Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 10
TÍMINN Sunnudagur 16. marz 1975. 10 Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla Þessi mynd er af fimleikaflokki, sem starfaöi I Vestmannaeyjum Ibyrjun fjóröa áratugsins, og var und- ir stjórn Friöriks Jessonar. Flokkurinn sýndi vlöa á skemmtunum I Eyjum, enda skipaöur hinu vask- asta liöi. t aftari röö eru frá vinstri: Benóný Friöriksson, Siguröur Slmonarson, Pétur tsleifsson, Karl Vilmundarson, Karl Jónsson, Einar Jóelsson og Rlkharöur Sigmundsson. 1 fremri rööinni eru Þórir Guöiaugsson, Friörik Jesson og Skarphéöinn Vilmundarson. Verölaunagripir Siguröar Sigurössonar eru margir og fagrir. Þessi mynd er tekin,á keppnisárum hans. hvort maður væri nú ekki örugg- lega i góðu formi, og hvort maður æfði nú ekki vel, hann hafði þenn- an brennandi áhuga. Hann var þá i stangarstökki. Svo var lika Gisli Sigurðsson vrá Hafnarfirði. Hann hélt anzi lengi út. Og alls ekki má ég gleyma góðum félaga mínum frá Vestmannaeyjum, Júliusi Snorrasyni þótt hann væri i Tý. Hann var aðallega i köstunum, kúluvarpi og kringlukasti. Hann var mikið eldri en ég, en við urð- um samferða á mótin hérna i Reykjavik. Hann var einn af þeim, sem stóð sig vel á Alls- herjarmótinu 1932, og ég sagði þér frá, og hann hélt áfram að keppa alveg fram að 1938, þótt hann væri 10 árum eldri en ég. — Þú hefur verið styrktur til ferðalaga, bæði til Reykjavikur og svo á Olympiuleikana? — Já, ég fékk aðstoð frá KV, þeir kostuðu mig til Reykjavikur á mótin, en það var dálitið bras með Olympiuleikana. Þá varð að fá mann fyrir mig, og ég man ekki betur en ISl gengi i það mál. Þannig var, að ég var i málara- námi, hóf það árið 1934, og þegar að þvi kemur að fara á Olympiu- leikana, þá vill meistarinn ekki sleppa mér, nema fá mann i stað- inn. Það var um hásumarið og aðalvertiðin, og ómögulegt að missa mig. Svo að það var feng- inn maður i staðinn, og ég komst út. Fótalausir á malbikinu — Breytast eitthvað viðhorfin, þegar þú lýkur námi? — Já, ég lýk námi 1938 og flyzt þá til Reykjavikur. Ég var að visu með 1R, en ég æfi eiginíega ekk- ert, sem heitið getur eftir það. Ég var svo sem með, en á niðurleið. Það eru öll viðhorf breytt, þegar ég kem hingað til Reykjavikur. Mér finnst ég hálfpartinn týndur. Ég kunni þá ekki almennilega við mig uppi á Melavellinum. Að- staðan var allt önnur en heima. En það, sem olli þessu öllu, voru viðbrigðin að koma á maibikið. Maöur var einhvern veginn allt öðruvisi i fótunúm, — hvað maður var miklu þreyttari. Sko, það var ekki ein einasta malbikuð gata i Vestmannaeyjum. Og þegar ég var strákur vandist ég við að hlaupa um i mjúku grasinu, og það likaði manni. Þeir töluðu Þetta er úrval knattspyrnumanna I Vestmannaeyjum áriö 1930. Liöiö vann sér þaö til frægöar aö sigra Vlking á þvi ári, og mun þaö fyrsti sigur Vestmannaeyjaliös yfir meginlandsliöi. t liöinu eru frá vinstri: Þórarinn Guömundsson, Hinrik Jónsson, Þorsteinn Jónasson, Georg Gislason, Karl Vilmundarson, Friörik Jesson, Hafsteinn Snorrason, Ásmundur Steinsson, Matthlas Jónsson, Þorgeir Jónsson og Óskar Valdason. um þetta fleiri, strákarnir, sem voru með mér hérna á mótum, að þeir væru bara orðnir fótalausir eftir að vera nokkra daga hérna á malbikinu. — Svo að þú hættir að keppa I Iþróttum eftir komuna hingað til Reykjavikur? — Já, það má heita það. Ég var svona með fyrstu árin en hætti svo alveg 1941. — Þegar þú hugsar nú til gömlu daganna, þessara 6 ára, sem þú stundar iþróttakeppni, hvað verð- ur þér þá minnisstæðast? — Það eru tvimælalaust Olympiuleikarnir árið 1936 og all- ir félagarnir, sem maður kynntist á þessum árum. Það er engu lik- ara en iþróttir og æfingar hafi sérstakt aðdráttarafl gagnvart þeim, sem æft er með, og geri alla að góðum félögum, — og þannig á það lika að vera. Þetta eru þátttakendur Knattspyrnufélags Vestmannaeyja á Allsherjarmótinu árin 1931-32, en nöfn þeirra eru: Karl Sigurhansson, Hafsteinn Snorrason, Asmundur Steinsson, Friörik Jesson, GIsli Finns- son, Þórarinn Guömundsson og Karl Vilmundarson. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.