Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 16. marz 1975. TÍMINN 29 - þá var nýskilinn. I New York fór Richard hamförnum i hlutverki hins forsmáða eiginmanns og óskaði henni norður og niður. Honum til mestu undrunar hirti hún allt sitt hafurtask og hélt leið- ar sinnar. Honum til enn frekari undrunar lýsti hún yfir sjálfstæði slnu á sjálfstæðisdaginn 4. júli i fyrra. Þetta var það, sem hUn sagði við pressuna: — Ég er sannfærð um, að það væri fin og uppbyggileg hug- mynd, að við Richard Burton skildum um tima. Ef til vill höf- um við elskað hvort annað of mik- ið — enda þótt ég hafi aldrei trUað þvi, að slikt væri mögulegt. Þetta hefur verið sifelldur tröppugang- ur hjá okkur svo lengi, að sambandið hefur færzt úr lagi. Ég er sannfærð um, að timabundinn aðskilnaður muni færa okkur saman aftur. Oskið okkur hins bezta á þessum erfiðleikatimum. Burton hélt hirð á Long Island, þar sem hann flutti grafarsenuna Ur Hamlet — enda þótt hann hefði vodkaglas i hendinni i stað haus- kúpu! Svo hláturmildar voru þessar varir, sem ég kyssti svo oft. Guð einn veit hversu oft!” Mörgum fannst þessi frægu hjón haga sér eins og ofdekruð börn, sem stappa I gólfið til þess að beina athyglinni að sér.... Og þau héldu áfram. Richard Burton sagði, að hann þyldi alls ekki þessar sifelldu áhyggjur Elizabeth. Svo væri hún of feit, og tennurnar i henni gular, og svo væru það krakkarnir. — Það eru ekki nema 24 klukkustundir i sólarhringnum hjá mér, sagði hann, og ég hef ekki tima fyrir allt. Liz Taylor viðurkenndi þetta að nokkru. I samtali við þýzkt blað sagði hún: — Það er rétt, að ég er afskap- lega erfið i umgengni. Ég hef allt- af viljað vera i miðpunkti við- burðanna. Það hefur Richard alls ekki getað afborið. Hann getur verið skelfilega afbrýðisamur. í fyrstu lotu stóð aðskilnaðurinn tæpar þrjár vikur — nákvæmlega I nitján daga. Þá hittust hjóna- kornin aftur i Róm, þar sem þau kynntust upphaflega. En það var eins og ástarbriminn væri kulnaður. Þau bjuggu I villu, sem Sophia Loren og Carlo Ponti fengu þeim. Það stóð ekki lengi. Eftir heiftúð- ug rifrildi strunzaði Elizabeth leiðar sinnar, og i fyrsta skipti komust lögfræðingar i skilnaðar- málin. Til þess að fullkomna heildarmyndina skaut svo bila- salinn Henry Weinburg upp koll- inum I Róm — og það kom engan veginn þægilega við Burton. Það hefur verið skrifað heil- mikið um Weinburg. Hann er af hollenzku foreldri, og hóf starfs- feril sinn sem vikapiltur á Hótel Krasnapolsky i Amsterdam. Hann fór til Bandarikjanna, þar sem hann gerðist þjónn og seinna bilasali og fasteignabraskari. Eftir að hafa lesið um glaumgos- ann I nokkra daga, tók Burton sig upp, yfirgaf Róm og hélt til New York. Þar hellti hann sér Ut i ævintýri, með barnungum stúlk- um. Til Italiu kom hann aftur með eina tvituga, Carmela Basilo, námsmeyju frá Sikiley. Hann lét sækja hana daglega i skólann i svörtum Benz, griðar- stórum. Hann fór Ut með henni á hverju kvöldi. Hann silgdi um með hana á snekkjunni „Kalizma”. En meira varð nú ekki Ur þessu. — Ég kenndi bara i brjósti um hann, sagði Carmela eftir á. Urmull af framgjörnum smástirnum hringdi til hans og bauð honum þjónustu sina. En Richard Burton hafði ekkert geð á félagsskap kvenna. Þann 10. nóvember i fyrra hélt hann upp á 48. afmælisdaginn sinn með mik- Hvorugt þeirra kemur til með aö liða fjárhagslega neyð. Um hitt gegnir allt öðru máli, hvort þau liða tilfinningalega. Þvi að þrátt fyrir allan hamaganginn voru þau Elizabeth Tylor og Richard Burton sköpuð hvort fyrir annað. Og hvað með Richard Burton? Það hefur verið sagt, að standi Wales-bUi frammi fyrir þúsund möguleikum og einn þeirra heiti sjálfseyðilegging, þá velji hann þá leiðina undir eins. En eftirmáli sögunnar um Burton og Tylor fjallar ekki um mann, sem fórnað hefur öllu fyrir vin og vif. Hann fjallar um mann með ósveigjan- lega frelsislöngun og rótgróna fyrirlitningu á aga. Hafi einhver freistað þess að loka hann inni, hefur hann alltaf megnað að sparka hurðinni upp. t Svona hefur það verið frá upp- hafi, þegar hann. hét bara Richard Jenkins og fæddist i námubænum Port Talbot i Wales. 15 ára gamall stakk hann af frá hörmungum heima fyrir. Hann settist að hjá kennaranum sinum fyrrverandi, Philip Burton, tók sér nafn hans og drakk i sig fróð- leik hans, sem lauk með þvi, að hann tók afburðapróf i Oxford. Um þetta sagði prófessorinn hans, Nevill Coghill: — Ég hef haft marga nemend- ur um árin, marga gáfaða og marga miður gefna. En ég hef ekki kynnzt nema einum snillingi — og það var Richard Burton. En Burton gat ekki fellt sig við agann i háskólanum. Hann var heldur ekkert fyrir flugherinn á striðsárunum. Hann varð sersjent og gerði það sem honum sýndist. Eftir striðið safnaði hann sveit af nýju fólki utan um sig i Old Vic-leikhUsinu. Þeir Shake- speare og hann voru Mick Jagger og Rolling Stones þeirra tima! Og einmitt orðinn viðfrægur sem leikari á klassiska sviðinu, hirti hann föggur sinar og hélt til Hollywood. Hann hellti sér Ut i glauminn i borginni án þess nokkru sinni að taka lifið alvar- lega á þeim stað. Hann var og er hann sjálfur. Margar konur eru þeirrar skoðun ar, að slikur maður sé ragur, ábyrgðarlaus og hirðulaus. En svo er ekki með Burton, sem naut allra sinna hæfileika sem gleði- maður, kvennabósi og snillingur, rétt eftir þvi, sem honum likaði beztihvert skipti. Enn þann dag i dag kallar Elizabeth Tayior hann Þokkagreifann. Philip Burton segir i dag, að Richard Burton hafi alltaf orðið að leika, hvort sem hann var á sviðinu eða ekki. En þreytandi hafi hann aldrei orðið. Hæfileiki hans til að tjá sig I orðum er ótrú- legur — en ef til vill felur hann lika þau sálardjúp, sem jafnvel ötulastikolgrafarikæmist aldrei i * námunda við. Um afburðahæfileika hans ef- ast enginn. Honum hefur alltaf veitzt ákaflega auðvelt að beina athyglinni að sér — hann hefur alltaf verið óaðfinnanlegur I öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Hvað er þá um framtiðina að segja, þegar skilnaðurinn er um garð genginn? Það er enginn vafi á þvi, að hann á eftir að vinna stórsigra sem leikari. Hann er of gáfaður og of þjálfaður til þess að fara i hundana. Vinur hans hefur komizt svo að orði um hann: — Lifi Richards er engan veg- inn lokið með þessu. Ég vona af heilum hug, að hann lifi mörg ár ennþá og veiti okkur margvislega ánægju. En ég er ekki viss um, að við komum til með að sjá þann sama Richard Burton, sem við höfum þekkt. Það gætu orðið eftirtektarverðar og greinilegar breytingar. Enginn — allra sizt hann sjálfur — veit, hvað framtiðin færir i skauti sér. Það má ekki gleyma þvi, að hann er snillingur! — Þýöing: BH. Elizabeth Tylor og Richard Burton kynntust, þegar verið var að taka Kleópötru-myndina árið 1962. Hér er Mankiewicz leikstjóri að leilöbeina þeim. illi svallveizlu, þar sem hann að venjuflutti Shakespeare með glas I hendi. Þessu voru menn farnir að venjast. Meðan veizlan stóð sem hæst, kom skeyti frá Eliza- beth Taylor. HUn óskaði honum til hamingju og harmaði, að hún skyldi ekki komast sjálf. HUn hafði verið lögð inn —vegna „33. uppskurðarins”, eins og hún komst sjálf að orði. Skömmu eftir innlögnina hringdu læknarnir til Burton, þar sem hann var staddur á Palermo á Sikiley. Hann hafði sömuleiðis verið dauðhræddur um, að um hefði verið að ræða krabbamein i öðrum eggjastokk Elizabeth. Honum þótti innilega vænt um að heyra, að ekki hafði verið um hættulegt mein að ræða. — NU er þó, skrattinn hafi það ástæða til að fagna, sagði hann. Helzt hefði hann viljað fara um- svifalaust til Los Angeles, en hann var bundinn af kvikmynda- leik sinum. En þegar Liz Taylor hringdi til hans og bað hann að koma, hikaði hann ekki eina sekúndu. Hann tók einkaþotu á leigu — og greiddi feiknarlegar upphæðir I sektir fyrir rof á samningnum. Hann fór beina leið til spitalans frá flugvellinum og sagði við læknana: — Ég er maðurinn hennar. Ég er þreyttur og vildi gjarnan fá rúm til að sofa i. Þá höfðu þau hjúin verið aðskil- in I næstum hálft ár. Þegar Elizabeth var Utskrifuð frá sjúkrahúsinu, var það Richard Burton, sem ýtti hjóla- stólnum hennar. Það birtust myndir, þar sem hún hallaði sér aftur, og hann laut niður að henni og kyssti hana ástúðlega á vang- ann. Allir töluðu um sættir. Richard Burton endurtók svo til orðréttar fyrri staðhæfingar sinar, áratuga gamlar, um trúskapinn i hjóna- bandinu — og Elizabeth Taylor bar sáttargjöf hans: hjartalaga demant i hálsfesti. En sættirnar stóðu ekki lengi. Það næsta, sem heyrðist frá þessu fræga pari, var þessi vana- lega opinbera tilkynning um að skilnaðar væri æskt vegna „ójafnanlegs missættis”. Hjónaband Elizabeth Taylor og Richard Burton, var að lokum komið — fimmta og lengsta hjónaband hennar annað og stytzta hjónaband hans. Eftir stendur spurningun um það, hvernig skuli skipta feiknar- legurn auðæfum þeirra hjónanna. Þar er um að ræða skartgripi og gimsteina, sem myndu varpa skugga á hvaða krýningardjásn i heimi. t eigu þeirra er meðal ann- ars Kruppdemanturinn frægi svo og Peregri-perlan, sem Filippus Spánarkonungur gaf Mariu Tudor, dóttur Hinriks áttunda, á sinum tima. Við þetta bætast heilmiklar eignir i Tenerife og Irlandi, auk landsetra i Sviss og Mexikó. Burton-hjónin I samkvæmisskapi áður fyrr. Skartgripir hennar á þessari mynd eru milljóna doilara virði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.