Fréttablaðið - 04.02.2005, Side 10

Fréttablaðið - 04.02.2005, Side 10
10 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR ALÞINGI „Við leggjum áherslu á að það sé engin leynd yfir þessum málum því það ýtir bara undir tortryggni almennings gagnvart stjórnsýslunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sem ásamt öðr- um þingmönnum úr öllum flokk- um stendur að frumvarpi sem kveður á um að það verði gert opinbert hverjir sitja í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum rík- isins. Jóhanna segir að hún hafi spurst fyrir um nefndarlaun hjá hinu opinbera og komist að því að um háar upphæðir væri að ræða. Seinna hafi fjölmiðlar ósk- að eftir upplýsingum yfir hverjir hafa setið í nefndum á vegum hins opinbera en verið synjað á þeim forsendum að það mætti ekki upplýsa fjárhagsleg málefni einstaklinga. Þetta pukur sé ekki sæmandi heilbrigðri stjórnsýslu: „Það er réttur almennings að vita hversu miklu fé er varið til nefndarstarfa á vegum hins op- inbera og ég held að hann gangi framar hagsmunum þeirra sem sitja nefndunum,“ segir Jóhanna. Jóhanna segir að það sé breið- ur stuðningur um þetta mál sem geri það líklegra en ella til að verða samþykkt. - bs ÚR SLÁTURHÚSI Afskurður af kjöti, sem flutt er á Japansmarkað og aðra staði, er fluttur til Rússlands. LANDBÚNAÐUR Útflutningur ís- lensks hrossakjöts til Rússlands hefur aukist síðan fyrst var farið að flytja kjöt þangað fyrir um fjórum árum að sögn Erlends Á. Garðarssonar, framkvæmda- stjóra Kjötframleiðenda. „Molar eru líka brauð,“ segir Erlendur. „Við erum að flytja út allan afskurðinn af því sem við vinnum fyrir til dæmis Japans- markað. Þetta eru til dæmis síð- urnar sem eru ósöluhæfar víðast hvar. Í staðinn fyrir að henda þessu og borga tíu krónur á kílóið fyrir það flytjum við þetta út og fáum 40 krónur fyrir kílóið.“ Erlendur segir að kjötið sé flutt til Pétursborgar með flutninga- skipi. Nú sé svo komið að um átta- tíu tonn séu flutt út á hverju ári. „Rússarnir kunna að meta þessa vöru og eftirspurnin hefur aukist. Megnið af þessu kjöti fer í vinnslu þar sem unnar eru alls konar pylsur og bjúgur úr því. Hrossakjöt þykir mjög gott í slíka vinnslu og er meðal annars notað í ýmiss konar pylsur hérlendis.“ - th Græðarar vilja fá starfsfrið Græðarar vilja starfsfrið, segir formaður Bandalags íslenskra græðara. Stéttin er orðin fjölmenn hér á landi og sífellt fleiri leita svokallaðra „óhefðbundinna“ lækninga. Frumvarp liggur fyrir Alþingi um starfsemi græðara. ATVINNUMÁL „Við viljum fyrst og fremst fá frið til að starfa,“ sagði Sigrún Sól Sólmundardóttir for- maður Bandalags íslenskra græð- ara. Hún sagði að græðarar vildu fá v i ð u r k e n n i n g u sem starfsstétt og gætu fengið þau aðföng og annað sem þeir þyrftu til síns starfs. Það væri alltaf verið að stöðva inn- flutning á þeim, meðal annars af hálfu Lyfja- eftirlitsins. Talsverð hreyfing hefur verið á málefn- um græðara, nú síðast þegar Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi frumvarp um starfsemi þeirra. Markmið þess er að stuðla að öryggi þeirra sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara og verði í þeim tilgangi komið á fót frjálsu skráningar- kerfi fyrir græðara í umsjá Bandalags íslenskra græðara. Sjúkratryggingar muni ekki koma til með að greiða eða taka þátt í kostnaði einstaklinga sem leita eftir heilsutengdri þjónustu græðara, að því er fram kemur í frumvarpinu. Það gerir ráð fyrir lítilsháttar eftirliti með umsýslu af hálfu landlæknis og heilbrigð- isyfirvalda en kostnaður ríkis- sjóðs vegna þeirrar vinnu er óverulegur. Málið er nú statt í heilbrigðis- og tryggingamála- nefnd. „Þarna er verið að búa til lagara- mma um þessar „óhefðbundnu“ greinar en fram til þessa hefur hann ekki verið til,“ sagði Sigrún Sól. „Við fáum þó ekki löggildingu, heldur annars konar viðurkenn- ingu stjórnvalda, að því er okkur hefur verið tjáð. Svo á eftir að koma í ljós hvað það þýðir. Við vitum að heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið verður okkar ráðuneyti. En nú erum við í biðstöðu meðan málið er í þingnefnd. Sigrún Sól sagði að græðarar vildu fyrst og fremst fá viður- kenningu á því að þeir ynnu for- varnarstarf. Óskastaðan væri að þeir fengju aðstöðu inni á Reykja- lundi, á heilsustofnuninni í Hvera- gerði og á öðrum uppbyggingar- stöðum, svo og á vinnustöðum. „Við viljum starfsleyfi í raun- inni,“ sagði Sigrún Sól og bætti við að græðarar væru orðin fjöl- menn stétt. Í bandalaginu væru átta aðildarfélög með um 500 fé- lagsmönnum, sem hefðu 2–5 ára nám á bak við sitt starf. Þeir vildu fyrst og fremst viðurkenningu á því. jss@frettabladid.is Allsherjarnefnd: Umsókn frestað ALÞINGI Umsókn Bobby Fischer skákmeistara um íslenskan ríkis- borgararétt var frestað í allsherj- arnefnd Alþingis í gær. Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, segir að ekki liggi fyrir með skýrum hætti að for- sendur umsóknarinnar standist og Fischer losni úr prísundinni í Japan þó að hann fái íslenskan ríkisborgararétt. Því hafi verið ákveðið að kanna hvort hægt sé að fá frekari upplýsingar svo heildar- yfirsýn fáist yfir málið. Fundur verður í allsherjarnefnd í næstu viku og býst Bjarni við að þá verði aftur fjallað um málið. - ghs Tillaga þingsmanns: Læknar fái að auglýsa HEILBRIGÐISMÁL Auglýsingabann í heilbrigðisþjónustu verði afnumið og læknar, tannlæknar og aðrar heilbrigðisstéttir fái að auglýsa þjónustu sína, segir í tillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Flutningsmaður hennar er Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur kveðst telja að með gildandi auglýsingabanni sé komið í veg fyrir að almenningur geti fengið nauðsynlegar upplýs ingar um heilbrigð- i s þ j ó n u s t u . S j ú k l i n g a r verða því að treysta á um- tal, ímynd og orðróm þar að lútandi. Al- m e n n i n g u r eigi oft fjölbreytilega valkosti milli lækna og heilbrigðisstofn- ana. Enn ríkari ástæður eru fyrir því að afnema auglýsingabann hjá tannlæknum þar sem þeir hafa frjálsa gjaldskrá. Auglýsingar um heilbrigðis- þjónustu munu að sjálfsögðu vera bundnar reglum samkeppnislaga sem komi í veg fyrir rangar, ófull- nægjandi eða villandi upplýsing- ar. Siðareglur fagfélaga leggja sömuleiðis ýmsar kröfur á sína fé- lagsmenn. -jss ,,Í banda- lagi græð- ara eru átta aðildar- félög með um 500 fé- lagsmenn. Íbúar flóðasvæðanna: Geta þjáðst í mörg ár TAÍLAND, AP Svo getur farið að níu af hverjum tíu sem eiga um sárt að binda af völdum flóðbylgjunn- ar á annan í jólum þurfi að takast á við sálræn eftirköst um mörg ókomin ár. Um 200 sérfræðingar í sálræn- um áföllum eru samankomnir í Bangkok til að fjalla um sálræn áhrif hamfaranna á fólkið sem lenti í þeim. Einn þeirra er Jon- athan Davidson, yfirmaður kvíða- og áfalladeildar Duke-háskóla í Bandaríkjunum. „Við getum búist við því að helmingur til 90 prósent fólksins stríði við eftirköst og þunglyndi í mörg ár ef fólkið fær ekki aðstoð,“ sagði hann. ■ HJÓ HÖFUÐIÐ AF DÓTTURINNI Karlmaður í Hong Kong myrti sautján ára dóttur sína með því að höggva höfuðið af henni með exi eftir að þau höfðu rifist um peninga. Maðurinn réðst einnig á tvítugan son sinn, sá slapp lifandi en sár. FLEIRI GLÆPAMENN Meðlimum japönsku mafíunnar fjölgaði á síðasta ári þrátt fyrir harða at- lögu lögreglunnar. Lögreglan tel- ur að nú séu meðlimir mafíunnar 87 þúsund talsins og hafi fjölgað um 1.200 í fyrra. Þetta er níunda árið í röð sem mafíósum fjölgar. ■ ASÍA – hefur þú séð DV í dag? Jón Trausti Lúthersson liggur á hjarta- og lungnaskurðdeild: Stunginn í hjartastað er hann bjargaði lífi einstæðrar móður Aukning í sölu kjöts til Rússlands:Afgangshrossakjöt flutt til Rússlands ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Segir rétt almennings á að vita hversu miklu fé er varið til nefndarstarfa ganga framar hagsmunum þeirra sem sitja í nefndum. Þingmenn allra flokka á Alþingi: Burt með nefndapukrið MARGAR GREINAR Græðarar fást meðal annars við nálastungu- meðferðir, nudd, smá- skammtalækningar og svæðameðferðir. FÉLÖG Á VEGUM GRÆÐARA: Acupunktafélag Íslands Cranio sacral félag Íslands Höfuðbeina- og spjaldhryggjajafnarar Félag íslenskra heilsunuddara Félag lithimnufræðinga Organon félag hómópata Samband svæða- og viðbragðsfræðinga Svæðameðferðarfélag Íslands 1Hver segist sáttur við olíuverð, þráttfyrir samráð? 2Hvað fékk Mugison mörg tónlistar-verðlaun? 3Hvað er reiknað með að Íslendingarborði margar bollur á mánudag? SVÖRIN ERU Á BLS. 34 VEISTU SVARIÐ? 10-11 3.2.2005 22.37 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.