Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 12
12 3$ Fjármálaráðuneytið 14. marz 1975. Auglýsing um skoðun ökurita Með tilvisun til fyrri auglýsingar ráðuneytisins um skoöun ökurita i stýrishúsi í disilbifreiðum yfir 5 tonn að eigin þyngd hefur ráðuneytið hlutast til um að skoðunarmenn verði staddir á eftirtöldum stöðum og tima dagana 17.—19. marz n.k. tii hagræðis fyrir við- komandi bifreiðarstjóra. Búðardalur v/Kaupfélagið kl. 10-14 mánudagur 17. marz. Stykkishólmur v/Lögreglust. kl. 9-11 þriöjudagur 18. marz. Ólafsvik v/Lögreglust. kl. 14-18 þriðjudagur 18. marz. Borgarnes v/Bifreiðaeftirlit kl. 9-16 miðvikudagur 19. marz. Skoðunarmaður verður ekki sendur aftur á framan- greinda staði. Komi umráðamenn viðkomandi bif- reiða þvi ekki við, aö láta skoða ökuritana á hinum. auglýstu timum verða þeir að koma með bifreiðina eða ' senda ökuritann til V.D.O. verksjæðisins, Suðurlands-; braut 16, Reykjavlk, fyrir 1. april n.k. m 11 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTAL- ANNA: RITARI óskast á skrifstofu rikis- spitalanna frá 1. april n.k. eða eftir samkomulagi. Starfssvið vélritun . og almenn skrifstofustörf. Umsóknum ber að skila til skrif- stofunnar fyrir 21. þ.m. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 14. marz 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSFÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Menningartengsl íslands og Ráðstjórnar- rikjanna: Tónleikar og þjóðdansasýning i tilefni 25 ára afmælis MÍR i dag, sunnudag, ki. 14.30 i samkomusal Mennta- skólans við Hamrahlið Efnisskrá: Einsöngur, V. Gromadski bassi frá Moskvu. Einleikur á pianó, S. Zvonaréva. Einleikur á balalæka B. Feoktistof. Þjóðdansar, G. Sjein og V. Vibornof. Kórsöngur, Karlakórinn Fóstbræður. í upphafi samkomunnar flytja stutt ávörp: Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, S. Stúdentski vara- sjávarútvegsráðherra Sovétrikjanna og Margrét Guðnadóttir, prófessor. öllum heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stjórn MÍR. TÍMINN Myndin er úr Herbergi 213, eða Pétri mandólln eins og leikritið er lika kallað. Það eru fjórar af konunum kringum Pétur, sem við sjáum hér: dóttirin (Guðrún Alfreðsdóttir), Stella ástkonan (Brynja Bene- diktsdóttir), Dóra, ekkja Péturs (Sigrlður Þorvaldsdóttir) og Lovlsa móðir hans (Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir). Herbergið verður sýnt 118. sinn á sunnudagskvöld. ÁTTA LEIKRIT Á FJÖLUAA ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Atta verk eru nú sýnd i Þjóð- Ieikhúsinu, og er mjög óvenjulegt að svo mörg leikrit séu samtimis á verkefnaskránni. Öll þau leik- rit, sem frumsýnd hafa verið á leikárinu, eru enn sýnd við góða aðsókn og hefur þvi verið ákveðið að fresta frumsýningu á Þjóðnið- ingi Ibsens, sem frumsýna átti I lok mánaðarins. Verður leikritið frumsýnt um miðjan maí. Það verður flutt i leikgerð Arthurs Miller og þýðingu Arna Guðna- sonar. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson, leikmyndir gerir Snorri Sveinn Friðriksson og aðalhlutverkið, Stokkmann lækni leikur Gunnar Eyjóifsson. Æfingar standa nú yfir á Silfur- túnglinu eftir Halldór Laxness og verður það afmælissýning húss- ins I tilefni 25 ára afmælisins 20. april. Silfurtúnglið var frumflutt á sviði Þjóðleikhússins fyrir rúm- um tveimur áratugum og hefur ekki verið leikið siðan. Höfundur- inn hefur gert á þvi nokkrar breytingar og setið æfingar en leikstjórar eru Briet Héðinsdóttir og Sveinn Einarsson. Leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson, og með helztu hlutverk fara Anna Kristin Arngrimsdóttir (Lóa) Erlingur Gislason (Feilan Ó. Feilan), Róbert Arnfinnsson (Mr. Peacock), Sigmundur örn Arn- grímsson (Öli) og Ingunn Jens- dóttir (Isa). Um helgina er fimm sýningar i Þjóðleikhúsinu, tvær á Karde- mommubænum, sem hefur nú verið sýndur yfir 40 sinnum og er ekkert lát á aðsókn. Þá verður ballettinn Coppelia sýndur en hann hefur hlotið ágætar undir- tektir, svo og leikritin Hvernig er heilsan? eftir sænsku höfundana Andersson og Bratt og leikrit Jökuls Jakobssonar Herbergi 213, sem sýnt er á litla sviðinu i kjall- ara hússins. Atorkusamar Akureyrarkonur: Barnadeild F.S.A. fær stórgjafir KVENFÉLAGIÐ Hlif á Akureyri, sem hafði um tuttugu og tveggja ára skeið rekið barnaheimilið Pálmholt og slðan gefið Akur- eyrarbæ það árið 1972, hefur af miklum skörungsskap snúið sér að þvl að styrkja barnadeild fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Árið 1973 gaf félagið barna- deildinni vandaðan hitakassa, svonefnda fóstru, einnig súrefnis- mæli og ljósalampa, sem notaður er við gulu i nýfæddum börnum. Næsta ár gaf félagið deildinni blóðþrýstingsmæli, sem gerir kleift að mæla blóðþrýsting, jafn- vel hjá fyrirburðum og sjúkling- um i losti, sem annars hefur verið erfitt að mæla blóðþrýsting hjá með venjulegum mælum. Einnig gáfu konurnar vökvadælu, sem stjórnar nákvæmlega því magni vökva, sem gefið er i æð á ákveðnum tima. Nýlega hefur deildin fengið barnavöggur, upphitaðar með ljósaperum, handa fyrirburðum, sem ekki þurfa að dveljast i lokuðum hitakassa með súrefnis- gjöf. Auk alls þessa hefur minn- ingarsjóður Hlifar gefið barna- deildinni þessi tvö ár vönduð leik- föng, bækur og klukkur i sjúkra- stofurnar. Baldur Jónsson yfirlæknir hef- ur af hálfu barnadeildarinnar fært félaginu hinar beztu þakkir fyrir þetta allt, og segir svo i bréfi hans til þess um gjafirnar: „Þetta er ómetanlegt fyrir deildina að njóta stuðnings hinna mætu félagskvenna. T'æki þessi hafa þegar komið að góðu gagni og skapa mikið öryggi við hjúkr- un barnanna”. MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.í. 2ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. V _________/ Forystukonur úr kvenfélaginu Hllf, ásamt yfirlækni barnadeildar, for- stjóra sjúkrahússins og hjúkrunarkonum með upphitaða vöggu, blóð- þrýstingsmæli og fleiri tæki, sem konurnar hafa gefið. SUMARDEKK Á GÖMLU VERÐI Yokohama 145 -13 Radial kr. 3.582-msk. 155 -13 Radial kr. 3.762-msk. 165 -13 Radial kr. 3.858-msk. 175-13 Radial kr. 4.421-msk. 520-12-4 strigalaga 550-12-4 strigalaga 615-13-4 strigalaga 500/520-14-4 strigalaga 590-14-4 strigalaga 645-14-4 strigalaga 640-15-4 strigalaga 165/380-15-4 strigalaga kr.3.294- msk. kr.3.192- msk. kr. 4.144- msk. kr.4.158- msk. kr. 4.129- msk. kr.4.495- msk. kr.5.332- msk. kr. 5.321- msk. Véladeild Sambandsins HJÓLBARÐAR HÖFÐATÚNI 8 SÍMAR 16740 OG 38900 ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.