Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 5. janúar 1975, TÍMINN 5 Grace Kelly er ekki veik — hún er bara í megrun Talsmaður hirðarinnar i Mona- có lýsti þvi nýlega yfir opinber- lega að Grace furstafrú ætti alls ekki við alvarlegan sjúkdóm að striða. Þvi hefur undanfarið veriö haldið fram i frönskum, Itölskum, þýzkum og brezkum blöðum, að hún þjáðist af krabbameini. Samkvæmt upp- lýsingum þessara blaða á Grace að hafa verið undir læknishendi siðustu fimm mánuði vegna blóðkrabba. Sú staðreynd að furstafjölskyldan hætti við að fara i sitt árlega vetrarfri til Sviss, varð siður en svo til að draga úr þessum orðrómi. Upp- haf þessara sögusagna mun hafa verið mynd af Grace Kelly, sem birtist i einhverju blaði. Mynd þessi sýndi Kelly koma út frá lækni, sem einkum er þekkt- um fyrir að taka til meðferðar illa haldna krabbameinssjúkl- inga. í opinberu yfirlýsingunni frá mónakönsku hirðinni segir, að þvi skuli hreint ekki neitað, að frúin hafi leitað til umrædds læknis, en það hafi eingöngu veriö í öryggisskyni, og athugun hafi ekki leitt neitt það i ljós, sem gefi tilefni til að óttast um heilsufar hennar. Enn fremur segir I yfirlýsingunni: ,,Eins og flestar aðrar konur fer fursta- frúin öðru hverju i megrunar- kúr, og hún er einmitt i einum slikum um þessar mundir. En hún er alls ekki sjúk. Hún fer oft til Parisar, vegna þess að börn- in hennar eru þar i skóla, en alls ekki til að leita sér lækningar. Eina ástæðan til að furstafjöl- skyldan fór ekki i sitt árlega vetrarfri til Sviss er sú, að Rainer fursti hefur verið önnum kafinn við undirbúning mikillar sirkushátiðar, sem fram á að fara i Mónacó innan skamms.” ★ ★ Konunglegur einkennis. búningur Mark Phillips og Anna Bretá- prinsessa hafa gaman af þvi að klæðast sem líkustum búningi, eins og sjá má á myndinni. Ekki er hann þó neitt sérstak- lega spennandi, svo ekki sé meira sagt, en ef til vill þægileg- ur, sem er miklu meira virði. ★ ★ Einn Osmond í viðbót Þetta er Alan Osmond, 25 ára gamall, sem i sumar gekk að eiga Suzanne Pinegar, 21 árs. Ungu hjónin hittust I fyrsta skipti á körfuboltakeppni, og hafa veriö óaðskiljanleg siðan. ★ ★ Anna klæðir sig Anna, dóttir Ingmars Berg- mans, hefur aðallega vakið á sér athygli sem ljósmyndafyrir- sæta, og oftast heldur fáklædd. Hún hefur mikla ánægju af starfi sinu, og segist ekki hafa neitt til að skammast sin fyrir. Maður hennar, Peter Brown, hefur ekkert á móti fyrirsætu- starfinu, en nú bregður svo við, að Anna hefur tekið boði um að leika i kvikmynd, og i þetta skipti er ætlunin að hún komi aðallega fyrir augu áhorfenda alklædd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.