Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 58
30 6. mars 2005 SUNNUDAGUR FÓTBOLTI Chelsea er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar og þar að auki hefur liðið leikið einum leik færra en Man. Utd. United hefði getað hangið í Chelsea með sigri á Crystal Palace en vörn Palace hélt undir stórskotahríð leikmanna United sem voru manni fleiri síðustu 25 mínútur leiksins. Sir Alex Fergu- son, stjóri Man. Utd, játaði eftir leikinn að staða United væri vonlítil. „Þetta voru hræðileg úrslit. Þegar lið ætla sér sigur í ensku úrvalsdeildinni verða þau að vinna þessa leiki og það gerðum við ekki í dag. Það er svo sannar- lega á brattann að sækja hjá okkur núna,“ sagði Ferguson frekar fúll og skal engan undra. „Við höfum gefið Chelsea góða forystu á toppnum.“ Chelsea spilaði eftir að búið var að blása af leik United og Palace. Þeir tóku forystuna snemma gegn Norwich en urðu örlítið skelkaðir þegar Norwich jafnaði leikinn í síðari hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen kom af bekknum í síðari hálfleik og hann átti stóran þátt í öðru marki Chelsea sem Kezman skoraði. Portúgalinn Ricardo Carvalho rak síðan síðasta naglann í kistu Norwich skömmu fyrir leikslok. Vonir Liverpool um að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð dofnuðu mjög þegar liðið tapaði gegn Newcastle, 1-0. Laurent Ro- bert skoraði sigurmarkið með glæsilegu skoti beint úr auka- spyrnu og fékk þar með uppreisn æru en hann hefur mátt sitja löngum á varamannabekk Newcastle frá því að Graeme Souness tók við liðinu. „Hann átti frábæran leik,“ sagði Souness sem er greinilega að taka Robert í sátt. „Markið var fallegt og hann lagði líka mikið á sig. Ég var verulega ánægður með hans frammistöðu. Samband okkar er stormasamt. Ég elska hann og hann elskar mig. Samt endum við alltaf í rifrildum. Það er allt í lagi ef hann bregst við með því að skora mörk eins og í dag,“ sagði Graeme Souness. henry@frettabladid.is SJÓÐHEITUR Það var lítið skorað í ensku úrvalsdeildinni í gær en Thierry Henry, fram- herji Arsenal, var aftur á móti sjóðheitur og skoraði þrennu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Man. Utd búið að missa af lestinni Chelsea stakk Man. Utd af í baráttunni um enska meistaratitilinn í gær. Þeir sigruðu Norwich en United tókst ekki að sigra Crystal Palace þrátt fyrir að vera manni fleiri í 25 mínútur. Viltu samloku? Samsung E700 Rafhlaða og þyngd - 3 klst. í tal - 9,5 dagar í bið - 85 g Minni og samskiptamöguleikar - 1000 númera símaskrá - Myndskilaboð - GPRS - Innrautt Leikir og tónlist - Java-leikir (3 fylgja) - Fjöltóna hringingar (40 radda) Skjár og myndavél - 128x160 díla, 65 þúsund lita TFT skjár - 640x480 díla VGA myndavél Annað - Handfrjáls búnaður fylgir - Annar skjár utan á símanum - Vekjari, klukka, skeiðklukka, reiknivél Samsung E700 er einstaklega freistandi GSM-samloka á sérstöku tilboði fyrir viðskiptavini Og Vodafone. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 75 88 03 /2 00 5 *Skuldfært mánaðarlega af kreditkorti. 19.900 kr. eða 1.890 kr. í 12 mánuði.* Komdu í Og Vodafone verslun, smelltu þér á www.ogvodafone.is eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. MYNDAVÉL JAVA-LEIKIR VEKJARIMYNDSKILABOÐ DAGBÓK LEIKIR GÆRDAGSINS Enska úrvalsdeildin ASTON VILLA–MIDDLESBROUGH 2–0 1–0 Martin Laursen (64.), 2–0 Luke Moore (79.). ARSENAL–PORTSMOUTH 3–0 1–0 Thierry Henry (39.), 2–0 Thierry Henry (53.), 3–0 Thierry Henry (85.). CRYSTAL PALACE–MAN. UTD 0–0 FULHAM–CHARLTON 0–0 NEWCASTLE–LIVERPOOL 1–0 1–0 Laurent Robert (70.). SOUTHAMPTON–TOTTENHAM 1–0 1–0 Nigel Quashie (51.). NORWICH–CHELSEA 1–3 0–1 Joe Cole (22.), 1–1 McKenzie (64.), 1–2 Mateja Kezman (71.), 1–3 Ricardo Carvalho (79.) STAÐAN CHELSEA 28 22 5 1 53–9 71 MAN. UTD. 29 18 9 2 47–17 63 ARSENAL 29 18 7 4 67–32 61 EVERTON 28 15 6 7 34–29 51 LIVERPOOL 28 13 4 11 41–30 43 MIDDLESB. 29 11 9 9 43–39 42 BOLTON 28 11 7 10 36–34 40 TOTTENH. 28 11 6 11 35–31 39 CHARLTON 28 11 7 10 32–38 40 MAN CITY 28 9 9 10 34–31 36 A. VILLA 29 10 8 11 34–37 38 NEWCASTLE 28 9 10 9 40–44 37 BIRMINGH. 28 8 8 12 31–35 32 PORTSM. 29 8 6 15 31–45 30 FULHAM 28 8 6 14 33–46 30 BLACKB. 27 6 10 11 24–36 28 C. PALACE 29 6 8 15 32–45 26 SOUTHAM. 29 4 12 13 30–44 24 NORWICH 29 3 11 15 29–58 20 WBA 27 2 12 13 23–49 18 LEIKIR GÆRDAGSINS Enska 1. deildin DERBY–PLYMOUTH 1–0 Bjarni Guðjónsson var á varamannabekk Plymouth og kom ekkert við sögu. LEICESTER–NOTT. FOREST 0–1 Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmanna- hópi Leicester. QPR–READING 0–0 Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading og lék allan leikinn. WATFORD–COVENTRY 2–3 Brynjar Björn Gunnarsson var á varamannabekk Watford og kom af honum á 61. mínútu. Heiðar Helguson er enn meiddur og gat því ekki leikið. Danski handboltinn KOLDING–AARHUS 41–36 Þetta var uppgjör toppliðanna og Kolding stendur með pálmann í höndunum eftir sigurinn. Róbert Gunnarsson skoraði 11 mörk fyrir Aarhus. Spænska úrvalsdeildin OSASUNA–BARCELONA 0–1 0–1 Samuel Eto´o (40.). Ítalska úrvalsdeildin ATALANTA–AC MILAN 1–2 Makinwa – Ambrosini, Pirlo. Reykjavíkurmót kvenna KR–VALUR 0–8 Mörk Vals: Margrét Lára Viðarsdóttir 4, Dóra María Lárusdóttir, Laufey Ólafsdóttir, Málfríður Sigurðardóttir, Nína Ósk Kristinsdóttir. Þetta var úrslitaleikurinn þannig að Valur er Reykjavíkurmeistari. Deildarbikar karla ÍA–ÞÓR 3–2 Ellert Björnsson, Dean Martin, Gunnlaugur Jónsson – Baldur Sigurðsson 2. Faxaflóamót kvenna KEFLAVÍK–BREIÐABLIK 0–8 Mörk Breiðabliks: Ólína Viðarsdóttir 3, Guðlaug Jónsdóttir 2, Greta Samúelsdóttir 2, Sandra Magnúsdóttir. ÍBV–FH 2–1 Hólmfríður Magnúsdóttir, Olga Færseth – Svava Björnsdóttir. MEISTARAR Valur tryggði sér Reykjavíkur- meistaratitilinn í kvennaflokki með 8–0 sigri á KR í gær. Íris Andrésdóttir, fyrirliði Vals, hampar hér verðlaununum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.