Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 1
HÁ BOÐ Í VÍÐIDALSÁ Tilboðin í leigu
Víðidalsár fyrir næsta ár eru helmingi hærri en
leigugreiðslur fyrir ána í dag. Talið er að leigan
hækki úr rúmum þrjátíu milljónum í um það
bil fimmtíu milljónir króna. Sjá síðu 2
ÁTJÁN PRÓSENTA HÆKKUN Kjara-
samningur SFR og fjármálaráðuneytisins þýðir
að lægstu laun verða 113 þúsund krónur á
mánuði í maí á næsta ári. Formaður félagsins
er sáttur við samninginn. Sjá síðu 2
HÚSLEIT Á KRÁM Starfsmenn Skatt-
rannsóknarstjóra gerðu húsleit hjá á öðrum
tug kráa og skemmtistaða í fyrrakvöld. Tugir
manna tóku þátt í húsleitinni. Skattrann-
sóknarstjóri segir að markmiðin með hús-
leitunum hafi náðst. Sjá síðu 4
ÓTTAST MENGUNARSLYS Norsk
yfirvöld óttast mengunarslys eftir að
kviknaði í olíuflutningaskipi undan
ströndum landsins. Flytja þurfti áhöfn
skipsins á brott í þyrlum. Sjá síðu 2
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Kvikmyndir 30
Tónlist 30
Leikhús 30
Myndlist 30
Íþróttir 20
Sjónvarp 32
SUNNUDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
6. mars 2005 – 63. tölublað – 5. árgangur
BJARTVIÐRI FYRIR NORÐAN OG
AUSTAN Litilsháttar súld öðru hvoru
vestan til. Hiti víðast 3–8 stig. Sjá síðu 4
TÓNLEIKAR 140 ungmenni koma fram
á tónleikum Skólahljómsveitar Kópavogs í
Háskólabíói sem hefjast klukkan 14. Dag-
skráin er fjölbreytt, meðal annars verk eftir
Rossini og Queen.
Dagblaðalestur
á sunnudögum*
63%
54%
*Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, nóv. 2004.
LÓÐAMÁL Menn buðu allt að 17,2
milljónir króna í lóðir fyrir einbýlis-
hús í lóðaútboði fyrir þriðja áfanga í
Norðlingaholti. Boðinn var út bygg-
ingarréttur á fjórtán lóðum fyrir
fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús
og bárust 885 tilboð frá 123 fyrir-
tækjum og einstaklingum í lóðirnar.
Ekki verður þó af því að borgar-
yfirvöld fái rúmar 17 milljónir fyrir
einstakar lóðir. „Ég ætla að falla frá
þessu tilboði, það var aðeins of
hátt,“ sagði Óli Þór Barðdal hjá
Grandavör sem átti hæsta tilboðið í
einbýlishúsalóðir. Nokkuð var um
tilboð upp á tólf til fimmtán milljón-
ir í einbýlishúsalóðir.
Boðin eru töluvert hærri en í
síðasta útboði. Hæsta tilboð í lóð
fyrir tólf íbúða keðjuhús nam 111,4
milljónum króna, andvirði rúm-
lega níu milljóna á íbúð. Hæst voru
boðnar 120,5 milljónir í lóð þar
sem byggja á samtengd tvíbýlis-
hús með fjórtán íbúðum, tæpar níu
milljónir á hús. Þá barst boð upp á
183 milljónir króna fyrir 27 til 30
íbúða fjölbýlishús og samsvarar
það því að lóðarverð á hverja íbúð
nemi sex til sjö milljón krónum.
Helgi Hákon Jónsson í Eigna-
kaupum er ekki í vafa um að þetta
hátt lóðaverð geti leitt til verð-
hækkana um allt höfuðborgar-
svæðið, ekki síst þegar tekið er
tillit til hás verðs í lóðaútboði í
Garðabæ fyrir skemmstu.
„Það segir sig sjálft að hærri
lóðaverð þýða hærri fasteigna-
verð,“ segir Helgi Hákon. „Svo er
spurning: Hvað er upphaf og end-
ir? Ef lóðirnar eru of dýrar þá ættu
þær ekki að seljast.“ Stöðugar
verðhækkanir hafa verið mikið í
umræðunni að undanförnu. „Þetta
kjaftar upp verðið. Það hlýtur að
koma að því að markaðurinn
mettist,“ segir hann og kveðst
merkja örvæntingu meðal sumra
sem eru búnir að selja en eiga
eftir að kaupa. - bþg
STJÓRNMÁL Magnús Þór Hafsteins-
son vann sannfærandi sigur í
kosningu um embætti varafor-
manns Frjálslynda flokksins.
Hann fékk tæp 70 prósent at-
kvæða en mótframbjóðandi hans,
Gunnar Örlygsson, fékk rúm 30
prósent.
Guðjón Arnar Kristjánsson
var endurkjörinn formaður og
Margrét Sverrisdóttir er áfram
ritari en hvorugt þeirra fékk mót-
framboð.
Guðjón Arnar segir að barátta
Magnúsar og Gunnars hafi verið
góð og báðum til sóma. Hann hafði
sjálfur lýst stuðningi við framboð
Magnúsar en taldi ekki að það
hafi haft úrslitaáhrif. Hins
vegar skipti miklu að Margrét
Sverrisdóttir ákvað að láta ekki
undan þrýstingi þinggesta um að
gefa kost á sér.
Sjá síðu 2
MISKÁTIR Á KAFFI REYKJAVÍK Þeir Gunnar Örlygsson (t.v.) og Magnús Þór Hafsteinsson fengu fyrstir manna að vita um niðurstöðu
kosningar milli þeirra um embætti varaformanns Frjálslynda flokksins. Magnús átti erfitt með að leyna gleði sinni á leið í þingsalinn enda
fékk hann tæplega sjötíu prósent atkvæða.
Tekin hús á Laugavegi
Ekki eru allir á eitt sáttir um þá ákvörðun skipulagsyfirvalda að leyfa að tuttugu og fimm hús við
Laugaveginn verði rifin. Hvað segja þeir sem eiga lifibrauð sitt undir þökum húsanna?
SÍÐA 36
▲
Liza Marklund:
Vann að
fataframleiðslu
í 49 ár
SÍÐA 24
▲
Þórarinn Elmar Jensen:
SÍÐUR 18 & 19
▲
Bauð 17 milljónir
í einbýlishúsalóð
Tilboð í nýjar lóðir í Norðlingaholti eru mun hærri en í fyrri áföngum
hverfisins. Verktakar bjóða andvirði tæpra sjö milljóna á hverja íbúð í
fjölbýlishúsum. Sá sem hæst bauð í einbýlishús dregur tilboðið til baka.
MÖGNU‹
TILBO‹
Á N†JUM VÖRUM
Kaup
3.-6. mars
Sí›asti dagurinn!í i i
Fyrsta bók sænska
höfundarins komin
út á íslensku
SÝRLANDSFORSETI
Assad hét brotthvarfi hersins en útlistaði
ekki hvernig það yrði.
Sýrlandsher í Líbanon:
Assad lofar
brotthvarfi
SÝRLAND, AP Bashar Assad, forseti
Sýrlands, hét því í gær að draga
hersveitir Sýrlendinga í Líbanon
til líbansk-sýrlensku landamær-
anna.
Líbanskir stjórnarandstæðing-
ar, sem vilja herinn burt, voru þó
fullir efasemda og töldu orðalag
forsetans svo loðið að engin leið
væri til að skilja hvort herinn
ætti að fara frá Líbanon eða að-
eins í héruð landsins sem liggja
að sýrlensku landamærunum.
Assad sagðist myndu kalla
herinn fyrst í Beekadal í Líbanon
og síðan til landamæranna. ■
Mahmoud Abbas:
Órói vegna
veru Ísraela
PALESTÍNA, AP Það kemst enginn
friður á í borgum Palestínumanna
á Vesturbakkanum fyrr en Ísrael-
ar fara þaðan með herlið sitt,
sagði Mahmoud Abbas, forseti
palestínsku heimastjórnarinnar.
Abbas hvatti Ísraela til að
hefja aftur viðræður um brott-
hvarf hersveita sinna frá fimm
borgum á Vesturbakkanum. Ísra-
elar hættu þátttöku í viðræðunum
eftir sjálfsmorðssprengjuárás í
Tel Aviv um síðustu helgi.
Ísraelar segjast ekki taka
nokkurn þátt í viðræðunum fyrr
en Palestínumenn finna þá sem
stóðu að árásinni og koma lögum
yfir þá. Embættismenn hafa sak-
að Abbas um að fara sér hægt í að
handsama mennina sem bera
ábyrgð á dauða fimm Ísraela. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
Átök um embætti hjá Frjálslyndum:
Guðjón og Magnús endurkjörnir