Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 57
SUNNUDAGUR 6. mars 2005 29
Vaxtalaus helgi
í Sony Center Kringlunni!
Fyrir 2.499* krónur færðu...
Opið í dag
frá 13 -17.
*Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann.
www.sonycenter.is
MZ-NH700
Sony Minidisk.
· Minidisk spilara sem tekur 1GB á disk.
· Stafrænn flutningur til/frá tölvu (USB)
· Topp upptöku og afspilunargræja.
Verð 2.499 krónur
vaxtalaust* í 12 mán. eða
29.988 krónur staðgreitt
DSC-L1
Sony stafræn myndavél.
· 4,1 milljón pixlar
· 3x aðdráttur um Carl Zeiss linsu
· 1,5" skjár
Verð 2.499 krónur
vaxtalaust* í 12 mán. eða
29.988 krónur staðgreitt
CMT-HPX7
Sony samstæða
· 120W magnari
· 5 diska geislaspilari með mp3 afspilun
· Tengi fyrir tölvuna/mp3 spilarann
Verð 2.499 krónur
vaxtalaust* í 12 mán. eða
29.988 krónur staðgreitt
Fermi
ngar-
sams
tæðan
!
120W
magn
ari og
tekur
5 disk
a!
Hönnun
sem tek
ið
er eftir!
Geymir
allt að 1GB
á disk!
Valencia fagnar
brotthvarfi Ranieri
Sjaldan hefur brottrekstri knattspyrnu-
stjóra verið tekið með meiri fögnuði en
þegar spurðist í síðustu viku að stjórn
Valencia hefði sagt Claudio Ranieri upp
störfum. Brottreksturinn kom fáum á
óvart og var búinn að liggja í loftinu vik-
um saman. Spurningin var ekki hvort
Ranieri yrði rekinn heldur hvenær. Að-
dáendur Val-
encia hafa
reyndar mest-
an áhuga á að
vita af hverju
hann var yfir-
höfuð ráðinn
og hið sorg-
lega fyrir þá er
að stjórnendur
félagsins hafa
ekki getað svarað því almennilega. Þeir
tjáðu sig lítið um það framan af hausti
en upp á síðkastið hafa nokkrir þeirra
stigið fram og viðurkennt að ákvörðun-
in hafi verið tekin í miklu bríaríi eftir að
Rafa Benitez ákvað að halda til Liver-
pool. Sumir stjórnarmenn sögðust
meira að segja að ráðningin hafi aldrei
verið formlega rædd og það hafi verið
forsetinn Juan Soler sem hafi séð um
ráðninguna. Soler viðurkenndi í síðustu
viku að lengd samningsins og háar
greiðslur til Ranieri hafi stafað af tauga-
veikluninni í kringum brotthvarf Benitez.
Tómlegt titlasafn
Ranieri er að nokkru leyti þakkað að
hafa lagt grunninn að mesta vel-
gengnistímabili í sögu Valencia en hann
stjórnaði liðinu um tveggja ára skeið og
varð liðið bikarmeistari 1998. En Ranieri
taldi grasið grænna hjá Atletico Madrid
en gerði litlar rósir þar og sagði upp um
vorið nokkrum vikum áður en liðið féll í
aðra deild. Brotthlaup hans til Atletico
sat í mörgum sem spurðu hvort Val-
encia væri nógu fínn klúbbur fyrir hann
núna fyrst svo var ekki fyrir 6 árum.
Einnig voru efasemdir um hæfni Ranieri
til að halda utan um stjörnum prýdd lið
og stýra þeim til sigurs. Ranieri vann
ágætt uppbyggingarstarf með Fiorent-
ina og Valencia og gerði þau lið að bik-
armeisturum auk þess sem Flórensliðið
varð meistari meistaranna á Ítalíu en
þar með er titlasafn Ranieri upptalið.
Honum tókst ekki að klára hlutina hjá
Chelsea og eilíft stöðuhringl hans með
leikmenn þótti orka tvímælis. Spænskir
sparkblaðamenn voru smeykir í sumar
fyrir hönd Valencia þrátt fyrir að liðið
hefði orðið meistari í vor og hefði styrkt
sig í sumar.
Geðþekkur en ístöðulaus
Ranieri var vinsæll á Englandi og höfðu
menn mikla samúð með honum í fyrra
í ljósi þess mikla baktjaldamakks sem
Abromovich stundaði. Þessi geðþekka
ára var fljót að mást af honum á Spáni
enda tortryggni í garð ítalskra þjálfara
mikil þar í landi og ekki batnaði það er
Ranieri keypti 4 ítalska leikmenn í sum-
ar. Þessi ítalska innrás var of stór biti
fyrir hina stoltu Spánverja sem eru alltaf
með svolitla minnimáttarkennd gagn-
vart Ítölum. Ítölsku leikmennirnir stóðu
ekki undir væntingum ef undan er skil-
inn Marco Di Vaio og meira að segja
Amdedo Carboni sem leikið hefur svo
lengi á Spáni að hann flokkast nánast
sem heimamaður datt úr öllu stuði.
Enda dæmigert fyrir hringlið á Ranieri
að láta 39 ára gamlan snarörfættan
vinstri bakvörð leika á hægri kanti.
Ítöðuleysi Ranieri í uppstillingu liðsins
var algert og enginn af lykilmönnum
liðsins fann sig undir hans stjórn.
Þær 500 hundruð miljónir sem Ranieri
hafði upp úr krafsinu fyrir 8 mánaða
starf hjá Valencia bætast ofan á miljarð-
inn sem Roman Abromovich leysti
hann út með frá
Chelsea. Ranieri
kann allaveg-
ana að
semja
hvað
sem
um
aðra
hæfi-
leika hans
verður sagt.
EINAR LOGI
VIGNISSON
Hörkuleikur á milli ÍR og KA í Austurberginu í gær:
Sterk vörn ÍR skapaði sigurinn
HANDBOLTI. KA-menn sóttu ekki
gull í greipar ÍR-inga í Austur-
bergi í gær, en heimamenn höfðu
yfir allan leikinn. Það var fyrst og
fremst gríðarlega öflugur varnar-
leikur ÍR sem skapaði sigurinn og
KA-menn máttu sín lítils gegn
honum og fengu á sig mikið af
hraðaupphlaupum. Sigur heima-
manna var öruggari en lokatöl-
urnar gefa til kynna, en leiknum
lauk með sigri ÍR, 35-32.
Jóhannes Bjarnason, þjálfari
KA, var hundfúll með leik sinna
manna í gær.
„Sóknarleikur okkar var
hreinlega afleitur framan af leik,
en lagaðist að vísu aðeins í þeim
síðari. Það hefur verið okkar
akkílesarhæll í undanförnum
leikjum að við erum að sækja illa
á þessar flötu varnir og erum að
sækja of mikið inn á miðjuna þar
sem vörnin er hvað þéttust fyrir
og í kjölfarið er vörn andstæðing-
anna að verja mikið af skotum og
við að fá á okkur hraðaupplaup í
staðinn“, sagði Jóhannes.
Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR var
ögn kátari með leik sinna manna í
gær. „Ég lagði upp með það við
strákana fyrir leikinn að þetta
væri 4-6 punkta leikur og því er
þetta gríðarlega mikilvægur sig-
ur fyrir okkur. Það er ekkert
leyndarmál að við byggjum á vörn
og hraðaupphlaupum og það skil-
aði sér í dag“, sagði Júlíus. - bbHANNES HEITUR ÍR-ingurinn Hannes Jón Jónsson átti góðan leik gegn KA íAusturberginu í gær og skoraði sjö mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.