Fréttablaðið - 04.02.2005, Page 46

Fréttablaðið - 04.02.2005, Page 46
34 4. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Lárétt: 1 skinnpoki, 6 líkamshluta, 7 fljót, 8 hljóm, 9 á húsi, 10 hestur, 12 hag, 14 ger, 15 tvíhljóði, 16 tónn, 17 stríðni, 18 lengra frá. Lóðrétt: 1 ragn, 2 gufu, 3 í röð, 4 bar úr býtum, 5 blóm, 9 bandaríkin, 11 taugaáfall, 13 hnífur, 14 stúlka, 17 ekki. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Fókus fylgi r DV í dag Rekin úr I dol og ráðin á Po ppTíví Rekin úr Idol og ráðin á PoppTíví Elma Dögg Gonzales Breski tónlistarvefurinn Drowned in Sound spáir því að íslenska sveitin Jan Mayen eigi eftir að gera góða hluti á árinu. Rokksveitin gaf út fyrstu breið- skífu sína hjá Smekkleysu fyrir jól. Fyrst byrjar höfundur grein- arinnar á því að stæra sig af því að vefurinn hafi bent á sveitina Bloc Pary fyrstur allra en sú sveit var að tryggja sér útgáfu- samning við einn af plöturisun- um. Næst líkir hann sveitinni við fyrstu verk Weezer og Ash. Segir plötuna sérstaklega ferska og að tilraunamennska sveitarinnar minni sig á Pixies. Það verður gaman að fylgjast með gangi mála hjá Jan Mayen en plata þeirra kemur út í Bret- landi í gegnum Smekkleysu 7. mars næstkomandi. Jan Mayen heldur tónleika í London ásamt Skátum og hljóm- sveitinni Reykjavík þann 21. febrúar í Leicester Square Marquee Club. Það er útvarps- maðurinn John Kennedy hjá XFM sem heldur tónleikana. ■ Jan Mayen vekur áhuga í Bretlandi JAN MAYEN Gæti gert góða hluti í Bretlandi miðað við grein breska tónlistarvefsins Drowned in Sound. Sveitin er á leið til Noregs í tónleikaferðalag og svo tekur Bretland við. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Loftur Árnason. Fern. 600 þúsund. Þemað í Idol stjörnuleit í kvöld er Keflavík eða lög eftir tónlistar- menn frá Bítlabænum sjálfum. Gestadómari kvöldsins verður enginn annar en Rúnar Júlíusson. Mörgum þótti krakkarnir eiga erfitt með lög Sálarinnar í síðasta þætti svo það verður spennandi að sjá hvernig þeim tekst að fara með Keflavíkursmellina. Mér líst ágætlega á þessi lög og þau ættu að ná þeim flestum,“ segir Jóhann Helgason höfundur tveggja laga sem tekin verða í kvöld og fyrrverandi meðlimur dúettsins Þú og Ég. „Þetta er samt mjög viðkvæmt mál því ef söngv- ari velur vitlaust lag þá virkar það ekki, sama hversu góður söngvar- inn er. Það er flestum ómögulegt að fara út fyrir sitt sérsvið og ekkert skrítið að fólk sem er að byrja í tónlist hafi ekki þroska til þess að átta sig á því hvað passar. Þetta er eins og að velja sér föt; þó þau sýnist vera flott þá þarf ekk- ert að vera að þau passi á mann- eskjuna,“ segir Jóhann sem veitti því athygli hversu illa keppendum gekk í síðasta þætti að fara með lög Sálarinnar. „Já, þetta sást greinilega í síð- asta þætti. Stebbi er náttúrlega mjög góður söngvari og getur sungið bæði niðri og hátt uppi. Það eru ansi fáir sem ná háu tón- unum og því voru mörg lögin of djúp. Það er lykilatriði fyrir söngvara að velja rétt lag því ann- ars getur hinn fínasti söngvari eða jafnvel sá besti sungið sig út úr keppninni. Það er samt eitt- hvað af hæfileikaríku fólki þarna og þau ættu vel að geta ráðið við þessi lög,“ segir Jóhann bjartsýnn fyrir hönd keppenda. hilda@frettabladid.is IDOL-STJÖRNULEIT: SJÖ MANNA ÚRSLIT ERU Í KVÖLD Keflavíkurbærinn í Stjörnuleit Síðir eyrnalokkar eru hrikalega heitir þessa dagana. Þettasést hjá leikkonum í Hollívúdd sem og í tískublöðum. Ekki þarf þetta þó að vera endalaust bling í eyrnasneplunum held- ur bara frekar smekklegir eyrnalokkar með fallegum steinum. Þeir mega jafnvel lafa langleiðina niður á axlir. En alls ekki mikið lengra en það. Góðir inniskór. Það er fátt betra en að eyðasunnudagsmorgnum í bókalestur á náttföt- unum. Þá er ekki slæmt að eiga svona hlýja og notalega inniskó til þess að ilja fótunum. Sitja svo í sófanum með tebolla í hönd og hlusta á rólegan djass. Yndislegt. Aðsniðin pils. Ekki stutt pilssem rétt hylja rasskinnarnar og ekki síð risapils sem maður stígur á þegar labbað er upp stiga. Aðsniðin, hnésíð pils er málið, í öllum litum og með alls konar munstrum. Þetta kallast „pencil skirt“ á enskunni og er óskaplega glæsi- legt og elegant. Raunveruleikaþættir. Er þetta ekki orðið alveggott? Magnið af lélegum raunveruleikaþáttum eykst með hverjum deginum. Fólk virðist gera hvað sem er til þess að komast í sjónvarpið, borðar pödd- ur, sveltir sig, fer í lýtaaðgerðir í beinni og meira að segja syngur þó að hæfileikinn sé enginn. Þetta er orðið hálfsjúkt þegar vandaðir, leiknir þættir fá að víkja af dagskránni fyrir lélegum raunveruleikaþáttum. Stuttermabolir með lélegum texta. Það er eitt-hvað hrikalega hallærislegt við að sjá stelpu í stuttermabol sem á stendur „Babe“, „Cutie“, „Beautiful girl on board“ eða eitthvað álíka lummulegt. „I’m with stupid“ og ör sem bendir til hliðar er heldur ekki fyndið lengur! Útvíðar buxur eða „bootcut“ eins og kanarnir kalla þær. Hippa-tímabilið er búið og ykkur er óhætt að leggja útvíðu buxunum og Lennon-gleraugunum í leiðinni. Núna eiga buxurnar annað hvort að vera beinar eða þröngar niður. INNI ÚTI ...fær Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari sem hlaut heiðursverð- laun á Íslensku tónlistarverð- laununum. HRÓSIÐ Lárétt: 1 belgur, 6lim, 7pó, 8óm, 9 ups, 10ess, 12akk, 14mor, 15au, 16es, 17ert, 18ytri. Lóðrétt: 1blót, 2eim, 3lm, 4uppskar, 5 rós, 9usa, 11lost, 13kuti, 14mey, 17ei. Hildur: Er hann birtist eftir Gunnar Þórðarson. Hljómar og Shady Owens fluttu upphaflega. s: 900-2007, sms: 1918 Idol 7 Helgi: Gaggó Vest eftir Gunnar Þórðar- son sem Eiríkur Hauksson flutti upphaf- lega. s: 900-2004, sms: 1918 Idol 4 Davíð: Lítill drengur eftir Magnús Kjart- ansson og Vilhjálmur Vilhjálmsson flutti upphaflega. s: 900-2005, sms: 1918 Idol 5 Brynja: Don’t Try to Fool Me eftir Jó- hann G. Jóhannsson sem flutti það einnig. s: 900-2006, sms: 1918 Idol 6 Ylfa: Ég gef þér allt mitt líf eftir Jóhann Helgason sem Björgvin Halldórsson og Ragnheiður Gísladóttir fluttu upphaf- lega. s: 900-2003, sms:1918 Idol 3 Heiða: Himinn og jörð eftir Gunnar Þórðarson sem Björgvin Halldórsson flutti upphaflega. s: 900-2002 , sms: 1918 Idol 2 Lísa: Reykjavíkurborg eftir Jóhann Helgason. Þú og Ég fluttu lagið upphaf- lega. s: 900-2001, sms: 1918 Idol 1 JÓHANN HELGASON Hann segist búast við því að keppendur eigi auðveldara með lög Keflavíkur í kvöld heldur en Sálarlögin í síðasta þætti. » FA S T U R » PUNKTUR 46-47 (34-35) aftasta 3.2.2005 21:26 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.