Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 51
SUNNUDAGUR 6. mars 2005 23 fermingargjöf Flott hugmynd að Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 74 76 12 /2 00 5 Kira 3 Frábært kúlutjald með stóru fortjaldi. Fermingartilboð 8.990 kr. Verð áður 10.990 kr. Tjöld frá 5.990 kr. LEIKLIST „Patataz, það þýðir kartöflur á spænsku,“ segir Björn Margeir, höfundur leikritsins Patataz sem áhugaleikfélagið Hugleikur frumflytur í kvöld. „Nafnið er samt dregið af leik sem persónurnar í leikritinu hafa fundið upp sjálfar, þar sem fjöl- skyldan hefur steypt saman spurningaleik, hjónaspili, smá kapphlaupi, actionary, pictionary og alls konar leikjum. Þarna ægir öllu saman, en þessi leikur er jafn íslenskur og kartöflur, sem eru komnar frá Suður-Ameríku.“ Patataz gerist í sumarbústað hjónanna Sigríðar og Þórmundar sem stendur í hólma í íslenskri jökulá. Von er á dótturinni Önnu Lilju sem kynnir kærastann Yous- souf fyrir foreldrum sínum og bróður. „En nú reynir virkilega á fjöl- skylduna, hvað hún er umburðar- lynd og fordómalaus því það er ým- islegt sem rekst á í hugmyndum þeirra um tilveruna. Við förum í dálítið djúpt ferðalag með þessu fólki í rúman klukkutíma sem endar náttúrlega með ósköpum eins og vera ber.“ Patataz er fyrsta verk Björns í fullri lengd sem sett er upp á leik- sviði. Hann átti eitt stutt leikrit sem flutt var á örleikritahátíðinni Margt smátt í Borgarleikhúsinu í haust. Einnig gerði hann handrit stuttmyndarinnar Móðan, sem Jón Karl Helgason kvikmyndagerðar- maður gerði og var sú mynd til- nefnd til Edduverðlaunanna í vetur. Með hlutverk hjónanna fara þau Rúnar Lund og Júlía Hannam. Sigurður Pálsson leikur kærast- ann Youssouf en þau Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Guðmundur Erlingsson leika systkinin Baldur og Önnu Lilju. Leikstjóri er Bergur Þór Ing- ólfsson, en sýningar verða í Eilífð- inni, nýju leikhúsi sem er til húsa að Vatnagörðum 4. ■ Justin Timberlake segist hafa samþykkt að leika Elton John í nýrri mynd en aðeins ef senurnar þar sem hin villta fortíð söngvar- ans er sýnd yrðu ekki klipptar út. Hann segist vera stoltur af því að hafa verið boðið hlutverkið en heimtaði að kynlífs- og eiturlyfja- senur yrðu hafðar inni í sögunni. Elton, sem var frægur fyrir eitur- lyfjapartí sín á áttunda áratugn- um, valdi Justin sjálfur í hlut- verkið og fær hann heilar 20 millj- ónir dollara fyrir leikinn. „Vitandi hversu villt tilvera Eltons hefur verið hugsaði ég með mér hversu hreykinn ég væri að vera boðið þetta hlutverk. En þeg- ar ég las handritið sá ég að allt villta dótið hafði verið skilið eftir. Ég sagði því stúdíóinu að ég vildi ekki taka við þessu nema allt það slæma yrði með inni í dæminu líka. Ég get ekki beðið eftir að hefjast handa núna,“ sagði Justin, sem hefur áður leikið Elton í myndbandinu við lagið This Train Don’t Stop There Any More. ■ FJÖLSKYLDAN Í PATATAZ Áhugaleikfélagið Hugleikur frumsýnir í kvöld nýtt leikrit eftir Björn Margeir í Eilífðinni, Vatnagörðum 4. Endar með ósköpum Leikur Elton í nýrri mynd JUSTIN TIMBERLAKE Hann þverneitaði að leika í kvikmynd um Elton John nema fram- leiðendur sýndu hina villtu fortíð söngvarans í myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.