Fréttablaðið - 04.02.2005, Page 23

Fréttablaðið - 04.02.2005, Page 23
5FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2005 Í útivistar- ferðirnar og samkvæmin Verslunin Caro í Hraunbæ er með vænan afslátt á vörum sínum. Nærfatnaður, bolir, náttföt og toppar eru á útsölu í versluninni Caro sem er í Ásnum í Hraun- bæ 119 í Reykjavík. Þetta er vandaður fatnaður fyrir herra og dömur á öllum aldri, sem sagt bæði fullorðna og börn. Þarna eru hlýrabolir, stutterma- og langermabolir, síðar nær- buxur og stuttar úr þægilegum efnum eins og microfiber, ull, silki og bómull. Kvenbolirnir og topparnir eru bæði með og án blúndu og henta hvort sem er í útvistarferðirnar eða sam- kvæmin. Afsláttur nemur frá 20-70%. ■ Barnaúlpur eru á 1.990 kr. á útsölunni í Útivist & Sport. Ódýrar barnaúlpur Útsölulok í Útivist & Sport. Verðhrun og útsölulok eru hjá Útivist & Sport sem selur Regatta útivistarfatnað fyrir alla fjölskylduna. Verðhrun er mikið og má sem dæmi nefna að barnaúlpur eru á 1.990 kr. sem áður voru á 7.990 kr. og barnaflíspeysur á 990 kr. sem áður voru á 3.990 kr. Isotex-úlp- ur og jakkar, flíspeysur og fleira eru á útsölunni fyrir fullorðna og ætti að vera hægt að gera mjög góð kaup. Verslanir Útivist & Sport eru í Faxafeni í Reykja- vík, Strandgötu á Akureyri og Hafnargötu í Keflavík. ■ Tanni með lagerútsölu Fatnaður, töskur og hand- klæði. Lagerútsalan stendur nú sem hæst hjá Tanna, Höfðabakka 9. Þar er meðal annars hægt að fá flíspeysur, háskólapeysur og svuntur fyrir mötuneyti fyrir 500 krónur og kuldagalla, skyrtur, jakka og samfestinga á 1.000 krónur. Mikið úrval af töskum, handklæðum, íþróttafatnaði, húf- um og handklæðum. Lagersalan er opin virka daga frá klukkan 9-17 og laugardaga klukkan 11-17. ■ Götumarkaðir og langur laugardagur Útsölulok eru víða í verslunum nú um helgina Götumarkaðsstemning er í stór- um verslunarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu nú um helgina. Verslanir eru komnar með útsöluvarning sinn út á ganga stórhýsanna og breiða þar úr honum. Þetta á að minnsta kosti við í Kringlunni í Reykjavík, Smáralind í Kópa- vogi og Firðinum í Hafnarfirði. Verðið á vörunni lækkar líka niður úr öllu valdi og sums stað- ar er hægt að prútta. Verslanir Kringlunnar og Smáralindar eru opnar til kl. 19 í kvöld og 18 annað kvöld. Á sunnudaginn er svo opið til 17 í Kringlunni en 18 í Smáralind. Langur laugardag- ur er einnig í miðborginni, á hin- um einu og sönnu verslunargöt- um svo búast má við líflegri verslun og fjöri víða. ■ Eflaust verður handagangur í öskjunni á götumörkuðum og útsölum alla helgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 22-23 (04-05) Allt tilboð 3.2.2005 18:51 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.