Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 16. marz 1975. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Grei II „Ef söngurinn er kaldur, dettur hann dauður niður 99 OFT HEFUR sú lexia verið þul- in á siðustu árum og áratugum, að mannkynið standi á þröskuldi nýrrar aldar. Það þóttu mikil býsn, þegar menn uppgötvuðu að hægt var að tala saman um lang- an veg með hjálp simavirsins. Þegar útvarpið kom til sögunnar, óx undrunin enn, og nú er það sjónvarpið, sem vekur mörgum manninum furðu, en hin fyrri undur tækninnar eru orðin næst- um eins og sjálfsagður hlutur, valda að minnsta kosti ekki nein- um teljandi heilabrotum. Ekki væri óliklegt að sjónvarp- ið ætti eftir — eða væri þegar byrjað — að magna og margfalda eitt af þjóðareinkennum tslend- inga, forvitnina. Við höfum alltaf viljað vita allt um sjálfa okkur (og, með leyfi að segja, hver um annan): ætt og uppruna, gáfna- far, smekk og viðhorf til allra hugsanlegra hluta. Ef við höfðum heyrt manninn tala i útvarp eða höfðum lesið eftir hann grein i blaði, var forvitnin vakin. En fyrst þetta hefur verið svona, ár- um og áratugum saman, hvað mun þá, þegar við sjáum ókunn- ugt fólk heima i stofu hjá okkur á hverju kvöldi, án þess þó að geta talað við það? Hvað er þessi (hann eða hún) meira en glæsi- legt útlit, gáfulegt yfirbragð? Syngur á mörgum tungu- málum Hér er ekki ætlunin að rjúfa sjálfsagða friðhelgi einkalifs með of nærgöngulum spurningum, en hins vegar verður lesendum Tim- ans gefinn kostur á að skyggnast litið eitt i áhugamál og tóm- stundagaman eins þeirra mörgu einstaklinga, sem vinna að stað- aldri við sjónvarpið okkar, og áreiðanlega er augna- og eyrna- yndi margra sjónvarpsnotenda, að minnsta kosti karlþjóðarinnar. Það er Hrönn Hafliðadóttir, sem hér „situr fyrir svörum”. Og þá er það fyrsta spurningin, Hrönn: — Tekur ekki sjónvarpið frá þér þær tómstundir, sem þú kynnir að gcta átt, frá annarri vinnu, búi og börnum? — Nei, ekki er það nú svo slæmt. Ég vinn ekki hjá sjónvarp- inu nema eitf kvöld i viku að meðaltali, og svo einn og einn laugar- og sunnudag. Þess vegna get ég þvi haft fristundir næstum hvenær sem ég vil. — Hvaðgerirþúþá, —hver eru áhugamáiin? — Ég sezt við hljóðfærið og æfi mig —• ég er að nema tónlist — eða þá ég næ mér i góða bók, ég er tið- ur gestur i bókabil hverfisins, þar sem ég bý. Stundum sezt ég lika með handavinnuna mina, en ég vinn mikið i höndum, þegar tæki- færi er til. — Er iangt siðan þú hófst tón- listarnám? — Þetta er sjötta árið, sem ég er við söngnám. Þegar ég var barn, byrjaði ég að læra pianó- leik, en hætti aftur, þvi miður. Ég er núna i Söngskólanum i Reykja- vik hjá Garðari Cortes, en áður hafði ég verið i fimm ár i Tónlist- arskólanum i Reykjavik, þar sem ég lærði hjá Engel Lund. — Og þér þykir þetta auðvitað gaman, fyrst þú ert að því? —Já, sannarlega, — ég myndi ekki gera það annars! t raun og veru má segja, að þetta sé mitt aðaláhugamál, þótt margt fleira veiti mér lika mikla ánægju. Til dæmis þykir mér ákaflega gaman að ferðast. — Það væri gaman að heyra meira um söngnám þitt, einkan- lega fyrir mig og mina lika, sem litt þekkja til siikra hiuta. — Já, það er nú svo, en eigin- lega veit ég varla, hvar ég á að byrja. Rödd mín er mezzo- sópran, og þaðan alveg niður i altrödd. Þegar ég var hjá Engel Lund, söng ég mikið af alls kyns þjóðlögum, ensk þjóðlög, sungin á ensku, skozk lög, sungin á breið- skozku, og lika hef ég reynt að syngja á gelisku. Það er óskap- lega gaman, en jafnframt mjög vandasamt. Og þó, ef maður hef- ur sæmilega gott eyra fyrir fram- burði, getur þetta tekizt áfallalit- ið. Franskir söngvar frá 16. og 17. öld — Þú hefur ekki verið við eina fjöiina felld, hvað tungumálin snertir. Eru það fleiri mál, sem þú hefur sungið á? — Já, að visu. Að islenzkunni ógleymdri, hef ég sungið þýzk ljóð á þýzku, og svo gamla, franska söngva og dansa, frá 16. og 17. öld. Þá syng ég á frönsku. Það er feikilega gaman, þvi að það er svo mikil einlægni i þess- um gömlu, frönsku ljóðum. Mað- ur verður blátt áfram að skila þeim af jafnmiklum innileik og þau eru ort. Jafnvel þótt textinn segi ekki mikið i sjálfu sér, þá tjá- ir tónlistin það sem upp á vantar. Og þá er að vera þess um kominn að tjá það, sem hún vill segja, enda er aldrei hægt að syngja neitt af kulda, hvorki það né ann- að. Ef söngurinn er kaldur, dettur hann dauður niður og enginn maður hefur gaman af að hlusta. 1 Æg Æm /<; M Hrönn Hafiiðadóttir og börn hennar tvö, þau Andrea Jónheiöur og Hafliði Birgir. Þá sakar ekki aö geta þess, að kötturinn á heimilinu heitir Perla, og henni veittist sú virðing að ferðast I kringum landiö á sfðast liðnu sumri, — ein þeirra mörgu, sem fóru hringveginn nýja. Tfmamynd Róbert. Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.