Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 23
Ver›bréfafljónusta Sparisjó›sins óskar a› rá›a framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík Sími 520 4700 • Fax 520 4701 www.hagvangur.is- vi› rá›um Framkvæmdastjóri st‡rir daglegum rekstri Ver›bréfafljónustunnar. Hann ber einnig ábyrg› á sölu- og marka›smálum og öflun n‡rra vi›skiptavina. Leita› er a› framkvæmdastjóra sem hefur flegar afla› sér gó›rar reynslu á marka›inum og hefur metna› og flor til a› efla, móta og flróa ungt fyrirtæki. Háskólamenntun og réttindi í löggiltri ver›bréfami›lun er skilyr›i. Vi›komandi flarf a› geta byrja› sem fyrst. Fyrirspurnir ver›a me›höndla›ar sem trúna›armál. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is og fylgigögn skulu send sem vi›hengi. Umsóknarfrestur er til og me› 13. mars nk. Númer starfs er 4353. Uppl‡singar veita Baldur G. Jónsson og Katrín S. Óladóttir. Netföng: baldur@hagvangur.is katrin@hagvangur.is. Ver›bréfafljónusta Sparisjó›sins er n‡stofna› fyrirtæki í eigu flestra spari- sjó›a landsins sem sérhæfir sig á svi›i ver›bréfavi›skipta og eignast‡ringar. Fyrirtæki› samanstendur af eignast‡ringu, mi›lun, rekstrarsvi›i og rekstrarfélagi sem sér um st‡ringu sex ver›bréfasjó›a. VSP sinnir mi›lun ver›bréfa á helstu mörku›um, innanlands og utan. VSP hefur á undanförnum misserum byggt upp net samstarfsa›ila og hefur flannig a›gang a› rannsóknarni›urstö›um og sérfræ›i- flekkingu erlendra stórfyrirtækja. Sjá nánari uppl‡singar á www.vsp.is Ingunn Sigurrós Bragadóttir sem gegnir nafninu Inga Rósa vann fyrst í Seðlabankanum, svo Búnaðarbankan- um og nú í Landsbankanum. Þar starfar hún sem sérfræðingur í deild sem heitir Viðskiptastjórnun. „Já, ég er búin að vera viðloðandi þennan bankageira nokkuð lengi,“ segir Inga Rósa brosandi þegar hún er spurð hvort hún kunni vel við sig innan um peningana. Hún kveðst vinna á sölu- og markaðssviði en deildin hennar sé ný af nálinni. „Hlutverk okkar er að vinna að því að efla þjónustuna og þróa samskiptin við viðskiptavinina. Ég var áður að vinna í fjár- stýringu bæði hjá Landsbankanum og Bún- aðarbankanum sem er töluvert ólíkt því sem ég er að gera í dag. Þar var ég í milli- bankaviðskiptum en nú verð ég aðeins meira í snertingu við viðskiptavini útibú- anna. Þetta er skemmtileg breyting og mjög öflugur hópur sem ég er að vinna með. Við erum sex í þessu þróunarstarfi og munum vinna með framlínufólkinu í útibúunum við að aðlaga þjónustuna og vöruframboðið á hverjum tíma. Þetta er allt í mótun og bara gaman að taka þátt í því. Það er að minnsta kosti nóg að gera,“ segir Inga Rósa glaðleg og upplýsir aðspurð að oft komi tarnir en ró- legri tímar komi þess á milli. Hún kveðst eiga mann og tvo syni en eldri drengurinn sé það stór að hann sjái um að taka á móti yngri bróður sínum úr skólanum. „Svo eru afarnir og ömmurnar mjög dugleg að hjálpa til. Þannig rúllar þetta,“ segir hún. Að lokum er forvitnast aðeins um áhugamálin. „Við höfum gaman að allri útivist. Yfir vetrartímann förum við tölu- vert á skíði og á sumrin ferðumst við mikið innanlands,“ segir Inga Rósa og þar með hleypum við henni aftur að vinnuborðinu. gun@frettabladid.is Eflir þjónustu og þróar samskipti atvinna@frettabladid.is Stjórn VR mun leggja til á kom- andi aðalfundi að hver félags- maður eignist séreignarsjóð hjá félaginu, svokallaðan VR-varasjóð. Sjóðinn getur hver og einn nýtt til ákveðinna verkefna að eigin vali svo sem símenntunar, ýmissa or- lofsmála, forvarna og endurhæf- ingar eða til framfærslu t.d. við atvinnumissi, heilsubrest eða við starfslok vegna aldurs. Breyting- arnar munu þannig auka sveigj- anleika félagsmanna á vinnu- markaði en samkvæmt þeim mun hver félagsmaður fá greiddan hluta af sínu félags- gjaldi, sjúkrasjóðsgjaldi og orlofs- sjóðsgjaldi inn á VR-varasjóð í eigin nafni. Þessir fjármunir hafa hingað til runnið óskiptir í sam- eiginlega sjóði. Þetta kemur fram á vef VR. Nýr kjarasamningur milli 24 aðildarfélaga BHM og ríkisins var undirritaður þann 28. febrúar, með fyrirvara um samþykki stjórn- ar þeirra félaga sem aðild að samningnum eiga. Samningurinn gildir frá 1. febrúar sl. til 30. apríl 2008. Samkvæmt samningnum er sameiginleg launatafla félag- anna og á hverri stofnun verður gerður sameiginlegur stofnanasamningur við félögin. Ísland í alþjóðasamfélagi er yfirskrift fundar í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti. Fundurinn verður hald- inn þriðjudaginn 8. mars, á al- þjóðlegum baráttudegi kvenna, kl. 17 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur. Fundarstjóri verður Elna Katrín Jónsdóttir, varaformaður KÍ, en á fundinum munu meðal ann- ars Ósk Vilhjálmsdóttir myndlist- arkona flytja fyrirlesturinn „Fót- gönguliðar“, Birna Þórðardóttir rappa Bússuþulu og Sabine Leskopf frá samtökum kvenna af erlendum uppruna halda tölu. Frekari upplýsingar ásamt dagskrá er að finna á vefnum www.bsrb.is. Tveir kynningarfundir um nýjan kjarasamning SFR og Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. og Fríhafnarinnar ehf. hafa verið haldnir en atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Á kjörskrá eru 111 starfsmenn. Inga Rósa kann vel við sig í bankageiranum innan um peningana. LIGGUR Í LOFTINU í atvinnu MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? Misverðmætir starfsmenn bls. 2 Skrifstofuhótel á Selfossi bls. 2 Konur í stjórnunarstöðum bls. 2 Togarastemning í KB banka bls. 8 SMÁAUGLÝSINGAR byrja í dag á bls. 18 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 6. mars, 65. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 8.17 13.39 19.02 AKUREYRI 8.05 13.24 18.44 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag STÖRF Í BOÐI Verslunarstjóri Skrifstofustjóri Framkvæmdastjóri Sjávarútvegsfræðingur Prófdómari Starf í móttöku Skiltagerð Verkfræðingur Kennarar Viðgerðarmenn Fjármálastjóri Rafvirkjar Afgreiðslustarf Verkfræðingar Hjúkrunarfræðingar Sölumenn Leikskólakennarar Tæknifræðingar Bifvélavirkjar Verkamenn Bílstjórar Ritari Deildarstjóri Fyrirtæki ekki nógu sátt LÁGMARKSLAUN Í BRETLANDI MUNU HÆKKA Í OKTÓBER. Þessi hækkun mun koma einni milljón manna til góða að sögn ríkis- stjórnarinnar. Þá munu lágmarkslaun fullorðinna verða 5,05 pund á tímann, eða um 587 krónur, en launin voru áður 4,85 pund, eða um 564 krónur. Krökkum á aldrinum 18 til 21 árs verður greidd 4,25 pund á tímann, eða um 495 krónur. Áætlað er að laun fullorðinna hækki í 5,35 pund, eða um 623 krónur, í október 2006. Mörg fyrirtæki hafa fundið fyrir óþægindum vegna tveggja síðustu hækk- ana og því hefur ríkisstjórnin ákveðið að hafa hækkunina litla á löngum tíma. Mörg fyrirtæki eru á móti hækkuninni. Nú tekur fullorðna aðeins tvo tíma að safna fyrir tíu punda seðlinum í staðinn fyrir næst- um því tvo og hálfan tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.