Fréttablaðið - 06.03.2005, Síða 28

Fréttablaðið - 06.03.2005, Síða 28
Aðstoðarskólastjóri Laus er staða aðstoðarskólastjóra í eitt skólaár (vegna námleyfis) frá 1. ágúst 2005. Álftanesskóli er stækkandi skóli og verða um 380 nem- endur í 1. – 9. bekk skólaárið 2005 – 2006. Í haust verður tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir unglingadeildir skólans. Leitað er að umsækjendum sem hafa: • Kennaramenntun og kennslureynslu • Framhaldsmenntun t.d. á sviði stjórnunar eða í upp eldis- og kennslufræðum • Lipurð í mannlegum samskiptum • Metnað í starfi og áhuga á skólaþróun Upplýsingar um starfið gefa Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri, í símum 5404700 og 8215007, netfang: sveinbjorn.njalsson@alftanesskoli.is og Hildur Ragnars formaður skólanefndar Álftaness í síma 6603706 og netfang: hildurragnars@hotmail.com Sjá einnig vef Sveitarfélagsins Álftanes www.alftanes.is Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám, störf og gögn er varða frumkvæði á sviði skólamála. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2005. Umsóknir sendist Álftanesskóla, 225 Álftanesi. Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ. Skólastjóri Álftanesskóli www.alftanesskoli.is Höfðatorg – Reykjavík Trésmiðir – Verktakar – Byggingarverkamenn Við leitum eftir metnaðarfullum einstaklingum og hópum við uppsteypu og byggingu einnar stærstu einkafram- kvæmdar í sögu Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki u.þ.b. þrjú ár. Upplýsingar á skrifstofu Eyktar Lynghálsi 4, sími 595-4400. Verkefnisstjóri: Kristján gsm 822-4407. Verkstjóri: Baldvin gsm 822-44-31. Nýstofnað Menntasvið Reykjavíkurborgar leitar að framsæknum og kraftmiklum leiðtoga til að stýra leikskólaskrifstofu sviðsins. Meginverkefni skrifstofustjóra leikskólaskrifstofu er að hafa forystu í fagmálum leikskóla, þ.e. þróun starfshátta og skólastarfs almennt, og vera faglegur leiðtogi leikskólastjóra og næsti yfirmaður þeirra. Verkefni skrifstofustjóra og ábyrgðarsvið eru að öðru leyti m.a.: Hafa forgöngu um þróun faglegs starfs í skólunum og þjónustu við nemendur og foreldra þeirra Bera ábyrgð á að lögum og reglugerðum svo og stefnu Reykjavíkurborgar fyrir leikskólastigið sé framfylgt Skipuleggja samstarf og stuðning við skólastjóra Annast samskipti við hagsmunaðila, hafa umsjón með samstarfi við þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar og sinna alþjóðatengslum Kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni: Yfirsýn yfir leikskólastigið og reynsla af kennslu og vinnu með börnum í leikskólum Leikskólakennaramenntun og framhaldsmenntun á háskólastigi er tengist viðfangsefnum starfsins Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun Lipurð í mannlegum samskiptum Hæfni til að setja fram hugmyndir í ræðu og riti Næsti yfirmaður skrifstofustjóra er sviðsstjóri Mennta- sviðs. Um ráðningarskilmála gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Kjör eru ákvörðuð af kjaranefnd Reykjavíkurborgar. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og störf og í henni þarf að gera grein fyrir hvernig umsækjandi mætir öllum ofangreindum kröfum. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. Umsóknir sendist á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Hulda D. Styrmisdóttir, breytingastjóri vegna stofnunar Menntasviðs, tölvupóstfang: hulda.dora.styrmisdottir@reykjavik.is, sími 535 5000. Skrifstofustjóri leikskólaskrifstofu á Menntasviði Reykjavíkurborgar Menntasvið verður til við samruna Leikskóla Reykjavíkur og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og er eitt af 10 sviðum Reykjavíkurborgar. Á Menntasviði verða tvær fagskrifstofur, grunnskólaskrifstofa og leikskólaskrifstofa. Undir leikskólaskrifstofu heyra 78 leikskólar þar sem eru 5.800 börn og um 1.700 starfsmenn. Undir grunnskólaskrifstofu heyra 38 grunnskólar með 15.500 nemendum og þar starfa um 2.500 starfsmenn. 6 ATVINNA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.