Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 21
Sunnudagur 5. janúar 1975.
TÍMINN
21
FÚGUMYND (1940), svonefnt Fúgutfmabilið, er áhugavert i listferli
Svavars. Eigandi iistasafn íslands. (Stærö 130 x 81)
ir til þess að kaupa þessa list fyrst
framanaf.
Það kom hérna maður um dag-
inn, sem hafði i fórum sinum
myndir eftir mig frá þessum ár-
um, myndir sem danskur maður
hafði keypt. Hann fékk þær að
mig minnir á hundrað krónur
stykkið, en nú voru þær bopnar á
200.000 krónur á Islandi. Þetta
voru fremur litlar myndir og voru
svona byrjendaverk. Þessar
myndir voru úr einhverju dánar-
búi, eða fyrri eigandi myndanna
var dauður og svo komu þær fram
hér þær tilheyra Expression-
ismanum.
Heim eftir strið.
Sýning í
Listamannaskálanum
— Nú kemur þú heim eftir strið
og sýnir, hvernig tóku menn ab-
straktinu?
— Já, ég kom heim eftir strið og
sýndi i Listamannaskálanum,
þessum rétt við alþingishúsið.
Kom með þessar myndir og i raun
og veru minnti það svolitið á
horfna tið, þegar ég rúllaði sam-
an léreftin og stakk undir hendina
til að sýna þau i Charlottenborg
til aö komast á skóla, — en nú var
Sýningin 1942:
...þarna gat
maður séð
spillinguna
tegundahreina
ég að ganga til prófs hjá minni
eigin þjóð.
Heimslistin var þá i eins konar
terpentinukrús, eins og við á
Hornafirði keyptum frá Reeves i
London, það helltist ekkert niður
á hverju sem gekk með litaspjöld
hjá einhverjum mönnum.
— Slóstu þá,i gegn?
Það stendur eiginlega einhverj-
um öðrum nær að skera úr um
það. Eitthvað bifaðist þó þetta
þunga hjól. Ég held að mörgum
sem voru mikið á móti mönnum
eins og Gunnlaugi Scheving og
fleiri, sem voru með nýjungar, og
þóttu ósvifnir gagnvart listinni, —
hafi þegar þeir sáu þessa sýningu
fundizt, að þarna gæti maður þó
séð spillinguna alveg tegundar-
hreina.
Mig minnir að Jónas frá Hriflu
hafi sagt eitthvað i þá áttina i ein-
tSABROT eftir Svavar Guönason. Myndin er I Listasafni tslands.
hverju blaði. Það fór hrollur um
þessa menn, sem fram til þessa
höfðu aðeins orðið að berjast við
einhverja hálfdrauga.
— Ýmsir sem komu á sýning-
una fleygðu skránni i þann, sem
gætti hennar. Konan min hún
Ásta var við vörzlu á sýningunni
og það voru menn, sem fleygðu i
hana sýningarskránni, þegar þeir
strunsuðu út aftur. Sumir komu
inn og snéru við straz, fullir vand-
lætingar.
Erlendur í Unuhúsi
skirði myndirnar
— Einhverjir hafa þó tekiö
þessu vel?
• — Já, já. Ragnar i Smára.
Hann var opinn fyrir þessu og
ýmsir fleiri, menntamenn og aðr-
ir, sem ekki voru með sálina i tvö-
földum ramböldum. Erlendur i
Unuhúsi lika. Hann skýrði mynd-
irnar og hjálpaði mér að hengja
þær á veggina og Ragnar aðstoð-
aði við þetta lika. Var boðinn og
búinn til þess að hjálpa til.
— Keyptu menn þessar mynd-
ir?
■ — Já ,' einn og einn. Auður, kona
Halldórs Laxness, keypti af mér
vatnslitamynd. Lika Ragnar, og
Nikulás á skattstofunni keypti, þá
eða skömmu siðar. Já, Ragnar
keypti liklega fyrsta oliumál-
verkið eftir mig. Annars seldi ég
litið, en það var feiknarleg aðsókn
að sýningunni.
Skokkandi milli Reykja-
vikur og Kaupmanna-
hafnar
— Nú kemur það fram hér aö
framan, aö þaö er næstum
yfirskilvitlegt hvernig þér tekst
aö draga fram lifið, án þess að
ánetjast einhverri rómantik eöa
lyrikk I staö þess aö vera
tegundahreinn I myndinni.
Hvernig gekk þér aö kijúfa þetta,
aö flytjast heim meö þennan
vonda farangur, abstraktmál-
málverkin?
— Illa. Ég fékk ekki einu sinni
húsnæði. Það var húsnæðisskort-
ur I borginni og kannski hefur
mönnum lika þótt það bezt að
hrista af sér þessa óværu i eitt
skipti fyrir öll. Næstu árin var ég
þvi skokkandi milli Kaupmanna-
hafnar og Reykjavikur. Ég hafði
húsnæði i Höfn sem ég sleppti
ekki, og I raun og veru þá gekk
mér betur i Kaupmannahöfn en i
Reykjavik, þar sem ég þótti ekki
eins hrollvekjandi málari. Danir
voru komnir dálitið lengra þá.
Svona gekk þetta árum saman,
og segja má að ég hafi raunveru-
lega ekki komið heim fyrr en 1952.
Ég sýndi samt tvisvar eða þrisvar
á íslandi, meðal annars myndir,
sem ég hafði unnið hérna heima.
Pina septembermanna
uppspuni? — Nú hefur
blaðinu verið snúið við.
Hvenær telur þú að
þér verði fyrst vært
i landinu
með þessar myndir?
Ég get nú i raun og veru ekki
timasett það. Ég fylgist eiginlega
ekki með þessu þannig lagað.
Aöalatriðið var fyrir manni á
þessum árum, að hafa aðstöðu til
þess að vinna. Halda áfram að
vinna. Að geta haldið þvf striki i
kúnstinni, sem maður trúir á.
Sigla þann kompáskúrs, sem
maður trúir á. Frjárhagslega eru
þessi mál hins vegar ekki leyst
fyrr en nokkuð seint. Ég hlæ nú
alltaf þegar ég sé þessa stráka,
þessa „septembermenn”. Þeir
hafa árum saman, i tugi ára,
alltaf verið að taía um þessa
feiknarlegu pinu, sem þeir lifðu i.
Mér finnst þetta i rauninni hlægi-
legt, þvi að þetta er fjöldi manna,
sem snúa bökum saman um
ákveðinn hlut, gagnvart umhverfi
sinu. Ég er viss um að þegar þeir
seinna fóru að sýna undir ein-
hverju „septembernafni” að það
hefur ekki verið sú hund
un sem þeir tala um eða að raun
veruleg andúð hafi mætt þeim
eins og þeir vilja halda fram.
Það er dálitið rikt i sumu fólki
að gera litið úr vissum stað-
reyndum timatalsins, þegar verið
er að minnast viðburða. Sér i lagi
um þróun i listum.
— Nú ég er á skokki milli land-
anna, húsnæðislaus. Helzt var
það að ég fékk inni i einhverjum
súmarbústöðum upp á Mosfells-
heiði, eða i einhverjum öðrum
kofum langt frá mönnum.
Þátttakandi i heims-
frægum sýningum
1 Þú veröur þvi sameiginlegur
máiari fyrir Danmörku og Isiand
— Ekki er nú rétt að orða þetta
svo. Það var ávallt lögð á það rik
áherzla að ég væri íslendingur.
Eigi að siður kom ég fram með
dönskum abstraktmálurum, og
var I ákveðnu samfélagi þar, sem
kom á breytingum I viðhorfum
Dana til nútimalistar. Þetta varð
nú til löngu áður. Ég var farinn að
mála svona svipað og ég geri,
þegar árið 1936 og byrjaður að
sýna með sérstökum mönnum.
Það var sama sagan i Danmörku.
Fólk áleit fyrst að maður væri
stórlegur spaugari og svindlari,
að bera fram svona nokkuð á list-
sýningum i landi, þar sem hlut-
irnir voru i föstu formi.
Það átti bara ekki nógu gróf orð
yfir þetta, þrátt fyrir frjálslyndi á
mörgum sviðum. Danir voru lika
vanari málverki, áttu renesans
og impressionisma. En þetta var
þeim of stór biti, svona til að
byrja með.
Þessir félagar minir, og ég þá
sjálfur lika, fengum áskoranir
um að halda sýningar hér og þar
viða um heim. T.d. sýndi ég með
dönskum málurum á ítaliu og i
Bandarikjunum og viðar.
Höstudstillingen —
Cobra
Þetta hófst með hneykslanlegri
sýningu Corner — og
Höstudstillingen i Kaupmanna-
höfn 1 október 1936, en þó má
rekja feril hennar til ársins 1932
undir ýmsum nöfnum.
— Þarna voru fræg nöfn?
— Þetta voru 18 menn, sem
voru meðlimir þessara samtaka,
eða Haustsýninganna eins og þær
voru oftast nefndar. Sumir náðu
heimsfrægð eins og Asger Jorn,
sem reyndar hét hinu alþýðlega
nafni Asger Jörgensen i þá daga.
Ejler Bille, sem var eiginlega
myndhöggvari fyrst og fremst og
mælskusnillingur og svo sýndu
þarna oft gestir. Uppsuða úr
þessum haustsýningum er
grúppa, sem gengur undir þvi
alþjóðlega nafni Cobra.
— En Grönningen. Þú er féiagi
þar?
— Grönningen er listfélag
menntamanna og alls konar
furðumanna sem bundizt hafa
samtökum um að sýna nýja list,
einu sinni á ári. Þeir velja lista-
menn i lokaða grúppu sem verða
fastir félagar. Aðrir félagsmenn
eru styrktarmeðlimir, sem greiða
árgjald og fá svo boðsmiða á
sýningar hópsins. Ég kom þarna
árið áður en Jón Stefánsson dó. ,
en sýndi samt ekki með fyrsta ár-
ið, þar eð ég var um þær mundir
með stóra einkasýningu i Kaup-
mannahöfn. Siðan hefi ég oft sýnt
með þeim og tekið þátt i starfinu,
en þó ekki á hverju ári, þvi maður
trénastupp á þessu, sem auðvitað
er þó út i hött, þvi aö sýningum
fylgir ýmislegt stúss, sem veitir
manni næringu. Menn storma
þangað með það skázta sem þeir
hafa látið sér detta i hug og
Grönningen reynir að hafa upp á
þvi eftirtektarverðasta.
Ég kom þarna 1962 og sýndi
fyrst árið 1963.
Eins og sagt var hér áðan var
Jón heitinn Stefánson félagi i
Grönningen. Við lát hans minnt-
ust þeir hans i timariti sinu,
Grönningen og fóru lofsamlegum
vitnisburði um verk hans.
Minntu á að hann hefði verið
nemandi Matisse á sinum tima og
maður getur gefið þvi gaum, að
merkilegt verður að teljast, að
þessi frægi málari Matisse skuli
með þessum hætti koma við is-
lenzka listasögu.
Að leika fátækling
— En nú eru 40 ár siðan þú
byrjar að sýna raunverulega út-
færð abstraktmálverk. Er þetta
ekki orðið gamaldags núna. Hvað
um poppið?
— Popplistin á fremur örðugt
Sósíalhöfundar
og popparar:
Leika fótæklinga
og skæruliða —
í list, sem ætluð
er undirokuðum
þjóðum þarf ekki
að sviðsetja
fótæktina
uppdráttar á Islandi, vegna þess
að hér eru ekki nauðsynlegar að-
stæður — sem betur fer liggur
mér við að segja. — A tslandi
hafa menn allt til alls. Hvergi er
betra að búa i raun og veru.
Socialrithöfundar og popplista-
menn reyna svo að leika fátækl-
inga og skæruliða og framleiða
þjáningu i andlit sitt og hjarta.
Mér finnst þetta i rauninni
hlægilegt, enda sér hver heilvita
maður hvernig þessum blessuð-
um vesalingum vegnar. Þeir
koma með einhver stórpólitisk
slagorð fyrir kosningar, slagorð
sem henta i miðaldarikjum og
enginn botnar upp né niður i
þessu. Sárafárir fylgja þessu
fólki. Þetta hefur ekkert með list-
ina að gera, sem betur fer. Hið
pólitiska drama, sem er jarðveg-
urinn fyrir socialrómantikina er
ekki fyrir hendi. En kannski ættu
þeir heldur að reyna við Afriku, ef
þeir vilja endilega frelsa ein-
hverja. Þetta er sá beizki sann-
leikur. Virkileiki þjóðfélagsins
gefur ekki rétta svörun við list,
sem ætluð er undirokuðum ólæs-
um þjóðum, þar sem ekki þarf að
sviðsetja fátæktina.
Svo lengi sem við erum sú þjóð
Iheiminum, sem getur leikið sér
að vild sinni, þá er ekki von að
unnt sé að styðja einhverja hugs-
jónaþánka, einhverja pólitiska
kenningu eins og „socialroman”
höfundar og málarar bjóða upp á
nú á dögum.
— Svo að lokum. Málarðu litið
núna?
— Ég veit það ekki. Liklega
fremur litið þessa stundina.
Ég er „maniskur” var það og
er, — og svo koma þokudalir á
milli. Þetta gengur i öldum.
Umhugsunin um málverkið er þá
ávallt jafn áleitin, jafnvel þjak-
andi og maður hugsar mikið. Það
hefur aldrei verið skilgreint
hvenær raunveruleg listsköpun
fer fram. Ef til vill er sjálf vinnan
I málverkinu minnsti þáttur þess
sambærileg t.d. vélritun á leik-
riti. Meginn timinn fer i að þroska
ákveðnar hugmyndir, og breyta
þeim svo i málverk. Þegar menn
missa þessa hugsun hætta þeir að
mála og oft mála þeir menn mest,
sem fæst málverk liggja eftir,
segir Svavar Guðnason.
Jónas Guðmundsson.
VETURINN ER KOAAINN
S&/WVBK
eymarnír
eitt þekktasta merki
Norðurlanda - fást hjá
okkur i miklu úrvali
Einnig:
Rafgeymasambönd, kaplar, skór og
kemiskt hreinsað rafgeymavatn
■
ARAAULA 7 - SIAAI 84450