Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 5. janúar 1975. Menn og máUfni Að skorast undan óbyrgð og vanda Tlmamynd Gunnar. Gott land Hinn hörmulegi atburður, sem gerðist i Norðfirði rétt fyrir jólin, hefur minnt á, að ísland getur verið harðbýlt land, þar sem náttúruhamfarir krefjast iðulega þungbærra fórna. En erfitt er að finna það land, þar sem meiri og minni náttúruhamfarir koma ekki til sögu. t þessu sambandi er skemmst að minnast fellibylsins, sem nýlega lagöi stóra borg i Astraliu i rústir, og jarðskjálftanna i Pakistan, sem hafa orðið 6000-7000 manns að bana. ísland er þvi ekki nein undantekning i þessum efnum, nema siður sé. Harðindakaflinn, sem hefur rikt viða um land nú i skamm- deginu, minnir einnig á, að tsland getur verið harðbýlt. En vetur eru þó yfirleitt harðari viða um heim en á tslandi. Frá liðnu ári minnast menn lika mikillar veðurbliðu, sem sýnir glöggt hvaö tsland hefur upp á að bjóða, þegar sæmilega árar. En náttúran getur verið með vmsum hætti óblið, og er þar nærtækt aö minna á þurrkana, sem hafa valdið uppskerubresti og hungursneyð i mörgum hinna heitu landa Afriku og Asiu hin siðari misseri. Þegar á allt er litið, verður tsland hvergi nærri talið eins erfitt og harðbýlt land og oft er haldið fram. tslendingar þurfa þvi ekki að kvarta undan þvi, að þeir búi i harðbýlu landi þótt það kosti framtak og dug, að byggja það allt og byggja það vel, eins og áreiðanlega er vilji meginþorra tslendinga. En jafnframt þessu er gott að minnast þess, að loft og vatn er óviða hreinna og heilnæmara en á tslandi. Þetta eru lifsgæði, sem stöðugt eru meira metin. Og viðáttu og olnbogarými skortir tslendinga ei i landi sinu. Sliks sakna nú margar þjóðir. ts- lendingar geta þvi verið for- sjóninni þakklátir fyrir land sitt. Sé á allt litið, eiga fáar þjóðir betra land. Landgræðslan og hringvegurinn En eins og áður segir, kostar það framtak og dug að byggja land eins og tsland, ef menn ætla að njóta gæða þess til fulls. Þvi aðeins reynist landið ibúum sin- um vel, að þeir ræki skyldur sinar við það. Þess vegna var það ánægjulegasti og þýðingarmesti atburðurinn, sem gerðist i sam- bandi við ellefu hundruð ára af- mæli tslandsbyggðar, að Alþingi ákvað að hefjast handa um skipu- lega landgræðsluáætlun. Með þvi fjárframlagi, sem Alþingi hefur veitt til þessarar áætlunar, er að visu ekki markaður nema byrjunaráfangi. En þvi má vafa- laust treysta, aö þær kynslóðir, sem sfðar koma, muni halda áfram þvi starfi, sem hér var hafið á ellefu hundruð ára afmæli Islandsbyggðar. Annar merkasti atburðurinn i sambandi viö þetta sögulega af- mæli var tvimælalaust opnun hringvegarins um landið. Hann veitir þjóðinni nýja möguleika til að kynnast landinu, og hann mun vafalaust eiga beint eöa óbeint eftir að draga úr hinum miklu ferðalögum til útlanda. En þótt tekizt hafi aö opna hringveginn, er mikið eftir til aö gera hann svo úr garði, að hann fullnægi þvi hlutverki, sem honum er ætlað. Það er þvi vel ráöiö af hinum nýja samgöngumálaráðherra, að láta það verða eitt sitt fyrsta verk að hefjast handa um byggingu fullkomins hringvegar. Fyrstu skrefin i þá átt eru að koma varanlegu slitlagi á þá vegar- kafla, sem þegar eru undir það búnir. Til þess aö tryggja þessar og aðrar framkvæmdir til aö fullgera varanlegan hringveg, þarf vitanlega mikið fjármagn. Vonandi veröur það eitt af fyrstu verkum framhaldsþingsins að Við áramótin. samþykkja frumvarp, sem feiur i sér verulega fjáröflun i þessu skyni. Góður órangur 1 öllum þeim áramótagreinum, sem forustumenn stjórnmála- flokkanna hafa birt um áramótin, erþaöviðurkennt, að Islendingar hafi orðið fyrir efnahagslegum á- föllum á árinu, sem er nýlokið. Viðskiptakjörin hafa versnað verulega, bæði vegna hækkunar á innfluttum vörum og lækkunar á útflutningsvörum. Þess vegna hefur orðið að gripa til allrót- tækra efnahagsaðgerða. Þrátt fyrir þetta var kaupmáttur venjulegra launa svipaður nú um áramótin og i árslok 1973 og at- vinna mátti heita næg’um land allt. Þetta er stórum 'betri árangur en i flestu vestrænum löndum örðum. þar sem kaup- máttur launa hefur ekki aðeins rýrnað frá siðustu aldamótum, heldur hefur stófellt atvinnuleysi einnig komið til sögu, Þann árangur, sem hér hefur náðs, má jöfnum höndum þakka efnahags- aðgerðum fyrrverandi stjórnar og núverandi stjórnar. Verðbólgan Hinu er ekki að leyna, að verðbólga hefur aukizt meira en góðu hófi gegnir. Að miklu leyti stafar það af erlendum verðbreytingum, sem tslendingar ráða ekki við sjálfir. En nokkur hlutinn er sjálfskaparviti. Þar veldur tvennt mestu. Annað var það, að samið var um óraunhæfar grunnkaupshækkanir á siðast liönum vetri. Hitt var það, að efnahagsaðgerðir komu of seint til sögunnar. Hefðu þær verið geröar strax á siðastliðnum vetri, eins og þáverandi forsætisráð- herra lagði til hefði verðbólgu vöxturinn orðið snöggtum minni en raun varð á. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra vék að þessu i ára- motagrein sinni á þessa leið: „1 annan stað skal á það minnzt, að gripið var til þingrofs vegna þess, að meirihluti Alþingis fékkst ekki til að fjalla um frumvarp rikisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir með venju- legum og þinglegum hætti, þ.e. visa þvi til annarrar umræðu og nefndar til athugunar. t stað þess ætlaði hann að fella frumvarpið við fyrstu umræðu, sem er nær dæmalaust á siðari árum, og óverjandi, eins og á stóð, þegar vissar ráðstafanir voru óhjá- kvæmilegar. En á röksemdir og varnaðarorð var ekki hlustaö, en þess eins krafzt, að stjórnin segði af sér. Það var sett öllu ofar og ekkert hirt um þjóðarhag. Áður en ég lagði frumvarpið fram, hafði ég reynt að skapa um það viðtæka samstöðu, jafnvel gert tillögu um myndum stjórnar allra flokka, en öllu sliku var visað á bug. Og ekki lagði ég frumvarpið fram sem neina úr- slitakosti. Ég marg tók það fram i framsöguræðu að ég væri fús til að athuga hvers konar breytingar á þvi, enda næðist megintilgang- ur þess eftir sem áður,en allt kom fyrir ekki, og þá var eðlilegt og sjálfsagt að leggja málið 1 þjóðar- dó»með þingrofi og kosningum.” Það er ótvirætt, að öðru visi og betur væri nú ástatt i efnahags- málum þjóðarinnar, ef stjórnar- andstaðan hefði sýnt meiri ábyrgðartilfinningu á Alþingi i april og mái siðast liðnum. Athyglisverð frósögn Geirs Margt er athyglisvert i ára- mótagreinum stjórnmála- foringjanna. T.d. segir svo i ára- mótagrein Geirs Hallgrimssonar forsætisráðherra: „Ýmsir Sjálfstæðismenn héldu þeirri skoðun á loft meðan viðræður um stjórnarmyndun fóru fram, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði ekki átt að taka þátt i rikisstjórnarsamstarfi eftir kosninganar. Flokkurinn hefði ekki átt að axla þá ábyrgð, sem er i þvi fólgin að stjórna landinu við þær aðstæður, sem við nú bú- um við. Réttasthefði verið að láta fyrrverandi stjórnarherra greiða úr þeim vanda, sem þeir höfðu sjálfir átt þátt i að skapa. Það ætti að koma i hlut þeirra og engra annarra aö þola þær óvinsældir, sem e.t.v. kunna að bitna á þeim, sem gripa til óhjákvæmilegra ráðstafana til að leysa vandann, sem nú steðjar að.” Eins og lýst hefur verið hér aö framan, stafar vandinn, sem nú er glimt við, einkum af erlendum ástæðum, en að svo miklu leyti sem okkur sjálfum verður kennt um, bera fyrrverandi stjórnar- andstæðingar ekki minni ábyrgð en fyrrverandi stjórnarflokkar, þvi að þeir ýttu undir auknar kaupkröfur á siðast liðnum vetri og hindruðu svo efnahagsað- gerðir á siðast liðnu vori, eins og áður er getið. Að skorast undan ábyrgð Það sem er annars athyglisvert viö skoðanir þeirra Sjálfstæðis- manna, sem forsætisráðherrann minntist á, er ekki það, að þeir kenni öðrum um vandann, heldur hitt, aö þeir vilja vera ábyrgðar- lausir á erfiðum timum, svo að aðrir hljóti óvinsældir af óhjá- kvæmilegum efnahagsaðgerðum. Þvi miður er umræddur hópur Sjálfstæðismanna ekki einn um þetta. Gýlfi Þ. Gislason og Björn Jónsson lýstu yfir þvi, strax eftir kosningarnar, að nú ætti Alþýðu- flokkurinn að vera utan stjórnar. Þeir höfðu að visu nokkra af- sökun, þar sem var kosningaósig- ur flokksins. En Sjálfstæðis- flokkurinn hafði ekki þessa af- sökun, og ekki heldur Alþýðu- bandalagið, sem vann á i kosningunum. En samt var það þetta sjón^rmið, sem réð þvi, að Alþýðubandalagið hindraði myndun vinstri stjórnar Þau öfl, sem mestu réðu i stjórn Alþýðu- bandalagsins hugsuðu nákvæm- lega eins og umræddir Sjálf- stæðisinenn: Nú skulum við standa utan viö og láta aðra gera óvinsælar efnahagsaögerðir, og hagnast á þvi pólitiskt. Það var þessi hugsunarháttur, sem réð mestu um, " það, að vinstri stjórn varð ekki endurreist. í þriðja sinn Þetta er i þriðja sinn, sem Alþýðubandalagið hleypur þannig úr stjórn, þegar á móti blæs. Raunar hét það Sam- einingarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn, þegar það lék þann leik i fyrsta sinn. Þaö stóð að nýsköpunarstjórninni svo- nefndu, sem hér kom til valda 1944. Þá átti þjóðin gildari gjald- eyrissjóð en nokkru sinni fyrr og siðar. Eftir tvö ár var hann farinn i súginn vegna hóflausrar eyðslu. Þá hljóp Alþýöubanda- lagið úr stjórninni. t annað sinn gerðist þetta haustið 1958, þegar Alþýöubandalagið hafði tekið upp núverandi nafn sitt. Þá hafði vinstri stjórn fariö með völd i rúm tvö ár. Sumarið 1958 höfðu Sjálf- stæðismenn fengið hægri krata og Mosvku-kommunista i liö með sér til að koma fram óraunhæfri grunnkaupshækkun. Um haustið varð þvi að gera efnahagsráð- stafanir. Þá skarst Alþýðu- bandalagið úr leik og rauf stjórnina. t kjölfar þess kom 12 ára timabil viðreisnarstjórnar- innar svonefndu. Nú i sumar lék Alþýðubanda- lagið þennan leik I þriðja sinn. Rétt er að gera þess, að hinir ábyrgari foringjar Alþýðubanda- lagsins voru þessu andvigir, og sennilega hafa þeir Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartans- son verið i þeim hópi. En þeir létu undan hinum ábyrgðarminni. Óbreyttir liðsmenn Alþýðubanda- lagsins voru hér ekki neitt spurðir ráða, enda hefði þá farið á aðra leið. Brosleg ára- mótaskrif Næsta broslegt er að bera saman skrif Þjóðviljans nú og um siðustu áramdt. Svo fullkomlega hefur skipt þar um tón. Fyrir ári kepptist Þjóðviljinn við að verja úrræði vinstri stjórnarinnar i efnahagsmálum.Nú beinist nær öll iðja hans að þvi aö fordæma þessi úrræði, enda þótt Alþýðubanda- lagið teldi þau fyrir ári vera óhjá- kvæmileg til að tryggja atvinnu- öryggi og afkomu almennings. Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi um breyttan málflutning Alþýðu- bandalagsins. Forkólfar Alþýðubandalagsins eiga nú t.d. ekki nógu sterk orð til að fordæma gengisfellinguna, sem gerð var á siðastl. sumri. Fyrir áramótin 1972 stóð Alþýðu- bandalagið að þeirri gengis- fellingu, sem þá var gerð, og á siðastl. sumri var Alþýðubanda- lagið fylgjandi verulegri gengis- fellingu, þegar rætt var um endurreisn vinstri stjórnar. Það stendur þannig ekki á Alþýðu- bandalaginu, að viðurkenna nauðsyn gengisfellingar, þegar það er i stjórn, þótt hljóðið sé allt annað i Þjóðviljanum, þegar það er utan stjórnar. Forkólfar Alþýðubandalagsins látast nú mjög andstæðir sér- hverri skerðingu á dýrtiðar- uppbótum samkvæmt visitölu. Meðan þeir sátu i vinstri stjórninni, voru þeir hins vegar fylgjandi ýmsum aðgerðum, sem gengu i þá átt, en ekki komust fram vegna andstöðu Björns Jónssonar. A siðasl. vori stóðu þeir svo að setningu bráðabirgða- laga, sem skerti verulega visi- tölubæturnar. Þegarrætt var um endurreisn vinstri stjórnarinnar i sumar, stóð ekki á þeim að fallast á að þessi kaupskerðing yrði a.m.k. framlengd i nokkra mánuði. Gerbreyttur málflutningur Þannig mætti halda áfram að rekja þetta. Núverandi rikis- stjórn hefur til þessa ekki beitt neinum öðrum úrræðum til að tryggja atvinnureksturinn og at- vinnuöryggið en þeim, sem var beitt af vinstri stjórninni undir likum kringumstæðum og Alþýðuþandalagið var þá ekki að- eins fúst til að fallast á, heldur taldi réttmæt og sjálfsögð. Þessa ábyrgu afstöðu, sem Alþýðu- bandalagið sýndi meðan það var i rikisstjorn, ber vissulega að viðurkenna, en hún undirstrikar jafnframt þann algera snúning, sem oröinn er i málflutningi þess. En það er ekki aðeins i sam- bandi við efnahagsmálin, sem Alþýðubandalagið hefur snúið við blaðinu. Það má t,d. nefna mál eins og hina fyrirhuguðu málm- blendisverksmiðju i Hvalfirði. Það mál var undirbúið af Magnúsi Kjartanssyni og haföi nær óskiptan stuðning þingmanna Alþýðubandalagsins meðan það tók þátt i rikisstjórn. Nú á Þjóðviljinn ekki nógu sterk orð til að lýsa andstöðu við þetta fóstur Magnúsar Kjartanssonar. Þannig fylgir Alþýðubanda- lagið nú allt annarri stefnu siðan það lenti i stjórnarandstöðu en meðan það sat i rikisstjórn. Þau öfl, sem nú ráða þar ferðinni, standa bersýnilega i þeirri trú, að þessi mikli snúningur sé væn- legasta leiðin til að afla þvi fylgis. Þess vegna réðu þau þvi lika, að Alþýðubandalagið skarst úr leik, þegar reynt var að endureisa vinstri stjórnina á síðastl. sumri. Þau töldu ekki álitlegt að vera i stjórn, þegar erfiðleikar fóru vaxandi. Ótvirætt var, að ábyrg afstaða Alþýöubandalagsins, meðan það tók þátt i vinstri stjórninni, styrkti álit þess. Þvi getur svo fariö, að þeir, sem ráða snúningi þess, fái aðra uppskeru en til er ætlazt. -Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.