Fréttablaðið - 04.02.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 04.02.2005, Síða 6
Skattsvik: 5 milljóna króna sekt DÓMSMÁL Fimmtugur maður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og til að greiða 5,1 millj- ón króna í sekt vegna skattsvika fyrirtækis sem hann var fram- kvæmdastjóri hjá. Fyrirtækið hét Pandíón og rak skemmtistaðinn Club Vegas. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. Fyrirtækið sem maðurinn var framkvæmdastjóri hjá stóð hvorki skil á virðisaukaskatti né opinberum gjöldum. Maðurinn hélt því fram fyrir dómi að hann hefði ekki verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins en dómurinn taldi sannað að hann hefði verið það. Í sama máli hafði héraðsdómur áður dæmt annan mann í fjögurra mán- aða fangelsi og til að greiða sjö milljóna króna sekt. - th 6 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Nær þrjátíu manns myrtir í fyrrinótt í nýrri árásarhrinu: Listi al-Sistanis með yfirburði ÍRAK, AP Sameinaða íraska banda- lagið, kosningabandalagið sem sjíaklerkurinn Ali al-Sistani kom saman, er langstærsta hreyfingin á íraska stjórnlagaþinginu sam- kvæmt fyrstu tölum sem birtast úr kosningunum um síðustu helgi. Þó er rétt að taka fram að þar er aðeins um hluta atkvæða að ræða, úr sex af átján héruðum landsins. Sameinaða íraska bandalagið er þrefalt stærra en næststærsti listinn, Íraski listinn undir for- ystu Iyad Allawi. Bandalagið fékk frá 25 prósentum og upp í 60 prósent í ríkjunum sex og naut alls staðar mest fylgis. Þar er þó ekki um endanlegar tölur að ræða. Vígamenn hafa hafið árásir af auknum krafti á ný eftir að lítið fór fyrir þeim fyrstu dagana eftir kosningar. Aðfaranótt fimmtu- dags létust 28 manns í nokkrum árásum. Tólf þeirra sem létust voru nýliðar í íraska hernum sem voru skotnir til bana þar sem þeir ferðuðust með rútu suður af Kirkuk. Fimm lögreglumenn og íraskur herforingi létust þegar vígamenn gerðu bílalest fyrirsát og fjórir íraskir starfsmenn Bandaríkjahers létust í tveimur árásum. ■ Fjórmenningarnir í Landssímamálinu: Ákærðir fyrir stórfelld skattsvik DÓMSMÁL Fjórmenningarnir sem dæmdir voru fyrir þátt sinn í Landssímamálinu á síðasta ári hafa verið ákærðir fyrir umfangs- mikil brot á skattalögum. Málið sem tengist fjölbreyttum fyrir- tækjarekstri félaganna var þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Kristján Ra. Kristjánsson, einn fjórmenninganna, neitaði í gær nánast öllum sakargiftum í ákæru ríkislögreglustjóra en hún er sam- tvinnuð ákæru á hendur Árna Þór Vigfússyni, Sveinbirni Kristjáns- syni og Ragnari Orra Benedikts- syni, sem allir hlutu dóm í fjár- dráttarmáli Landssímans. Félag- arnir eru ákærðir fyrir að skila ekki sköttum af rekstri Kaffi Le ehf. að upphæð níu milljónir króna. Kristján er auk þess ákærður ásamt fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Japis fyrir að standa ekki skil á rúmlega 22,5 milljónum króna. Kristján játar að hafa ekki staðið skil á 19 millj- ónum af rekstri Lífsstíls og Planet Reykjavík ehf. Skuldin hafi þó nánast verið greidd að fullu. Ákæra á Árna Þór að upphæð fimm milljónir bíður þar til lög- fræðingur hans kemur til lands- ins. Sveinbjörn játar brot sem á hann eru borin en nefnir að fjár- hæðin hafi verið greidd. Heildarupphæð ákærunnar er ríflega 47,5 milljónir króna. Öll fyrirtækin sem um ræðir eru gjaldþrota. - gag Boðsferðir lækna á fimmta hundrað Íslenskir læknar fóru í 469 utanlandsferðir í boði lyfjafyrirtækja í fyrra. Þingmaður segir reglur skorta um slíkar boðsferðir. Forstjóri Landspítala segir úrbætur hafa verið gerðar en ástæða sé til að vera á varðbergi. HEILBRIGÐISMÁL „Það er ótrúlegt að opinberar stofnanir hafi ekki fylgst með því hversu mikið starfsmenn þeirra ferðast á kostnað hagsmunaaðila,“ segir Ásta R. Jóhannes- dóttir alþingis- maður um svar hei lbrigðisráð- herra við fyrir- spurn hennar um utanlandsferðir lækna á kostnað lyfjafyrirtækja. Í svarinu kem- ur fram að íslensk- ir læknar fóru í 469 utanlandsferð- ir sem lyfjafyrir- tæki greiddu fyrir. Þessar tölur byggja á könnun sem Lyfjastofnun gerði á meðal lyfja- fyrirtækja, en í svari heilbrigðis- ráðherra segir að fæstar heilbrigð- isstofnanir hefðu áreiðanlegar upplýsingar um utanlandsferðir lækna sem stofnunin hefði ekki kostað. Aðeins fengust upplýsingar um fjölda ferða, ekki hversu marg- ir læknar fóru í þær. Þá er tekið fram að þetta séu lágmarkstölur þar sem könnunin var gerð fyrir árslok og eitt lyfjafyrirtæki svar- aði ekki fyrirspurninni. Ásta segir það umhugsunar- vert hversu mikið sé um að lækn- ar ferðist á vegum fyrirtækja. „Það fer að meðaltali einn, ef ekki tveir, á dag í slíkar ferðir á hverju ári og maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt. „Það verður að viðurkennast að þar til nýlega höfum við ekki haft áreiðanlega skráningu á þessu,“ segir Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Læknar Landspítal- ans fóru í 289 ferðir í boði lyfja- fyrirtækja í fyrra, en rúmlega fimm hundruð læknar starfa á spítalanum. Jóhann bendir á að í ágúst í fyrra hafi Landspítalinn sett reglur um samskipti lækna og söluaðila og fleiri reglur séu í far- vatninu. „Það er viðhorf sumra lækna að það komi vinnuveitand- anum ekki við hvað þeir geri í sín- um frítíma, en okkar skoðun er að það sé ástæða til að vera á varð- bergi gagnvart viðskiptamönnum spítalans. Í smíðum eru reglur um risnu starfsmanna spítalans, gjaf- ir, kostun ferðalaga og ráðstefnu- gjalda.“ Jóhannes segir að sér sé ekki kunnugt um að formlegar reglur um þessi mál séu í gildi á öðrum heilbrigðisstofnunum en minnir á samkomulag Læknafélags Íslands og lyfjafyrirtækja sem sé í svip- uðum anda og reglur Landspítal- ans um samskipti lækna og sölu- aðila. bergsteinn@frettabladid.is ,,Það verð- ur að viður- kennast að þar til ný- lega höfum við ekki haft áreið- anlega skráningu á þessu. PÁFI Á BATAVEGI Heilsa Jóhannes- ar Páls II páfa fer batnandi og hann hefur ekki átt í vandræðum með andardrátt eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús í Róm að sögn Vatíkansins. Páfinn verður nokkra daga enn á sjúkrahúsinu. LEITA LANGT YFIR SKAMMT Banda- rískir hermenn á herstöðinni í Incrilik í Tyrklandi verða að fara langar leiðir ætli þeir sér að skemmta sér, matast eða versla utan herstöðvarinnar. Yfirmenn þeirra bönnuðu þeim að skipta við skemmtistaði, veitingahús og búðir í nágrenni herstöðvarinnar eftir að sprengja fannst í nágrenninu. MANNSKÆÐUR ELDSVOÐI Þrír lét- ust þegar eldur braust út á fjórt- ándu og fimmtándu hæð íbúða- byggingar í Stevenage, norður af London höfuðborg Bretlands. Einn íbúi og tveir slökkviliðsmenn lét- ust. Sjö til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús. ■ EVRÓPA Fylgdist þú með Íslensku tón- listarverðlaununum? SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að skipt verði um formann í Samfylkingunni á þessu ári? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 60,75% 39,25% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Stór og fallegur humar Risarækjurnar eru komnar aftur!! Opið laugardaga 10-14:30 BÚIÐ AÐ SÁRUM STÚLKU Þessi stúlka var eitt sex barna sem særðust lítillega í sprengjuárás á bílalest Bandaríkja- hers. Bandarískur hermaður bjó um sár hennar. VIÐ UPPHAF ÞINGFESTINGAR Í GÆR Vegna fjölda sakborninga í ákæru ríkislögreglustjóra og hóps áhorfenda sem stóðu í réttarsalnum varð að færa þingfestingu málsins í stærri dómssal. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI UTANLANDSFERÐIR LÆKNA Á KOSTNAÐ LYFJAFYRIRTÆKJA ÁRIÐ 2004: Heildarfjöldi ferða: 469 Læknar frá LSH: 289 Læknar frá öðrum sjúkrahúsum: 51 Læknar á heilsugæslustöðvum: 85 Sérfræðilæknar á öðrum stöðum: 44 ÁSTA R. JÓHANN- ESDÓTTIR JÓHANNES M. GUNNARSSON Í BOÐI LYFSALANS Forstjóri Landspitalans segir að því miður hafi spítalinn ekki haldið utan um upplýsingar um boðsferðir til lækna þar til nýlega en úrbætur hafa verið gerðar. Ásta R. Jóhannesdóttir segir Íslendinga vera aftarlega á merinni því hvarvetna á Vesturlöndum sé búið að setja viðeigandi reglur. 06-07 3.2.2005 21:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.