Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 27
• Sunnudagur 16. marz 1975.
TÍMINN
27
..KNOTTUR-
INN LENTI
í MARK-
HORNINU
FJÆR. ALVEG
ÚT VIO
STÖNGINA
það var dnægjulegt að sjd knöttinn
hafna í netinu og fagnaðarhróp
dhorfenda yljuðu manni",
sagði Sveinn Teitsson.
SVEINN TEITSSON skoraði hið
fræga mark gegn Dönum á
Idrætsparken i Kaupmannahöfn
1959, þegar tslendingar voru nær
búnir að leggja erkifjendurna að
velli. Leikurinn var liður í undan-
keppni Olympiuleikanna i Kóm
1960, en þar tryggðu Danir sér
SVEINN TEITSSON.
silfursætið. 26 þús. áhorfendur
sáu Svein skora þetta eftirminni-
lega mark, sem seint mun
gleymast — hann lék með upp
með knöttinn og inn að vítateig,
þar sem hann spyrnti stórglæsi-
legu skoti, sem markvörður Dana
réði ekkert við. Lengi vel leit út
fyrir að þetta mark myndi nægja
isiendingum til sigurs, en svo
varð ekki, þvi að Henning Enok-
sen (fyrrum landsiiðsþjálfari
islands — 1972) tókst að jafna fyr-
ir Dani.
Sveinn Teitsson sagði lesendum
Timans frá markinu á
Idrætsparken, fyrir nokkrum ár-
um og ságði hann þá þannig frá
markinu:
„Þótt meira lægi á okkur I
leiknum i Kaupmannahöfn áttum
við þó góð upphlaup sem sköpuðu
góð tækifæri. Á 27. mín. náðum
við upphlaupi ogég fékk knöttinn
út á kantinn nokkru fyrir framan
miðju. Það var alveg auður völlur
á miðjunni — danski innherjinn,
sem lék min megin, var það
framarlega. Ég lék með knöttinn
alveg upp undir vitateig Dana og
var á báðum áttum hvað ég ætti
að gera við hann. Allir fram-
herjarnir voru dekkaðir og þegar
danskur leikmaður nálgaðist mig
tók ég ákvörðun og spyrnti knett-
inum á markið. Þetta var ekki
sérlega föst spyrna, innanfótar
með hægri, og ég reiknaði ekki
með marki. En danska mark-
manninum tókst aðeins að koma
við knöttinn með fingurgómunum
og hann lenti i markhornið fjær
alveg út við stöng — um hálfan
metra frá jörð. Það var ánægju-
legt, að sjá knöttinn hafna i netinu
og fagnaðaróp áhorfenda iljuðu
manni.”
Nokkuð annað sérstakt frá
leiknum ?
— ,,Já, það var þegar Enoksen
jafnaði fyrir Dani siðast i leikn-
um. Það munaði litlu að mér
tækist að koma i veg fyrir það
mark. Það varð smá misskilning-
ur milli Helga og Harðar og
knötturinn hrökk til Enoksen. Ég
var alvcg i honum og spyrnti i
löppina á honum um leið og
hann spyrnti knettinum I mark.
En við máttum vel við þessi útslit
una og vissulega gekk okkur vcl.”
En Sveinn, markið, sem þú
skoraðir gegn Austurfiki 1953, var
nokkuð svipað marki þinu i
Kaupmannahöfn?
,,Já, að vissu leyti, en það var
heppnis mark. Ég fékk knöttinn á
okkar vallarhelmingi og lék alveg
lausum hala fram á miðjan
vallarhelming mótherjanna. Ég
spyrnti knettinum ætlaði að gefa
fyrir inarkið, og sneri mér við um
leið til að fara i stöðu mina. Ég
vissi ekki hvaðan stóð á mig
veðrið þegar ég heyrði fagnaðar-
op áhorfenda, og Karl Guð-
mundsson kom hlaupandi og
faðmaði mig að sér. Ég hafði sem
sagt skorað stórfallegt mark — án
þess að sjá það sjálfur — knöttur-
inn smaug undir markslána
óverjandi fyrir austurriska
markmanninn. Þetta var annað
mark okkar i leiknum — Þórður
Þórðarson hafði skorað áður — en
Austurríkismenn sigruðu hins
vegar i ieiknum með 4:3.”
Við
hornfánann
Erlendir punktar
„Souness var óþolin-
móður unglinaur"
segir Bill Nicholson, um hinn snjalla
Skota í AAiddlesbrough-liðinu
GRAEME SOUNESS, hinn frá-
bæri miðvallarspilari Middles-
brough og Skotlands, er einn af
þeim leikmönnum, sem hefur
skotizt upp á toppinn á þessu
keppnistimabili. Þessi snjalli
leikmaður var lítt þekktur fyrir 18
mánuðum, nema þá á White Hart
Lane i Lundúnum, þar sem hann
æfði með Tottenhamliðinu. Hann
gerði árið 1969 samning við
Tottenham, þá aðeins 16 ára
gamall. En honum leiddist dvölin
PUSKAS
AFTUR
TIL
SPÁNAR
Hinn heimsfrægi knattspyrnu-
snillingur frá Ungverjalandi,
FERENC PUSKAS, sem átti
mikinn þátt í velgengni Real
Madrid á „gullaldarárum”
félagsins, er nú aftur kominn til
Spánar frá Grikklandi, þar sem
hann þjálfaði griska meistaralið-
ið Panathinaikos. Puskas hefur
nú tekið við starfi framkvæmda-
stjóra hjá 1. deildarliðinu Murcia.
ISLAND
KOMIÐ AF
BOTNINUM
islenzka lnadsliðið er nú komið af
botninum á listanum yfir árangur
knattspyrnulandsliða i heimin-
um. islendingar eru nú i 34. sæti,
einu sæti fyrir ofan Norðmenn.
Hér kemur svo listinn yfir árang-
ur 34 þjóða i knatlspyrnu.
1. East Germany... 20 10 6 4 27 17 26
2. W»st Gannany 15 11 2 2 27 9 24
3. Holland....... 14 10 3 1 32 8 23
4. Brazil......... 16 9 5 2 19 6 23
5. Poland ........ 15 10 2 3 29 15 22
6. Bulgaria ...... 20 6 7 7 30 23 19
7. Uruguay ....... 13 6 3 4 16 13 15
8. England....... 10 4 5 1 12 7 13
9. Scotland ...... 11 5 2 4 15 9 12
10. Argsntina... 12 4 4 4 18 20 12
11. Zaire ....... 10 5 1 4 16 ?1 11
12. Yugoslavia .. 12 4 3 5 21 14 11
13. Swedan...... 13 4 3 6 12 20 11
14. Balgium..... 7 4 2 1 8 4 10
15. Cztchoslovakia 9 4 2 3 14 11 10
16. Hungary ...... 8 4 1 3 11 13 9
17. Rumania ...... 9 3 3 3 7 6 9
18. Austria..... 5 3 2 0 5 2 8
19. Spain......... 5 3 1 1 6 4 7
20. Graoce ....... 7 2 3 2 9 11 7
21. Dsnmark ...... 6 2 2 2 13 6 6
22. Wales......... 6 3 0 3 9 6 6
23. France ....... 6 2 2 2 9 8 6
24. Australia .... 7 2 2 3 5 8 6
25. Rep. of Ireiand 5 2 1 2 7 6 5
26. Itaiy ........ 8 1 4 3 6 8 6
27. ChHe ......... 7 1 3 3 3 6 5
28. N. Ireland.. 5 2 0 3 4 4 4
29. Finland..... 6 1 2 3 8 11 4
30. Turkay ....... 4 1 1 2 4 8 3
31. Russia ....... 4 1 1 2 2 5 3
32. Switzerland. 7 1 1 5 5 7 3
33. Portugal ..... 3 0 2 1 0 3 2
34. iceland..... 4 0 2 2 4 7 2
35. Norway...... 6 1 0 5 6 11 2
36. Hahi ......... 9 0 2 7 3 23 2
37. Malta....... 4 0 13 14 1
38. Luxembourg.. 2 002 2 7 0
i Lundúnum, þar sem hann fékk
ekki tækifæri til að keppa með
Tottenhamliðinu og siðan yfirga?
hann félagið og „Boro” borgaði
aðeins 27 þús. pund fyrir hann.
GRAEME SOUNESS.. hinn
snjalli Skoti.
sem var gjafverð.
Bill Nidiolson, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Tottenham, sagði
fyrirstuttu: — Souness er frábær
leikmaður og hann myndi styrkja
Tottenham-liðið mikið núna
Hann var óþolinmóður unglingur,
þegar hann var hjá Tottenham.
Souness var ungur og óreyndur og
þess vegna komst hann ekki
Tottenham-liðið, sem var skipaf
dýrum leikmönnum.”
„Þetta hefur verið ánægjulegt
keppnistimabil fyrir mig”, sagði
Souness, sem hefur nú leikið þrjá
landsleiki fyrir Skota á keppnis-
timabilinu — gegn A-Þjóðverjum
og Spánverjum. „Það bezta sem
gat komið fyrir mig, var að koma
til Middlesbrough og leika fyrir
félagið undir stjórn Jackie Charl-
ton. Ég kann vel við mig og þá get
ég skorað mörk, — það er fyrir
öllu. Middlesbrough er nú eitt
bezta liðið i 1. deildinni — leik-
mennirnir leika góða knattspyrnu
og þeir skora einnig mörk”. —
SOS
United til
Honolúlu
leikmenn liðsins dveljast þar
í sumarfríinu sfnu
„Þetta hefur verið erfitt en gleði-
legt keppnistimabil fyrir okkur —
1. deildarsæiið blasir við okkur og
við erum ákveðnir i að standa
okkur næsta keppnistimabil i 1.
deildarkeppninni”, sagði Tommy
Docherty, framkvæmdastjóri
Manchester United, eftir hinn
góða sigur gegn Bolton um sl.
helgi. — Strákarnir hafa staðið
sig vel I vetur, þrátt fyrir að
meiðsli á leikmönnum hafa sett
strik i reikninginn. Þeir hafa unn-
ið fyrir því, að fá gott sumarfri og
hvila sig”.
Það mun ekki væsa um leik-
HÆTTIR
DEYNA?
Hinn 27 ára gamli fyrirliði lands-
liðs Póllands, Kazimierz Deyna,
hefur nú lýst þviýfir, að hann hafi
mikinn áhuga á að leggja knatt-
spyrnuskóna á hilluna eftir þetta
keppnistimabil.
menn Manchester United i
sumar, þvi að nú er ákveðið að
þeir fái gott sumarfri i sólinni á
Hawai-eyjum i Kyrrahafinu, eða
réttara sagt Sandvikureyjum.
Hvað er hægt að hugsa sér betra,
en að sleikja sólskinið á Honolúlú.
United-liðið mun einnig leika
æfingaleiki fyrir næsta keppnis-
timabil i Japan, Astraliu og
Nýja-Sjálandi.
JIM HOLTON, hinn snjalli mið-
vöröur Manchester United og
Skotlands, meiddist i leik gegn
Sheffield Wednesday i vetur, en
nú er hann byrjaður að æfa'aftur.
Holton, sem fótbrotnaði, sést hér
á mvndinni i æfingabúningi Unit-
ed, þar sem hann er að æfa sig á
Old Traffod.