Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 5. janúar 1975. Séra Billy Zeoli 1 Hvtta húsinu: Nánir vinir ræöast hér viö, Ford forseti og séra Billy Zeoli, en forsetinn metur hjálp Zeolis. ANDLEGUR RÁDGJAFI BANDARÍKJAFORSETA Þegar Betty Ford var fyrir nokkru skorin upp vegna krabbameins í brjósti var Billy Zeoli, 42 ára gamall prestur og starfsmaður kvikmyndafyrirtækis, einn af þeim fáu semekki voru skyldir frúnni, en biðu þó í ofvæni eftir að frétta af því, hvernig uppskurður- inn hefði heppnazt. Skömmu áður en frúin var skorin upp haföi hinn snyrtilega klæddi Zeoli, sem kallar sig „sendifulltrúa Krists” hænastund með frúnni i herbergi hennar i sjúkrahúsinu, en siðan var hann hjá fjölskylduni næstum sam- fleytt næstu fjóra daga. Michael Ford, elzti sonur for- setans segir: „Billy hefur hjálpað okkur sem fjölskyldu til aö blanda geði hvort viö annaö og hafa stjórn á skapi okkar. Hann hefur Ultima STOR- ÚTSALA Karlmannaföt Stakir jakkar Stakar buxur Allt aÖ ÚTSALA gefiö okkur styrk”. Frú Ford segir, eftir þvi sem haft er eftir hennar mestu hjálparhellu, Nancy Howe: „Billy flytur kirkjuna til okkar. Hann þarf ekki á byggingu að halda til þess að láta fólk finna nærveru Guðs. Hann finnur helgi- dóm guðs hvar svo sem hann er sjálfur. Börnin min dá hann öll. Hann getur gert Guð mannlegan i augum unga fólksins. Hann er stórkostlegur maður”. Billy Zeoli hefur veriö fjöl- skyldúvinur Ford-fjölskyldunnar allt frá árinu 1960, en þá hitti hann fyrst fulltrúadeildarmanninn frá Michigan, sem var i heimsókn i Washington. Samband þessara tveggja manna hefur orðið enn nánara eftir að Ford var gerður að varaforseta og siðan að forseta Bandarikjanna. I hverri viku sendir Zeoli bæna- minnisblaö upp á eina vélritaða siðu til forsetans, en Ford lifir dagsdaglega eftir boðskap guð- spjallanna. Bænablaðið er sent i pósti frá Muskegon i Michigan, þar sem Zeoli vinnur, á föstudegi, og siöan er það lagt á borðið fyrir framan Ford næsta mánudag. A blaðinu stendur „Guö hefur betri hugmynd”, og á þvi eru vers úr bibliunni eða aðrar tilvitnanir, sem Zeoli bætir svo nokkrum orð- um við frá eigin brjósti. Dæmi- gerð bæn frá Zeoli hljóðar eitt- hvað á þessa leiö: „Kæri Guð, hvers vegna kemur þú ekki til min og sezt á þennan stól og segir mér, hvað skuli gera? Þaö væri svo einfalt, ef þú kæmir og værir hjá mér, og segðir mér, hvað ég ætti að gera i lifinu, og til hvaða bragös skuli taka.” Bréf forsetans Ford forseti skrifaði eftir- farandi til Zeoli 3. september sl. nokkrum dögum eftir að hann tók við embætti: „Eins og þú veizt Biliy, hefur kirkjan alltaf átt mik- il itök i mér. Náið samband við fjölskyldu mina, hefur einnig haft mikla þýðingu fyrir mig, þar sem við stöndum saman i trúnni á Krist.... Þar sem ég hef treyst Kristi fyrir að vera frelsari minn, þá er lif mitt helgað honum.... og Billy, ég hef orðiö var við hand- leiðslu hans, rétt eins og þú hefur orðið var við hana.” 1 lok bréfs- ins, þakkar Ford Zeoli fyrir „að hafa eytt tima sinum i að hjálpa honum til þess að læra meira um frelsarann.” Upphafið að sambandi Zeolis og Fords var sameiginlegur áhugi þeirra á iþróttum. Ford var i fót- boltaliði Michiganháskólans, og Zeoli hefur alla tið haft mikinn áhuga á iþróttafólki, og hefur verið náinn vinur manna eins og Joe Namath og Tom Landry, og haft bænastund með liðum eins og Dallas Cowboys. Kostir hans Zeoli ólst upp i Philadelphia, og útskrifaðist frá Germantown 1 1 K V , ^ ^ j í£||Pl| - 1 - ' A' ^ ik' ?\ Lengst til vinstri má sjá Gerald Ford þá þingmann. Þessi mynd var tekin, þegar Zeoll hélt fund meö iþróttamönnum i Washington.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.