Tíminn - 16.03.1975, Blaðsíða 11
TÍMINN
Sunnudagur 16. marz 1975.
11
Krlstinn Snæland:
BYGGÐAJAFNVÆGl
í HÆTTU
Þau ánægjulegu tiðindi gerð-
ust á sl. ári að fólksfjölgun á
landinu varð minnst á Stór-
Reykjavikursvæðinu. Þeim,
sem vilja sem jafnasta biísetu
um lzndið var þetta ánægjuefni
vegna þess að þetta þótti benda
til þess að kjör fólks voru að
jafnast þannig að ekki væri
eftirsóknarverðara að búa i
Reykjavik en annars staðar á
landinu. Einnig var þetta tákn
þess, að sú byggðastefna sem
Framsóknarflokkurinn hefur
mótað væri farin að bera ávöxt i
þvi að atvinnuöryggi væri nú
meira út um land en áður.
Alhliða uppbygging atvinnu-
lifsins úti á landi hafði tekizt vel
og var farin að bera ávöxt.
Mikil hætta steðjar nú að, svo
mikil að réttlætanlegt er að tala
um geigvænlega hættu ef ekki
verður brugðizt skjótt við og
myndarlegar en þegar hefur
verið gert. Hitunarkostnaður
húsa og fyrirtækja hefur aukizt
svo geigvænlega, þar sem olia
er notuð, að nýlegar aðgerðir al-
þingis munu ekki nægja til að
koma i veg fyrir gifurlega
byggðaröskun næstu árin að ó-
breyttu ástandi.
Almenningur er oft nokkuð
seinn að átta sig á breyttum að-
stæðum, en nú hefur það mikið
verið rætt um hitunarkostnað,
að almenningi er ljóst orðið
hver munur er á að búa á jarð-
hitasvæði eða þar sem notazt
verður við oliu eða rfkisraf-
magn til upphitunar.
Svo vitnað sé til Vestfjarða þá
mun upphitun húsa með jarp-
hita tæpast koma til greina i
nokkru plássi nema að Reyk-
hólum og e.t.v. i Tálknafirði.
Súhætta virðist yfirvofandi að
fólk fari að leiða hugann að bú-
setu á stöðum, er búa við jarð-
hita, Þá fær Suðvesturland enn
yfirtök hvað varðar aðdráttar-
afl. Framundan virðist vera
upphitun frá jarðvarma i Borg-
arnesi, Akranesi um Suðurnes
og jarðhiti er i Hveragerði og á
Selfossi. Fólk á Vestfjörðum ber
nú mjög saman hitunarkostnað
sinn og þeirra, er búa við jarð-
hitann.
Auk þess heyrast raddir að
þeir sem búa við rafhitun hér
telja hana kosta ámóta og oliu-
hitun, er þá miðað við verð frá
Rafmagnsveitum rikisins. Um
það, hvort sá samanburður er
raunhæfur, er ekki gott að
dæma.
Ein leið er fær til að jafna
þessi mál en hún er stórpólit-
tisk og eflaust þyrfti mikil átök
til að koma henni á. Sama verð
ætti að vera til húshitunar og
ljósa um allt land og eins ætti
sama verð að vera á jarðvarma
og oliu. M.ö.o. jöfnunarverði
þyrfti að koma á upphitun um
land allt. Þetta yrði eflaust mik-
ið verk og óvinsælt hjá þeim, er
nú greiða lágt verð fyrir hitann.
Sú óánægja og átök sem þessi
framkvæmd skapaði myndi
hjaðna á stuttum tima eins og
venja er.
Stjórnmáiamenn vorir verða
að taka á þessu máli af festu,
annars er byggðajafnvægi á Is-
landi i stórkostlegri hættu.
Rétt sem dæmi um hitunar-
kostnað með oliu má nefna að
fjölmargar ibúðir þurfa oliu
fyrir 15 þús. kr. á mánuði til
upphitunar. Mánaðarlaun
verkamanns eru um 45 þús.
krónur, 1/3 af þeim launum til
upphitunar er alltof stór hluti.
Það má ekkí dragast að til
róttækra aðgerða verði gripið.
AUGLYSINGASTOFA KBISTINAR l- :>— 62.9
Er þessi reitur á þínum
tryggingaskjðlum ?
Það er harla ólíklegt, nema
því aðeins að þú skiptir við
gagnkvæmt tryggingafelag.
Gagnkvæm trygginga-
félög greiða tekjuafgang til
viðskiptavina sinna.
Árið 1974 voru endurgreiðslur til tryggingataka
hjá Samvinnutryggingum svo sem hér segir:
af lögboðnum húsatryggingum 1.653.000.-
af farmskipatryggingum 1.588.000.-
af ferða-og slysatryggingum 1.698.000.-
af frjálsum ábyrgðatryggingum 1.496.000,-
Samtals kr. 6.435.000.-
Þeir, sem keyptu ofangreindar tryggingar hjá Samvinnutryggingum 1973, fengu
því tölu í þennan reit 1974. Tölu þeim til tekna.
SAMVirvrVUTRYGGIIVGAR GT