Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 5. janúar 1975. TÍMINN 11 Academy og Phiiadelphia College of the Bible. Siöan lauk hann guö- fræöinámi sinu I Wheaton College i Illinois, og var vigður til prests hjá Independent Presbyterian Church árið 1953. Tveimur árum siðar tók hann við stjórn Kristi- legs æskulýsðsambands i Indianapolis, og þegar hann var 28 ára gamall var hann gerður að varaforseta kvikmyndafyrir- tækisins Gospel Films of Muske- gon I Michigan og tók siðan við yfirstjórn þess fyrirtækis. Zeoli hefur tekizt að gera þetta að einu stærsta bibliukvikmyndafyrir- tæki i heimi, en kunningjar hans lýsa honum sem duglegum og áræðnum i viðskiptum. Arið 1972 gerði hann myndina So Long, Joey, sem er heimildarmynd um lif poppsöngvara, sem snerist frá drykkjuskap og eiturlyfjum til kristindómsins. Faðir Zeolis sjálfs, Anthony, er trúmaður, sem sjálfur var áður fyrr heroin-neytandi og eyddi sex árum æsku sinnar i betrunarhús- um og fangelsum, m.a. fyrir að háfa brotizt inn og verið vopnaður. Anthony Zeoli segir, að hann hafi komizt á réttan kjöl i lifinu þegar hann var 22 ára gam- all, eftir að hann fór að lesa i Bibliu, sem einhver hafði skilið eftir i fangaklefanum. Hann og sonur hans Billy eru mjög nánir vinir. Billy Zeoli er að þvi leyti ólikur þeirri hugmynd, sem fólk al- mennt gerir sér af prestum, að hann er mjög hressilegur i fram- göngu og klæðir sig i samræmi við tizku dagsins i dag. Þar við bætist svo, að hann er náinn vinur margra iþróttamanna. Þegar fólk spyr Billy um klæðaburð hans, en hann gengur m.a. oft á tiðum i hvitri sportskyrtu, bindislaus, segir hann: ,,Ég er sendiboði Guðs, og mig langar til þess að klæða mig sem bezt fyrir hann.” Russel Kniff, kaupsýslumaður i Grand Rapids, sem er i stjórn Gospel Films segir: „Billy hegð- ar sér og klæðir sig á þann hátt, sem margt ihaldssamt kristið fólk telur, að ekki eigi að gera. En Guð litur á fólkið hið innra, og sé litið á Billy á þann hátt hefur hann næstum allt til að bera sem kristinn maður”. Bobby Richard- son, sem var i New York Yankee- liðinu segir ennfremur: „Þegar þú sérð Billy i fyrsta skipti, furð- arðu þig á þvi, eftir hverju hann er að sækjast, en svo kemstu að raun um, að hann er einstök manneskja, stórkostlegur fé- lagi.” Don Cockoft, sem er i Cleveland Brown-iþróttaliðinu, og hefur átt i nokkrum erfiðleikum i iþrótta- grein sinni, segir að Zeoli hafi eytt töluverðum tima með hon- um, og hjálpað honum i iþróttinni og það svo mjög, að honum tókst að vinna verðlaun, sem kallast Golden Toe, eða gulltáin. Einnig hefur Zeoli tekizt að hjálpa til við að bæta liferni eins af liðsmönn- um Dallas Cowboy, sem var að þvi kominn að lenda i hjónaskiln- aði. Eftir að þessi iþróttamaður, og kona hans, höfðu rætt nokkuð við Zeoli, féll allt i ljúfa löð með þeim, og nú er þetta hið trúaðasta fólk og tekur mikinn þátt i trúar- lifi safnaðar sins i Dallas. Góður sölumaður Bannkastjóri Old Kent Bank of Grand Rapids John Canepa gaf Billy Zeoli góða einkunn sem kaupsýslumanni. Billy er harðskeyttur viðsemjari. Hann er einn þeirra, sem þekkir allar staðreyndir i hverju máli, og er alltaf vel undir samningaviðræð- ur búinn. Hann stjórnar Gospel Films af mikilli hörku, og fjár- málavit hans kemur gleggst fram i hinni góðu fjárhagslegu afkomu fyrirtækisins. Hann er alltaf að selja framleiðsluvörur Gospel Films, eins og góðum sölumanni sæmir. Hann er mjög góður kaup- sýslumaður, hvernig svo sem á hann er litið. Marilyn, kona Billys er stór- kostlega aðlaðandi, nákvæm með útlit sitt og klæðaburð. Þau hjón eiga þrjú börn, Steven, 14 ára, Patty 11 ára, og David, niu ára. Vinir þeirra kalla Billy „sérstak- an fjölskylduföður, sem á hverj- um degi eyðireinni klukkustund á heimili sinu i Grand Rapids með börnum sinum — venjulega les hann þá fyrir þau kafla úr sögu Bandarikjanna, eða ræðir við þau um eitthvert atriði úr Bibliunni. Zeoli svarar ekki i simann, á meðan hann er með börnum sin- um, og áður en hann skilur við þau biður hann ævinlega bæn. „Fjölskylda min er það allra mikilvægasta i lifi minu,” segir hann. Náið samband 1 ágúst 1973, hittust þeir Ford og Zeoli við morgunverð og til þess að ræða Bibliuna, en þessi fundur þeirra átti sér stað i Pant- lind hótelinu i Grand Rapids. Eft- ir þennan fund þeirra bauð Ford, sem þá var leiðtogi stjórnarand- stöðunnar i Fulltrúadeildinni, Billy að hafa bænastund i deild- inni. Dagurinn, sem fyrir valinu varð fyrirþessa bænasund var 11. október, en svo fór, að þetta var daginn eftir að Spiro Agnew sagði af sér embætti varaforseta, og daginn áður en Nixon valdi Ford til þess að taka að sér embætti Agnews. Eftir að Zeoli haföi flutt bæn sina, ávarpaði Ford fulltrúa- deildina og sagði: „Það er stór- ko.stlegt að fá tækifæri til þess að hafa vin minn hér, séra Billy Zeoli, til þess að biðja með okkur bæn. Hann er trúr borgari, góöur faðir, sem á dásamlega fjöl- skyldu, og trúarleiðtogi, sem hef- ur geypileg völd.” Eftir að Ford varð varaforseti höfðu hann og Zeoli með sér hálf- tima bænastundir með viku milli- bili i skrifstofu Fords i Washing- ton. Zeoli átti fyrsta fundinn með Ford, sem forseta 28. ágúst, dag- inn sem hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund. Þrem vikum siðar dvaldist Zeoli með konu sinni hjá forsetafjölskyldunni, og gaf hann þá forsetanum marmarafil, sem hann kom þeg- ar fyrir á skrifstofu sinni. Zeoli eyðir niu vikum á ári i að predika á æskulýðsmótum oft átíð- um i smábæjum. Hann er þekktur fyrir það, hversu óþvingaður hann er i framkomu, og hann not- færir sér oft á tiðum hina allra minnstu smámuni, sem koma fyrir meðal áheyrendanna, til dæmis ef einhver hnerrar, eða einhver er klæddur óvenju skær- lituðum jakka og leggur slðan út af þessu i upphafi, fremur en að hefja ræðu sina með einhverjum velundirbúnum ræðustúfi. Hann leggur sig allan fram um að láta áheyrendurna finna til velliðunar i návist hans, og segir þar að lút- andi: „Einungis þegar ég hef unnið trúnað þeirra, hef ég rétt á að tala við þá um Guð.” Zeoli leggur mikiö að sér við æslulýðsstarfið, og þetta æsku- lýðsstarf færir honum mikið af sendibréfum. Ungur piltur, sem ákvað að læra til prests, eftir að hafa kom- izt i kynni við Zeoli, skrifaði hon- um nýlega og þakkaði honum fyrir bréf, sem hann hafði fengið frá honum, og sagöi „það er mér svo mikils virði, að heyra frá þér.” Zeoli segir, að timanum, sem hann eyðir meðal þekktra iþróttamanna, sé vel varið, þvl þeir þurfi jafn mikið á aðstoð að halda eins og hverjir aðrir. „Fólk hefur alltaf rangar skoðanir á iþróttamönnum.” Það heldur, að iþróttamaðurinn hafi allt, sem hugurinn girnist, þar með talda peninga og frægð. En það er mikið óöryggi i lifi iþróttamanns- ins. Minnizt þess, að iþróttamað- ur endist venjulega ekki nema 4.7 ár, og þá er hann ekki gjaldgeng vara lengur á þvi sviði. Sambandið milli forsetans og Zeoli er svo náið, að sumir hafa látið i það, skina, að hann gæti átt eftir að verða „prestur” Hvita hússins Þegar Billy var spurður að þessu sagði hann: „Ég hef ekki áhuga á þvi, að geast prestur Hvita hússins. Byggingar þurfa ekki á prestum að halda. Þar við bætist svo það, að þegar Ford varð forseti hét ég þvi að segja aldrei eitt einasta orð um þær stjórnmálaákvarðanir, sem hann á eftir að taka.” Hvað svo sem þessu liður, þá er sambandið milli þessa dugmikla prests, og hins nýja forseta ekkert að rofna. Gagnkvæm virð- ing rikir milli þessara tveggja manna og þeir finna til hlýju hvor frá öðrum. Þegar Billy varð fertugur, sendi Ford honum skeyti og sagði: „Ég er mjög þakklátur fyrir vináttu þina, og vona að hún eigi enn eftir að styrkjast á komandi dögum og mánuðum.” Ekkert bendir til þess, að hann myndi hafa afmælisóskina öðru visi þótt hann sendi hana i dag. þýttFB) mT| • i' * 4 ■■ :'m Hérer Zeoli úti I skógi með fjölskyldu sinni: Steven, 14 ára, Marilyn, kona Zeolis, Patty 11 ára, David 9 ára. Þau búa i Grand Rapids, heimaborg Fords forseta. Zeoli situr hér á tali við Michael, son Fords forseta, og konu hans Gayle. Myndin var tekin i Bethesda hersjúkrahúsinu, þegar verið var aö skera konu Fords upp við krabbameini. gripur ’uohnsoi Sks&HarsB ótrúlega Vélsleöi í sérflokki varðandi búnað og verð, því ALLT ER INNIFALIÐ Jt í VERÐINU v HÉá hagstætt verö .... / 'S/nufiar %j£ehöóo// h.í Ow ■ - ••• 'L/ < • ' ureyrl • Glerárgötu 20 • Suöurlandsbraut 16 • Sími 2-22-32 Sími 3-52-00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.