Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. janúar 1975. TÍMINN 3 „Comrades,Let's make a Deal": Ameríku menn í AAoskvu Þeir lenda á Sheremetyevo- flugvelli Moskvu með töskur troð- fullar af auglýsingum, boðsritum og samningsuppköstum, og nú, siðan þeir Gerald Ford og Leonid Bresjnev hittust i Vladivostok, er allt eins og þeir væntu og vildu fá að heyra: Atökin fyrir botni Mið- jarðarhafs mega halda áfram, Bandarikjaforsetar mega fara og koma, þiðan milli Bandarikjanna og Rússlands heldur áfram. Þau hafa eftir áratuga kalt strið og efnahagslega útskúfun Rússlands ákveðið að setjast að samninga- borði um kaup i stórum stil sin I milli. Amerlskir bankastjórar og kaupsýslumenn keppast nú við að notfæra sér hinn nýja Sovétmark- að, austur i Moskvu og ekki eru Rússarnir siður áfjáðir i hin ame- risku viðskipti. Þegar Richard Nixon gróf hinn gamla and- kommúnisma sinn og hóf vinmæl- in við Moskvu 1972, voru stór- gróðafyrirtæki Bandarikjanna fljót að skilja þá möguleika, sem við þá stefnubreytingu opnuðust, og á þeim þremur árum, sem sið- an eru liðin, hafa Sovétviðskipti Bandarikjanna aukizt um hvorki meira né minna en 400%, meö öðrum orðum fjórfaldazt. Hátið- leg undirritun amerisk-rúss- neskra viðskiptasamninga — með tilheyrandi sjónvarpsmyndatök- um og faðmlögum — er nú orðin svo til vikulegur viðburður i við- hafnarsölum utanrikisverzlunar- ráðuneytisins i Moskvu. Og ekki vantar vodkað við slik tækifæri, það flýtur þar i miklu striðari straumum, en mörgum Kananum er ljúft, ekki sizt mæti hann timbraður, enda sagði varafor- seti eins ameriska firmans, sem nýlega varð að láta slika athöfn yfir sig ganga: „Þeim verður ekki skotaskuld úr þvi, Rússun- um, að drekka hvaða Amerlkana, sem er, undir borðið”. Margir ameriskir kaupsýslu- menn telja þau viðskipti, sem nú þegar hefur verið samið um viö Rússa, ekki vera nema litilfjör- lega byrjun þess, sem koma skal. „Sovétrikin”, segir Alfred Went- worth, forseti bankastjórnar Chase Manhattan Bankans i New York, „eru stærsti vanþróaði markaðurinn i heiminum, sem Bandarikjunum stendur til boöa i dag”. Nú þegar hafa seytján bandarisk stórfyrirtæki leigt sér skrifstofupláss i Moskvu, og svo ört fjölgar þeim ameriskum kaupsýslumönnum, sem þangað sækja vestan um haf, að byrjað er að reisa bandariska verzlunar- miðstöð þar, á vegum Banda- rikjastjórnar, á bökkum Moskvu- fljóts, ekki langt frá Kreml. Full- gerð, sem búizt er við að verði ár- ið 1978, á hún að hafa á boðstólum 400 skrifstofur fyrir sölufyrirtæki Amerikana og Vestur-Evrópu- manna, 1200 Ibúðir og herbergi fyrir starfslið þeirra, svo að ekki sé minnzt á samkomusali og önn- ur þægindi, svo sem sölubúðir, helsuræktarstöð og sundlaug. En vandamál hinna amerisku sovétviðskipta eru mörg. Tillaga um að veita Rússum svokallaða beztu-kjarasamninga hefur um alllangt skeið legið fyrir þingi Bandarikjamanna, en ekki feng- ist samþykkt þar. Verði hún sam- þykkt, sem nú þykir liklegt, (hún var samþykkt af Bandarikjaþingi 13. þ.mán.) myndi það verð, sem Bandarikjamenn greiða nú fyrir rússneskt vodka — það er nú flutt inn I skiptum fyrir Pepsi-Cola — Kornfáleg híbýli I skjóli skógar I sveitaþorpi i Ckrainu. lækka um 1 dollar flaskan, úr 8 niður i 7 dollara. En beztu-kjara- samningar við Rússa eru út af fyrir sig ekkert líklegir til þess að örva að nokkru marki innflutning á rússneskum iðnvörum til Bandarikjanna. Ameriskir neyt- endur vita alltof vel, að fáar rúss neskar iðnvörur fá jafnast að gæðum við vestrænar. Það, sem Rússar selja Bandarikjamönn- um, verður þvi fyrirsjáanleg fyrst um sinn annaðhvort orka eða hráefni, nema hvorttveggja sé. En við framleiðslu á orku og hráefnum er við ýmsa tæknilega örðugleika að striða i Sovét- rlkjunum. Af slikum ástæðum hefur Rússum t.d. ekki enn tekizt að notfæra sér nema að litlu leyti hin gifurlegu náttúruauðæfi Siberiu, en nú gera þeir sér vonir um að fá vestræna hjálp til þess. Eitt meðal annars,sem Rússar binda miklar vonir við, er vinnsla i stórum stil á siberisku jarðgasi, sem þeir hyggjast selja bæði Bandarikjunum og Vestur- Evrópu. En sú vinnsla — með til- heyrandi gasleiðslum austan úr Siberiu á Ameriku og Vestur- Evrópumarkað — yrði svo óheyrilega kostnaðarsöm, að jafnvel fjársterkustu fyrirtæki Ameriku treystast ekki til þess að ráðast i hana nema með lang- timalánum frá Washington við svo vægum kjörum, að Banda- rikjaþing virðist hika við að heimila þau. En hvað um það: Hver við- skiptasamningur Kananna við Rússa rekur nú annan austur i Moskvu og þeir eru ekki um neina smámuni. Metið i þeim samning- um hingað til setti Armand Hammer, forseti ameriska oliu- félagsins Occidental Petroleum. Hann er nú kominn á efri ár, er 74 ára, en kynntist Lenin austur i samningum”. Þetta nægir hinum amerisku kaupsýslu- og fjárafla- mönnum fullkomlega, þvi forðast þeir allar pólitiskar bollalegging- ar I umgengni sinni við Rússa. „Ég er kaupsýslumaður og tel stjórnmál mér óviðkomandi”, segir Wenthworth, forseti Chase Manhattan-bánkans, og ,,ef við gerum ekki kaup við þá”, þ.e. Rússana, „gera Japanir og Evrópumenn það, og við sitjum eftir með sárt ennið”, segir Har- old Scott, forseti ameriska verzlunarráðsins. Engu að siður hafa margir ameriskir kaupsýslumenn áhyggjur af ört vaxandi viðskipt- um Bandarikjanna og Rússlands. Þeir óttast, að Bandarikin geti orðið of háð innflutningi ómisandi hráefna frá Sovétrikjunum. En auk þess hefur sú reynsla, sem nú þegar er fengin af viðskiptunum við þau, vakið óþægilegan eftir- þanka i Washington. Hin gifur- legu kornkaup Rússa I Banda- rikjunum haustið 1972 og af- leiöingar þeirra sýndu sem sé, að þeir geta með innkaupum sinum valdið alvarlegri verðhækkun og vöruskorti þar, ef fyrirtækjum einkaframtaksins, sem græða á viðskiptunum við Rússland, er i sjálfsvald sett, hve mikið af birgöum Bandarikjanna er selt þangað. Þvi hvetja nú ýmsir hag- fræöingar til þess, að koma sem fyrstá nauðsynlegri heildarstjórn þessara mála, með þjóðarhag fyrir augum. „Það var ekki ætlun okkar”, segir einn þeirra, „að fóöra drekann til þess að hann gæti síöan gleypt okkur”. Breiðgata I Moskvu með nýjum og vönduðum stórbyggingum. Moskvu á fyrstu árum Sovét- stjórnarinnar og hefur alla tið siðan verið aufúsugestur austur þar, enda oft brugðið sér þangað, siðan 1972 meira að segja fimmtán sinnum! Auk margra annarra viðskiptasamninga við Rússa stóð hann nýlega að stórfelldum vöruskiptasamningi við þá, sem gerður var til 20 ára, um sölu á ameriskri súperfósfor- sýru fyrir rússneskt ammoniak. Þau vöruskipti eiga að nema hvorki meiru né minnu en 20 milljörðum dollara á samninga- timabilinu! Aðra hlið á þessari efnahags- samvinnu Amerikana og Rússa, og engu ómerkari, sýmr Kana áætlunin svokallaða, sem Kanarnir eru nú orðnir aðilar að. Það er risavaxin áætlun um að reisa stærstu vörubilaverksmiðju i heiminum, með vestrænni að- stoð, á bökkum Kamafljóts, ekki langt frá Moskvu. Nú þegar eru Rússar búnir að gera innkaup fyrir 385 milljónir dollara til þessa verks hjá meira en 100 ameriskum stórfyrirtækjum, sem vissulega verða búin að græða drjúgan skilding á aðild sinni, um það bil, er verkinu lýkur. Rússar eru, sem kunnugt er, harðir samningamenn og einkar lagnir að notfæra sér innbyrðis samkeppni hinna amerisku fyrir- tækja. Það tekur oft langan tima að ná samkomulagi. En þegar samningar hafa verið undirritað- ir valda greiðslur ekki neinum vandræðum við þá. Armand Hammer, sem ætti manna bezt að vita það, segir: „Rússland hefur aldrei brugðizt fjárhagslegum skuldbindingum sinum, hvort heldur þeir hafa tekið þær á sig með skeytaskiptum eða I Hið viðlesna ameriska vikurit „Newsweek” flutti nýlega mjög fróðlega og athyglisverða grein um þiðuna i verzlunarviðskiptum Bandarikjanna og Sovétrikjanna oglátlausan straum ameriskra kaupsýslumanna til Moskvu á fund sinna nýju vina þar. Frásögnin, sem hér birtist, er lausleg þýðing greinarinnar i Newsweek.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.