Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.03.2005, Qupperneq 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 60,64 60,92 115,66 116,22 79,54 79,98 10,68 10,75 9,67 9,73 8,79 8,85 0,58 0,58 92,30 92,86 GENGI GJALDMIÐLA 04.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 109.27 -0,25% 4 6. mars 2005 SUNNUDAGUR Fyrirhugað Citroën-umboð Brimborgar á Dalvegi: Lögfræðingur fylgdi íbúum á fund bæjarins ÍBÚABYGGÐ Forsvarmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi mættu á fund skipulagsyfirvalda bæjarins og forsvarmanna Brimborgar með lögfræðing sér við hlið. Íbúarnir mótmæla fyrirhugaðri byggingu Brimborgar á lóð gróðr- arstöðvarinnar Birkihlíð sem stendur á grænum reit. Heiðar Þór Guðnason, talsmað- ur íbúa í Hjallahverfi, segir þá vilja að bæjaryfirvöld skipuleggi Dalveginn í heild. Þeir geti ekki sætt sig við aukna umferð um íbúðahverfið. Heiðar segir íbúana undrandi á að bílaumboðið reiði fram 165 milljónir fyrir grænt svæði án vil- yrðis bæjarins um að bygging þeirra fái að rísa. Birgir H. Sigurðsson, skipu- lagsstjóri Kópavogsbæjar, sagði fyrir fundinn að Brimborg hefði ekkert vilyrði fengið. Málið verði skoðað frá öllum hliðum. Egill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Brimborgar, segir fyrirtækið ætla að fara að leik- reglum þannig að allir geti verið sáttir í lokin: „Við erum ekki á hraðferð og viljum velja bestu lausnina fyrir íbúana, bæinn og okkur.“ - gag Leituðu sannana fyrir skattsvikum Tuttugu starfsmenn Skattrannsóknarstjóra gerðu húsleit á fjölda vínveitinga- húsa. Lagt var hald á bókhaldsgögn og tölvubúnað. Skattrannsóknarstjóri segir markmið aðgerðanna hafa náðst. SKATTRANNSÓKN Starfsmenn Skatt- rannsóknarstjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveit- ingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrann- sóknarstjóra og tugur lögreglu- manna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bók- haldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skatt- svik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væru í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveit- ingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar að- gerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri sagði að aðgerð- in hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknar- menn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingastaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengdri vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveit- ingastaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn. -jse GLANNAR Á SNÆFELLSNESI Átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Snæfellsnesi á föstudagskvöld. Utanbæjar óku sex ökumenn of hratt, sá sem hraðast ók mældist á 140 kíló- metra hraða. Í Snæfellsbæ voru tveir teknir á ólöglegum hraða. Sá sem hraðar ók var á um 80 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 35 kíló- metrar. VOR Á KRÓKNUM Sigurður Jóns- son, lögreglumaður á Sauðár- króki, tók nagladekkin undan einkabílnum sínum á föstudag. Fyrr en hann hefur áður gert. Hann sagðist viss um að vorið væri komið. Engin áföll hafa orð- ið í umferðinni síðustu daga, að sögn Sigurðar. Fólskuleg árás: Afmæli úr böndunum BANDARÍKIN Réttarhöld fara nú fram í Baltimore yfir þremur kon- um sem gefið er að sök að hafa barið telpu svo illilega að hún lá meðvitundarlaus í þrjár vikur á eftir. Líkamsárásin átti sér stað í tólf ára afmæli stúlkunnar, Nicole Townes. Yngri systir hennar fékk einnig að kenna á barsmíðum. Ein kvennanna er móðir telpn- anna. Að sögn CNN-fréttastof- unnar var ástæða árásarinnar sú að jafnaldri Nicole kyssti hana á kinnina í tilefni afmælisins og hélt móðirin sér til mikillar skap- raunar að dóttir sín væri komin með kærasta. ■ KOPPALOGN Harald Holsvik, hjá Vaktstöð skipa, segir ekki eins marga báta hafa verið á sjó í gær og ætla mátti af veðrinu, en vel gaf til sjós þar sem blíðviðri var á flestum miðum. Innan við þrjú hundruð bátar voru á sjó – en þegar mest er eru þeir oft þús- und fleiri. SLÖKKVILIÐ SAUG VATN Engir brunar höfðu orðið í Reykjavík um helgina, þegar rætt var við slökkvilið í gær. Eitt útkall var í gærdag, en þá aðstoðuðu bruna- verðir fólk þar sem vatn hafði flætt. Háskólanám: Kynntu sér námsleiðir NÁM Fjöldi væntanlegra háskóla- nema kynnti sér starfsemi sjö háskóla á Stóra háskóladeginum sem haldinn var í Borgarleikhús- inu í gær. Uppákomur sem Lista- háskólinn stóð fyrir settu svip á daginn og skemmtu þeim sem komu til að kynna sér starfsemi skólanna. „Það er búin að vera prýðileg aðsókn,“ sagði Guðjón Helgason, kynningarfulltrúi Kennarahá- skóla Íslands, sáttur við hvernig dagurinn þróaðist. Skólarnir voru hver með sinn bás til að kynna starfsemi sína auk þess sem hver og einn hafði undirbúið erindi sem flutt voru af og til yfir daginn. - bþg Auður Jónsdóttir Dúndurbók „Í fjörlegri frásögn sinni tekst Auði að draga einkenni þessa tvískinnungs upp á yfirborðið í texta sem er allt í senn; tragískur og fyndinn, umburðarlyndur og dómharður, hlýr og kaldranalegur ... afar áhrifarík.“ Fríða Björk Ingvarsdóttir, Mbl. Komin í kilju „Greip mig svo fast og snerti mig svo sterkt að ég hreinlega táraðist á stundum.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FUNDAÐ UM BREYTINGU Á SKIPULAGI Forsvarmenn íbúa Hjallahverfis í Kópavogi funduðu með skipulagsyfirvöldum og Brimborg á fimmtudag. Íbúarnir geta ekki fallist á að skipulagi um grænt svæði verði breytt svo Brimborg geti byggt bílaumboð. STÓRI HÁSKÓLADAGURINN Fjöldi manns lagði leið sína í Borgarleik- húsið og kynnti sér námsúrval háskóla, annarra en Háskóla Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L FRAMDI SJÁLFSMORÐ Júrí Kravsjenkó, fyrrum innanríkis- ráðherra Úkraínu, fannst látinn á heimili sínu. Hann framdi sjálfs- morð. Júrí átti að bera vitni á föstudag vegna morðsins á blaða- manninum Georgí Gongadze en höfuðlaust lík hans fannst í skógi fyrir fimm árum. Á VÍNVEITINGAHÚSI Um þrjátíu manns, lögreglumenn og starfsmenn Skattrannsóknastjóra, tóku þátt í aðgerð- um gegn skattsvindli á vínveitingahúsum. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.