Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 5. janúar 1975. TÍMINN 27 AAark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla eftir öllu, og nú sá hann, að gamla græna ginnutreyjan var horfin af sinum stað, enda þótt hún hefði hangið þar, þegar við fórum út, að þvi er hann sagði. Þetta þótti okkur mjög einkennilegt, og eiðan fórum við app að hátta. Við heyrðum, hvernig Benný var á stjái i herbergi sinu sem lá við hliðina á okkar herbergi. Við gátum okkur þess til, að hún væri áhyggju- full út af föður sinum og gæti þess vegna ekki sofið. Okkur varð reyndar ekki svefn- samt heldur. Við sát- um þess vegna uppi góða stund og reykt- um og skröfuðum saman i hálfum hljóð- um og vorum næsta daufir i dálkinn og leiðir. Við töluðum um morðið og afturgöng- una aftur og aftur, og við gerðum hvorn annan skelkaðan og myrkfælinn, svo að nú var alveg loku fyrir það skotið, að við gæt- um sofnað. Timinn leið, og loks var komið langt fram á nótt, og allt svo hátiðlegt og öll hljóð voru undarleg eins og þau -eru oft eftir miðnættið. Þá kleip Tumi allt i einu i handlegginn á mér og hvislaði til min, að ég skyldi lita út. Það gerði ég auðvitað, og þá sáum við mann vera að laumast um i aldingarðinum, eins Álfabrenna í Kópavogi Tómstundaráð Kópavogskaup- staðar hefur haft forgöngu um að halda að þessu sinni álfabrennu i Kópavogi, sunnudaginn 5. jan. og er það nýlunda i bæjarlifinu. Tómstundaráð hefur fengið i lið með sér ýmis iþrótta- og æsku- lýðsfélög, sem leggja munu fram krafta sina til að gera atburð þennan sem eftirminnilegastan. Dagskráin hefst kl. 17.00, klukkan fimm með skrúðgöngu frá Vallargerðisvelli. Hestamenn úr hestamanna- félaginu Gusti munu fara fyrir göngunni og verður gengið niður á Smárahvammsvöll við Fifu- hvammsveg, þar sem álfabrenn- an fer fram. Auk brennunnar sjálfrar verður sitthvað til skemmtunar. Hornaflokkur Kópavogs leikur álfalög. Félagar úr þjóðdansafélagi Reykjavikur skemmta. Hinir óviðjafnanlegu Halli og Laddi koma fram. Jóla- sveinarnir Askasleikir og Stekkjastaur verða þarna á ferð- inni og félagar úr Gerplu annast álfadans og álfaleiki. Mönnum er i fersku minni stór- kostleg flugeldasýning á þjóð- hátiðinni i sumar i Kópavogi i umsjá hjálparsveitar skáta. Sömu aðilar munu standa fyrir flugeldasýningu. Almennur söngur verður undir stjórn Egils Bjarnasonar, sem jarnframt verður kynnir. Þeir, sem að þessari álfa- brennu standa, vænta þess, að þessi þáttur i bæjarlifinu veki áhuga ungra og gamalla og verði árviss liður i framtiðinni. hefur þó meira verið gert á þessu eina sumri heldur en .áður á fimmtán til tuttugu árum. Viðhorf fólks i þessum byggðar- lögum hafa gerbreytzt. Það veit, hvaða fyrirgreiðslu það fær— sem sagt áttatiu af hundraði kostnaðar, ýmist sem lán eða ó- afturkræft framlag, og það er sama hlutfallstala og tryggja á til hinna margumtöluðu þúsund leiguibúða sveitarfélaga úti á landi. Reynslan af Inndjúps- áætluninni er að sjálfsögðu mjög mikilvæg, þegar að þvi kemur að hrinda svipuðum áæltunum af stað annars staðar. Hólsfjöll og Efra-Fjall Þingsályktunartillaga var einnig samþykkt i fyrra um byggðaáætlun á Hólsfjöllum og Efra-Fjalli. Þar eru aðeins sjö bændur á fimm býlum. Þetta svæði gegnir mjög mikilvægu hlutverki sem varðstöð á löngum, erfiðum og fjölförnum fjallvegi, sem getur lokazt vegna snjóa á hvaða tima árs sem er, og má þvi jafnvel likja byggðinni þarna við hin frægu munkaklaustur i fjalla- skörðum Mið-Evrópu. Allri gagnasöfnun vegna byggðarinnar á Hólsfjöllum og Efra-Fjalli er þegar lokið, og verður gengið frá áætlun, sem á þessum gögnum byggist, á næstu vikum. A fundi sem haldinn var á Kópaskeri i haust, var þessi áætlun rædd. Mun æskileg byggð á Hólsfjöllum talin sex til átta heimili, auk þriggja heimila á Efra-Fjalli, og er gert ráð fyrir, að fjölgun býla verði I landi Grimsstaða og Grundarhóls. Eitt vandamálanna á þessu svæði, er hvernig þessu byggðarlagi verði séð fyrir rafmagni, fyrst til bráðabirgða og siðan til frambúð- ar, og hefur verið rætt um, að býl- in á Hólsfjöllum yrðu tengd héraðsrafveitum á áætlunar- timanum, sem verður fimm ár, og þá væntanlega i Reykjahlið. N-Þingeyjarsýsla og Langanesströnd Gagnasöfnun vegna land- búnaðaráætlunar i Norður-Þing- eyjarsyslu og Skeggjastaða- hreppi i Norður-Múlasýslu er að mestu lokið og áætlunin sjálf á undirbúningsstigi. A Kópaskers- fundinum var vakin athygli á þvi, að vandamál Skeggjastaða hrepps væru engu minni en Hóls- fjalla, og yrði skjótt að bregðast við, byggðarlaginu til bjargar. Skeggjastaðahreppur — öðru nafni Langanesströnd — er að mestu á þjónustusvæði Þórshafn- ar og þess vegna væri eðlilegt að þessi sveit yrði felld inn i Norður- Þingeyjarsýsluáætlunina. Gagnasöfnun þar mun þó skemmra á veg komin en i Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Norður-Strandir I fyrra var hafin undirbúningur sams konar áætlunar vegna þriggja nyrztu hreppa Stranda- sýslu, Arneshrepps, Kaldrana- neshrepps og Hrófbergshrepps. Bændur eru þar á milli fimmtiu og sextiu. Þetta svæði hefur þá sérstöðu, að það liggur vel viö rækjumiðum á Húnaflóa, það hef- ur skilað miklum gjaldeyri vegna hrognkelsaveiða, sem þó hafa viða verið stundaðar af fólki, er ekki hefur fasta búsetu i þessum Góður órangur sveitum, og þar er reki og ýmis önnur hlunnindi, sem ekki nýtast nema að nokkru, ef byggðin fer i eyði. Inndjúpsáætlunin hefur orðið til þess að glæða vonir manna á þessum slóðum og auka þeim áræði, og i Árneshreppi, sem er nyrztur þessara byggðarlaga, hefur búseta verið furðutraust hin seinustu ár. Á hinn bóginn finnst bændum þar eðlilega, að þeim beri sams konar fyrirgreiðsla i erfiðri aðstöðu og grannar þeirra i Inndjúpi hafa hlotið, enda reiðu- búnir til þess að axla þær byrðar, sem af þeim verður krafizt, ef þeir fá hana. Meðal annars munu bændur I Trékyllisvik og þar um slóðir vera þess mjög fýsandi, að Hvalá, sem er mikið vatnsfall, er steypist af hárri fjallsbrún niður i Ófeigsfjörð, verði virkjuð. Vestfiröir Búnaðarsamband Vestfjarða hefur farið þess á leit, að gerð verði búnaðaráætlun fyrir Vest- firði alla. Þar munu bændur vera um 260. Þetta mál er þó komið skammt á veg, og er aðeins búið að afla gagna i Austur-Barða- strandarsýslu. Tilmæli Vatnsnesinga Loks var lögð fram á fundi á Hvammstanga i haust samþykkt hreppsnefnda á Vatnsnesi, i Þverárhreppi og Kirkjuhvamms- hreppi, þar sem þess var farið á leit að bændum þar yrði veitt fyrírgreiðsla. Var ákveðið að hefja undirbúning að gerð búnaðaráætlunar fyrir Vatnsnes- ið. Enn hefur ekki reynt á, hvaða viðtökur þessi hugmynd fær hjá þeim stofnunum, sem um málið eiga að f jalla, og er það enn á undirbúningsstigi hjá Land- námi rikisins. Byggðafundir á Laugar- bakka og Hofsósi Eins og kunnugt er hafa verið samin frumdrög að almennum inngangi landshlutaáætlunar fyrir Norðurland allt og Strandir. Forráðamenn sumra staða hafa talið byggðarlög sin afskipt við undirbúning og gagnasöfnun vegna þessarar allsherjaráætlun- ar. Segir svo i fréttabréfi frá Fjórðungssambandi Norðlend- inga, að þess vegna hafi verið efnt til viðræðufunda i haust á Laugarbakka i Miðfirði og Hofs- ósi. Hefur hreppsnefnd Ytri- Torfustaðahrepps uppi ráðagerð- ir um eflingu þéttbýliskjarna á Laugarbakka og meðal forráða- manna á Hofsósi komu fram hug- myndir að hafnargerð og hlut- verk Hofsóss, þar sem atvinnulif var bókstaflega i rúst fram á sið- ustu ár, sem útgerðarbæjar og fiskvinnslustaðar. Aðfaranótt laugardags var gerð tilraun til þess að brjótast inn i Klausturhóla við Lækjargötu. Mjög fullkomið þjófavarnarkerfi hefur þar verið sett upp og virk- aði eins og til var ætlazt, þannig að það hringdi hjá fleiri en einum aðila úti i bæ. Fór lög- regian strax á vettvang, og hafði innbrotsþjófum ekki unnizt timi til þess að komast inn i verzlunina, og var á hlaupum i burtu, en vagfarandi gat bent á hvar hann fór er lögreglan kom. riniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTi swí o (1111 35fl. l'N Framsóknarfélag Kjósarsýslu og AAosfellssveitar cuni ui sKemmuKvoiQS í megaroi, nmmiuaagmn ib. jan. ki. 20.30. Ólafur Jóhannesson flytur ávarp. Guðmundur Jónsson óperusöngvari syngur. Karl Einarsson fer með gamanmál, að lokum verður spiluð. framsóknarvist. Guðmundur G. Þórarinsson stjórnar, mjög glæsileg verðlaun. VStjórnim___________________”_____~________________________ r FUF Reykjavík Aðalfundur FUF i Reykjavik verður haldinn 30. janúar næst- komandi. Tillögur um fulltrúa i fulltrúaráð skulu berast stjórn- inni fyrir 15. þessa mánaðar, að Rauðárstig 18, Reykjavik ^ ___________________________Stjórnin ^ Kona gengur fram fyrir skjöldu BÆJARYFIRVÖDLIN eru ekki búin að bita úr nálinni með stöðu- mælana i gamla austurbænum. Mikil kurr er i fólki, sem heima á við Grettisgötu, er hvergi getur haft bila sina, nema við stöðu- mæla, sem þeir eru þreyttir á að mata, og ekki bætir úr skák, að tilkynningar um sektir fylgja i kjölfarið. Timanum hefur borizt skjal frá konu einni við Grettisgötu, Guð- laugu Sveinbjarnardóttur, sem hefur neitað að sinna sektarkröf- um, og ber fyrir sig mörg atriði. Er það raunar langt bréf til lög- reglustjórans i Reykjavik. Meðal annars segir hún, að stöðumælavörðurinn sé starfs- maður Reykjavikurborgar, en festi á bila tilkynningar frá lög- reglunni sem sé rikislögregla og segir hún, að sér séu ekki kunnir neinir samningar eða lög, er heimili starfsmanni sveitarfélags að koma þannig fram i nafni lög- reglunnar. Þá sé ákvæði i reglum frá 1966 þess efnis, að gjald i stöðumæla sé leigugjald, og beri að greiða aukaleigugjald, fimm- tiu krónur, standi bifreið við mæli fram yfir tilsettan tima. Gjöld þessi renni i stöðumælasjóð, sem er eign Reykjavikurborgar, en á kröfuplöggum sé lögreglan i Reykjavik tilgreind sem inn- heimtuaðili, og þar að auki hljóði krafan upp á hundrað krónur. Segir hún sér ókunna nokkra aug- lýsingu borgaryfirvalda um breytingu á þessu gjaldi, enda i gildi bann við hækkunum af sliku tagi, nema að fengnu leyfi verð- lagsyfirvalda Loks telur Guðlaug, að upp- setning stöðumæla við Grettis- götu hafi verið óheimil, og vitnar þar til itaks og hefðar um rétt til gjaldfrjáls stæðis fyrir bifreiðar, auk þess sem tilkoma mælanna valdi með aukinni bilaumferð röskun á stöðu og högum ibúa við Grettisgötu. Gerist lögreglu- stjóri þess vegna, á ábyrgð rikis- sjóðs, úrskurðaraðili i flóknu máli, án þess að sá, sem brotleg- ur er talinn, hafi haft tækifæri til þess að kynna rök sin i málinu. O Kattarklær rauninni að stöðvast. Eins og við leituðurn upphafsins á jólunum, var veröldin nú að finna sitt upphaf. Kúvæt búið að kaupa Mercedes — Benz og írarnir og kaupa Pan Am og á íslandi berja nemendurnir kennara sina fyrir smæstu yfirsjónir og hann Jónas Hallgrimsson er dauður úr syfilis. Hvað er að? — Sýslumaðurinn veit það ekki, guð veit það ekki og ég veit það varla, sagði séra Brynjólfur á Ólafsvöllum, þegar hann var spurður um það hve englarnir væru margir. Og nú var að koma nýtt ár. — Verða rjúpur? — Verður soðinn fiskur? — Verða kattarklær þá i kæfum og farsi? Ó guð komdu með sólina aftur, með buffin, með jarðaberjalitu hökkin, með alla vixlana, með hann pál og hann séra Bjarna svo við getum haldið áfram að elska þessa jörð. Jónas Guðmundsson Einangrun — Frysti* og kæliklefar Takum að okkur að einangra frysti- og kæliklefa. Skiptum uro einangrun I eldri klefum. Notum eingöngu sprautaða poiyurethane einangrun. Tökum aö okkur hvers konar húsnæði. EINANGRUNARTÆKNI H.F. Pósthólf 9154 — Reykjavfk — Simi 7-21-63 á kvöldin. Laus störf Laus eru til umsóknar störf tveggja rann- sóknarlögreglumanna. Upplýsingar um störfin og umsóknar- eyðublöð fást á skrifstofu dómsins, Borgartúni 7. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 1975. Sakadómur Reykjavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.