Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 16. marz11975. Sveinn Teitsson: Hverjir muna ekki eftir ,,Gullaldarárum" Akra- nesliösins í knattspyrnu, þegar knattspyrnu- kapparnir frá Skaganum gerðu garöinn frægan. ,,Gullaldarliðið" átti geysilegum vinsældum að fagna og liðið vann marga sæta sigra á knattspyrnu- vellinum, bæði hér heima og erlendis. Einn þeirra leikmanna, sem léku með liðinu var miðvallarspilar- inn snjalli, Sveinn Teits- son, sem lék með ,,GuI la Idar I iðin u" og landsliðinu sem framvörð- ur við mjög góðan orðstír. Sveinn varð annar knatt- spyrnumaður okkar, sem náði að leika yfir 20 lands- leiki, en f yrstur til þess var félagi hans, Ríkharður Jónsson. Sveinn lék alls 23. landsleiki. Hann lék sinn 20. landsleik á Laugardals- vellinum sumarið 1961, en þá var hann fyrirliði lands- liðsins, sem vann hinn sæta sigur yfir Hollendingum 4:3. Um áramótin gáfu Skagamenn út fréttablað lA-blaðið, en i þvl var spjallað við Svein Teitsson um knattspyrnuna fyrr og nú. fþróttasiðan fékk góðfúslega leyfi til að birta þetta spjall, sem er á þessa leið: „Sveinn Teitsson lék ekki marga leiki meö yngri flokkum Í.A. þvi hann, sem fjölmargir aðrir unglingar I þá daga fóru i sveit á sumrin. Sveinn lék fyrst með öðrum flokki árið 1946, en tvö næstu ár sat Sveinn á vara- mannabekk meistaraflokks. Oft þótti Sveini biðin löng að fá að spreyta sig, og segist Sveini svo frá: „Jú víst var maður oft svekktur á biðinni, en alltaf man ég er ég átti að spila minn fyrsta leik það var leikur á móti Val I Iteykjavik árið 1950. Guðjón Finnbogason hafði forfallazt og átti ég að taka stöðu hans. Þar fannst mér stóra stundin upp runnin, og er ég hafði hlaupiö sem vitlaus maður i tíu minútur, án þess þó að snerta boltann, birtist Guðjón allt i einu og mér var auðvitaö kippt útaf meö það sama. Arið 1951 byrjar Rikharður Jónsson aö þjáífa og leika með Akraness-liðinu, þá nýkominn frá Þýzkalandi. Þaðan hafði hann með sér nýja tækni i lcik, sem byggðist meðai annars á stuttum sendingum samherja á milli, eða hinni svokölluðu „Meginlands- knattspyrnu”, sem svo mjög stakk i stúf við þá stórkallalegu knattspyrnu sem hér tiökaðist áður. SVEINN TEITSSON...hætti knattspyrnu árið 1965, en þá hafði hann leikið 187 sinn- um í hinum gul-svarta búningi Skaga- manna, 23 landsleiki fyrir tsland og fjöl- marga úrvalsleiki. Hér á myndinni sést þe ssi skemmtilegi knattspyrnukappi sækja að marki erlendra andstæðinga i leik á Melavellinum. Það voru ekki ófá skiptin, sem hann og félagar hans úr „Gullaldarliðinu” skemmtu áhorfendum á Melavellinum um leið og þeir hrelldu erlenda knattspyrnumenn. „Fararstjórinn hljóp inn ó völlinn og bjargaði ó marklínu Upp frá þessu fór stjarna Akra- ness-liðsins að skina skært, og urðu Akurnesingar islands- meistarar þetta sama ár, og nú var Sveinn orðinn fastur maður i liðinu. Arið 1953 var hann valinn i landslið á móti Austurriki og skoraði hann þar mark i sinum fyrsta landsleik. Skagamenn voru á þessum tima uppistaðan i landsliðinu og sem dæmi um það léku niu Skagamenn með þvi á móti rússneska liðinu Lokomotiv árið 1953. Er við inntum Svein eftir minnisstæðum leikjum og atvik- um á þessum gullaldarárum Skagamanna, sagði Sveinn: „Leikurinn frægi gegn Rinarúr- valinu er mér vitaskuld mjög minnisstæður. Leikurinn áttí að hefjast kl. 8,30 i Reykjavik og urðum við mjög seinir fyrir vegna tafa i Hvalfirðinum. Vorum við ekki komnir I bæinn fyrr en kl. 8,00 og var þá rennt beint á Hótel Garð, þar sem Þjóðverjarnir bjuggu. Gisli Sigurbjörnsson veitingamaður sagði viö okkur, að nú væri skammt til leiks og mættum við því ekki borða neitt og sagði að Þjóöverjarnir hefðu að mestu fastaö, aðeins borðað ristað brauð og annað léttmeti. Orð Gisla hrifu ekki hina glor- hungruðu Skagamenn, sem gengu beint i matsal og kýldu sig út af dýrindis kræsingum og jafnvel supu svart kaffi á eftir. Ekki virtist steikin fara illa I okkur, þvi að við unnum leikinn 5-0, og er knötturinn var á leiðinni I markið i sjötta sinn virtist stjórnendum þýzka liðsins nóg komið, þvi að einn fararstjóranna hljóp inn á völlinn, og bjargaði á marklinu, sem frægt varð. Minnisstæðasti landsleikur minn var leikurinn gegn Dönum I Khöfn árið 1959, sem lauk með jafntefli 1-1 og skoraði ég mark islands, á eftirminnilegan hátt. Var ég þá staðsettur langt út á velli og hugðist senda boltann vel fyrir markið, en öllum að óvörum hafnaði hann þó í bláhorninu fjær. Velgegni Skagaliðsins á þess- um árum er þeir urðu islands- meistarar sex sinnum, vildi Sveinn einkum þakka samheldni leikmanna og siðast en ekki sízt dyggum stuöningsmönnum bæði á Akranesi og annarsstaðar og nefndi hann nokkur dæmi um það: „Ég minnist þess er við lék- um fyrir sunnan, að fyrirtækjum hér var oft lokað til að fólk gæti séð leikina. Þá er ntér minnis- stætt er við lékum við Hamborg- ar-úrvalið hér heima. Voru þá um 4.000 ntanns á vellinum, en þess má geta að þá voru aðeins um 2.500 Ibúar á Akranesi. Enn frem- ur er mér minnisstætt er við þurftum á lögregluaðstoð að halda til að komast á rútunni aö Melavellinum, vegna mikillar umferðar, en þá var leikið við dani og vannst sá leikur 1-0.” Sveinn Teitsson hætti knattspyrnu 1965, og hafði þá spilaö 187 leiki með Akranessliö- inu og átti að baki 23 landsleiki. Þvi næst spyrjum við Svein um álit hans á knattspyrnunni I dag: „Gjörbylting hefur orðið á þjálfun liösins siðan Kirby tók viö þvi, og er ég mjög hlynntur ráðn- ingu erlendra þjálfara, þvi að þeir hafa alltaf eitthvað nýtt fram að færa. Finnst mér fjármunum þar vel varið, þvi að góðum mönnum er aldrei of vel borgað. Um framkvæmd þjálfunar vil ég segja þetta: „Ég hef meiri trú á stuttum æfingum þar sem keyrt er á fullu, heldur en að gutla i fleiri klukkutima. Tel ég bezt að æfingar fari fram milli k. 5 og 7 svo menn geti hvílzt á kvöldin og væri þá æskilegt ef vinnuveit- endur gætu komið á móts við leik- menn og bætt þeim vinnutapið að einhverju leyti.” Að endingu vil ég vikja að yngri flokkunum. Þar finnst mér vanta góða leiðbeinendur sem leggi virkilega rækt við unglingana, skipuleggi með þeim keppnis- ferðir o.s.frv.” Þarna talar Sveinn af nokkrum kunnugleika. því sonur hans Arni hefur leikið með öllum aldurs- flokkum. Loks vildi Sveinn hvetja alla unga menn til að leggja rækt við knattspyrnuiþróttina og vill blaðið taka undir þau orð.” ,,Kýldu sig út af dýrindis kræsingum og sötruðu svart kaffi, hólftíma fyrir leik” „Heyrðu nú Hermann, jafnvel snjóboltinn sem þú kastaðir að dómaranum, hitti ekki”. UMSJON: Sigmundur O. Steinarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.