Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 7
Sunnudagur S. janúar 1975. TÍMINN 7 Jónas Guðmundsson: Að loknum jólum KATTARKLÆR ,,í draumi sérhvers manns er fall hans falið" og við styðjum okkur við handriðið á leiðinni niður stigana og dokum ögn við meðan augun venjast myrkrinu i forstofunni, myrkrinu yf ir drúngalegri borginni og myrkrinu f sál okkar og hjarta. Nú eru jólin búin og sálin er svo undarlega tóm— já og það er buddan reyndar lika, en það gerir ekkert til við fáum útborgað eftir fjóra daga og fljótilega mun eitthvað sitra inn í sálina aftur og þér er það Ijóst að í dag ertu meiri maður, en þú varst fyrir jól, þú ert tveim pundum þyngri og þú hefur eignazt von aftur og þig langar í soðinn fisk. Við gengum hratt eftir gang- stéttinni, sem var þurr og hörð. Snjór og klaki var á bæöi borð, en hitaveitustokkurinn niöri i jörðinni hafði brætt mjóan veg i götuna og þar gengum við „mjóa veginn”, eins og ráðlagt er i bibliunni. Biblian er góö bók og þótt heimurinn bryddi upp á nýjungum eins og hitaveitu passar allt. Sá sem reyndir breiða veginn, þræöir ekki götuna, sem hitaveitustokkurinn hefur brætt, hann á það á hættu að fara sér að voða. Guð minn góður hvað ég var svangur. Ég fór að hugsa um mat. Soðinn fisk. Ekki meiri rjúpur fyrir mig. 330 krónur stykkið, fyrir það má fá fisk fyrir þrjár fjölskyldur þrjá fiska fyrir eina rjúpu. 1 raun og veru var ekki séð fyrirendann á þessu með verðlagiö — Hvar ætli þetta endi. sagði konan? Já hvar endar þetta allt. Ég fór að hugsa um hvað allt var i rauninni á niðurleið. Smám saman höfum viö orðiö að láta undan siga. Já ég og hann Oddur. 1 Við- reisninni höföum við hörfað úr buffi niður i hakkað nautakjöt, sem var litað með jaröaberjalit Þetta var samt gott hakk og sat eins og fægð sjávarmöl i maganum neðst, svo kom vinstri stjórnin og þá sukkum við niður i kjötfars og það var hræðilegt og hræðilegur grunur læddist að sálinni: — Hvað er i pokanum? Hvað er i kjötfarsinu? — Nú kjöt auðvitað. Já það var ekki það, sem ég meinti, svaraði hún. Og þá vissi ég allt Þaö- höfðu fundizt kattar- klær i kæfu fyrir austan. Gat það ekki alveg eins verið i kjötfarsi og þá byrjuðum við Oddur að verða mjög alvarlegir á svipinn, þegar það voru kjötbollur og við leituðum sannleikans nú með tungunni af ihygli hins varkára manns. Afram, áfram út i ógnandi daginn og húsin eru full af þjóðsögu og draugum. Fingerð mjöll fellur til jarðarinnar til að minna okkur á fölt andlit fjall- konunnar. Svartur ormur hringar sig yfir vesturbænum. Reyndar er þetta bara svart ský, sem hefur staðnæmzt til að kasta mæðinni á leið sinni yfir blæöandi hafið. Bráðum kemur sólin upp og þá mun það halda áfram ferð sinni og ég fór að hugsa um hátiðina einstæðu: Jólin. Lika þau gerðu hér stuttan stanz og þá verða allir menn eitt, ein þjóð á sama vixli, sem fellur I vetur um fengitimann. Ó guð gefðu mér frið, gef þú mér kjötfars sem kötturinn hefur séð i friði og gefðu mér soðinn fisk. Manneskjurnar sem við mætum eru með þarmalömun eins og við og augun eru harð- soðin og svo undarlega mild. A horninu við dómkirkjuna tók ég gleði mina aftur. Aldrei hafði dómkirkjan þó jafnað sig al- mennilega eftir að hann séra Bjarni og hann dr. Páll voru allir. Jólin fengu þá sérstakan blæ, ein- hver.ja upphafningu, eitthvað ein- stætt sem aldrei kemur aftur. Að visu spilaði ég öll jólin orgel- plötuna hans Páls, en það gerði aðeins illt verra, og það minnti mig á jólin á sjónum, sem ávallt voru full af hræsni og flögruðu eins og vængbrotinn fugl i storm- inum. Nei við höfum i rauninni misst allt og ekkert var eftir nema skelfingin i andlitum okkar. — Hvað á ég að gefa konunni i jólagjöf? — Min fær snjódekk. — Min fær grill — Min fær náttkjól og drauma- ráðningabók. Þetta gáfu skáldin og það var öskufall á sigarettunni hjá þeim, þegar þeir birtu yfirlýsingar sinar á skálanum. I raun og veru voru þeir slæm skáld og við myndum ekki sakna þeirra fyrr en dauöinn leysti þau frá jólunum i eitt skipti fyrir öll. Sólin var enn ekki komin upp. Hún var djúpt sokkin eins og við og dauf i skammdeginu. Ég hugsaði um soðinn fisk tólg og rauðan eyvind. A jólunum hverfur maðurinn til uppruna sins, á vit hins eldforna. Guöirnir Ohm og Volt höfðu að visu sölsað undir sig jólasveininn, en ekki sjálf jólin með rjúpum, hangkjöti og sálmasöng. Meira aö segja stúdentarnir voru tiitölulega nor- mal fyrir jólin og þeir minntu á jólasveina fyrir framan rikiö og bókabúð Sigfúsar Eymundsen. Rauðu fánarnir þeirra blöktu fyrirköldum vindinum og herópið þeirra gekk engu siður út en herópið hjá Hjálpræðishernum, sem þó hefur veriö ennþá lengur aö frelsa heiminn en rússneska byltingin. — Stalin var krati. — Krjúsjeff var krati, — Solzhenitsin er krati sögðu þeir á skálanum og við Oddur hugsuöum um það hvort sami litur væri á fánanum hjá þeim og notaður var á nautakjötið i tið viðreisnarinnar. Þá var mikið um hakk og lauk og þegar ég keypti kjötfarsið hjá honum Silla og honum Valda hugsaöi ég mikið um það — þú veizt.... og það glumdi i stig- vélunum á steindri gangstéttinni þegar ég gekk austur Austur- stræti inn i deyjandi nóttina.. Það voru fáir á ferli i Austur- stræti og sviðið var autt. Strætið var eins og danssalur aö morgni eftir að gestirnir fóru heim til þess að elska eða deyja. Blómiö úr hárinu hennar Elviru lá á freðinni jörðinni og skrautið bærðist þunglega eins og blautt þang yfir höfði okkar og hjarta. Já nú var að koma kreppa og hún myndi leggjast með ljúfsárum kviða yfir hjörtun. Ekki svona smakreppa sem aðeins felst i for siöum stjórnarblaðanna og stjórnarandstöðublaðanna, heldur raunverulega kreppa með bundnum togurum og ryðguðum sildarfabrikkum. Já allt var i Framhald á bls. 27

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.