Fréttablaðið - 04.02.2005, Page 48

Fréttablaðið - 04.02.2005, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS 3. sýning 18.feb. kl 20.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00 – 6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00 8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00 Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT Ráðþrota gegn sjálfum sér Íslendingar eru um margt sérstakir.Það erum við öll sammála um. Sum- ir segja okkur hafa annað göngulag en aðrar þjóðir, vinna meira en aðrir, byrja fyrr að stunda kynlíf og fleira er talið til. Svo sem fríðar konur og hraustir menn. En þetta er ekki allt. Það er annað sem Íslendingar búa ein- ir að, allavega ef horft er til okkar næstu nágranna. Sem við gerum jú oftast í leit að samanburði. HÆTTA Á SPILLINGU sagði hinn ágæti þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Pétur Blöndal, þegar hann var að verja sérstöðu Íslendinga meðal þjóð- anna um að ekki eru lög um fjárreiður stjórnmálaflokka á Íslandi, eins og er í öllum öðrum alvöru ríkjum. Hann sagði að ef sett verði lög á stjórnmála- flokka á Íslandi væri það ávísun á spillingu. Nefndi hrakfarir Þjóðverja sem hann sagði hafa sett lög um hvernig stjórnmálaflokkar höguðu sín- um fjármálum. Þarlendir stjórnmála- menn fundu víst fljótt leiðir framhjá lögunum og spillingin blómstrar sem aldrei fyrr, sagði Pétur. UPPGJÖF STJÓRNMÁLA- MANNA virðist algjör. Þeir treysta sér ekki að setja lög sem þeir geta ekki farið á svig við. Það getur verið allt í lagi að gefast upp, en ekki í þessu máli. Þingmenn verða að gjöra svo vel og gera betur. Nú segjast þeir hafa gefist upp í eftirlaunaforréttinda- málinu. Segjast ætla að breyta lögum sem færa fyrrverandi ráðherrum sem enn starfa fyrir ríkið á fínustu laun- um, hæstu eftirlaun til viðbótar, sem flestum þykja nóg. Það voru ekki stjórnmálamenn sem bentu á hversu galin lögin um eftirlaunin eru. Það var Fréttablaðið sem sótti upplýsingarnar, en fékk ekki allar, en nóg til þess að ýta við forréttindunum. Blaðið fékk ekki að vita hverjir þiggja launin og hverjir ekki. NÚ STANDA lagasmiðirnir undr- andi og segjast verða að redda málinu. Þeir verða líka að setja lög sem myndi koma í veg fyrir að bílasaga Fram- sóknar endurtaki sig. Flokkurinn fékk bíl á sérkjörum, forstjóri bílaumboðs- ins vill ekki segja hver þau eru, ekki flokkurinn og ekki heldur hvað ein af vonarstjörnum flokksins borgaði loks fyrir bílinn sem er ekki lengur flokks- ins, heldur vonarstjörnurnar. Ráðherr- ar flokksins hafa síðan keypt rándýra bíla af sama umboði. Pétur Blöndal segir að lög um flokkanna kalli á spill- ingu, sem er þá engin fyrir, eða hvað? BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR 48 bak 3.2.2005 19:09 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.