Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 62
34 6. mars 2005 SUNNUDAGUR Það margborgar sig að fylgja lögum og reglum. Því komst ég að fyrir nokkrum árum. Þá var ég nýbyrjaður að stunda golf en tímdi ekki að borga mig inn á vellina. Við félagarnir svindluðum okkur því inn á golf- velli landsins í von um að verða ekki nappaðir af vallarstjórum eða öðrum starfsmönnum. Eitt skiptið höfðum við félag- arnir svindlað okkur inn á ónefndan völl á höfuðborgar- svæðinu og hófum leik. Veðrið var eins og best verður á kosið, sólskin, hægur andvari og um tíu stiga hiti. Félagarnir slógu hver af öðrum þar til röðin kom að mér. Þetta var á þriðju holu. Hún er ekki löng en með háu grasi og hrauni allt í kring. Ég stillti kúlunni upp, mund- aði kylfuna og ætlaði aldeilis að slá langt. Sveiflan var ágæt en átökin of mikil. Kylfan rétt sneiddi kúluna. Ég blótaði. Kúlan tókst varla á loft og stefndi í átt að háa grasinu. Skyndilega tók hún sveig og þaut inn á brautina, rúllaði eftir henni endilangri, inn á flötina, í átt að fánanum þar sem hún hvarf. Við trúðum ekki okkar eigin augum. Ég hafði farið holu í höggi – þótt þetta hafi ekki verið draumahöggið. Við félagarnir æptum upp yfir okkur af gleði og nálægir kylfingar klöppuðu. Nú var sko gaman að vera til. Við ræddum um það að nú gæti ég skráð mig í Einherja- klúbbinn, fyrir þá sem hafa farið holu í höggi, og fengi kannski verðlaun í lok árs. En þá rann það upp fyrir okkur. Hverjum áttum við að tilkynna þetta? Við höfðum jú svindlað okkur inn. Þótt mörg ár séu liðin frá högginu góða græt ég það enn að hafa ekki fylgt reglunum. Næst þegar ég fer holu í höggi ætla ég að vera búinn að borga vallar- gjaldið. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON KOMST AÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERA LÖGHLÝÐINN Hola í höggi M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli sökkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.