflokksins dalar verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst frá síðustu könnun. Sjálfstæðis- flokkurinn og Samfylkingin eru nú svo gott sem jafnstórir flokkar. Vilja ekki slökkva: Dregið fyrir stjörnurnar BORGARMÁL Borgaryfirvöld hafa hafnað hugmynd menningar- og ferðamálasviðs borgarinnar um að slökkva tímabundið á götulýs- ingu í Reykjavík. Fjallað var um málið í borgar- ráði í gær. Hugmynd menningar- og ferðamálasviðs snerist um að krydda mannlífið í höfuðborginni og opna borgarbúum sýn til stjörnuhiminsins með því að slökkva á götulýsingu. Í bókun borgarráðs er þakkað fyrir hug- myndina en sagt að götuljós séu öryggistæki og sjái borgarráð sér ekki fært að svo stöddu að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. -th Sjálfstæðisflokkurinn: Getum gert betur SKOÐANAKÖNNUN „Ég er þeirrar skoðunar að við sjálfstæðismenn getum gert okkur vonir um betri niðurstöðu en þessi skoðanakönn- un gefur til kynna,“ segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. „Stefna og verk stjórnarinnar gefa fullt tilefni til þess. Þegar fólk sér áhrif skatta- lagabreytinganna mun fylgi flokksins aukast. Þá mun fólk finna það á eigin buddu að Sjálf- stæðisflokkurinn er að hrinda í framkvæmd þeim loforðum sem gefin voru fyrir kosningar. Þessi skoðanakönnun sýnir Sjálfstæðis- flokkinn svolítið yfir kjörfylgi í síðustu kosningum, en ég er á því að flokkurinn eigi að geta og muni gera betur þegar gengið verður næst að kjörborðinu.“ - ss Framsóknarflokkur: Flokkurinn réttir úr sér SKOÐANAKÖNNUN „Flokkurinn hef- ur legið nokkuð lágt í skoðana- könnunum að undanförnu,“ segir Magnús Stefánsson, varaformað- ur þingflokks Framsóknarflokks- ins. „Ég hef svo sem engar skýr- ingar á því. Það er staðreynd að meðan flokkurinn er í ríkisstjórn er tiltölulega gott gengi á flestum hlutum í þjóðfélaginu. Ég er sann- færður um að flokkurinn muni rétta úr sér. Það getur verið að umfjöllunin að undanförnu, meðal annars í Fréttablaðinu um innri mál flokksins, hafi eitthvað að segja, en ég get svo sem ekki dæmt um það í sjálfu sér. Því er ekki að neita að mér finnst fjöl- miðlar hafa dregið upp einhverja mynd um að það sé eitthvað að í flokknum og ef almenningur trúir því getur það haft einhver áhrif.“ -ss Samfylkingin: Ákall á jafnaðarstjórn SKOÐANAKÖNNUN „Þessi könnun staðfestir góða stöðu flokksins, eins og aðrar kannanir að undanförnu hafa sýnt,“ segir Kristján L. Möller, varaformaður þingflokks Samfylk- ingarinnar. „Kjósendur meta störf okkar og málflutning og málefna- lega stjórnarandstöðu. Þetta sýnir að hægri stjórn Halldórs og Davíðs er þreytt og rúin trausti og fólk er dauðþreytt á henni. Þetta er ákall þjóðarinnar á stjórn jafnaðar- manna.“ - ss Vinstri-grænir: Auka fylgið SKOÐANAKÖNNUN „Það sem ég staldra fyrst við er sú staðreynd að samkvæmt þessari könnun gæti stjórnarandstaðan myndað ríkisstjórn með bærilegum meiri- hluta ef þetta væru úrslit í kosn- ingum,“ segir Ögmundur Jónas- son, formaður þingflokks Vinstri- grænna. „VG eykur samkvæmt þessari könnun fylgi sitt frá síð- ustu kosningum. En á hinn bóginn dölum við heldur sé litið til síð- ustu skoðanakönnunar Frétta- blaðsins. En við látum það ekki slá okkur út af laginu.“ ■ FYLGI STJÓRN- MÁLAFLOKKANNA Taflan sýnir þróun fylgis stjórnmála- flokkanna frá kosningum 2003 til dagsins í dag samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. B D F S U 12 5 23 22 20 54 4 23 9 FJÖLDI ÞINGMANNA Í síðustu kosningum og samkvæmt könnun 1. febrúar 2005. Skv. könnun 01.02.2005 Eftir kosningar 2003 GEIR H. HAARDE Á ALÞINGI Í GÆR: „Skattsvik misbjóða réttlætiskennd fólks og þau verður að uppræta.“ ÁÆTLAÐAR TAPAÐAR SKATTTEKJUR RÍKIS OG SVEITARFÉ- LAGA 2003 VEGNA SKATTSVIKA Í MILLJÖRÐUM KRÓNA: Svört atvinnustarfsemi og aðrar vanframtaldar tekjur 18-24 Bókhalds- og framtalssvik 4,5-6 Skattsvik í gegnum erlend samskipti 3-4,5 Samtals 25,5-34,5 Guðjón A. Kristjánsson: Ánægjuleg tíðindi SKOÐANAKÖNNUN „Við erum mjög ánægð með það þegar við mælumst vel í skoðanakönnunum og höfum orðið vör við stuðning fólks við okkar málefni,“ segir Guðjón Arn- ar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, um niðurstöður könnunarinnar. Flokkurinn bætir lítillega við sig frá síðustu könnun en er rétt undir kjörfylgi.“ - bs 04-05 3.2.2005 22.03 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.