Fréttablaðið - 06.03.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Bú›u flig undir brottför á www.icelandexpress.is
Fer›afljónusta Iceland Express, Su›urlandsbraut 24, Sími 5 500 600
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Kappsamir starfsmenn Icelandair klippi› hér
BARNALEGT VER‹
5.995
Fullor›insver› frá: 7.995 kr.
(A›ra lei› me› sköttum)
Nú er ástæ›a til a› hafa sérstaklega gott eftirlit me› barninu flví í sumar ver›a öll barnafargjöld Iceland Express
á 5.995 kr. a›ra lei› me› sköttum. Víkka›u sjóndeildarhring smáfólksins me› fer›alagi til London, Kaupmanna-
hafnar e›a Frankfurt á ótrúlegu ver›i. Tilbo›i› gildir fyrir alla 2–12 ára farflega sem bóka›ir eru fyrir 15. maí
í fer›ir á tímabilinu 9. mars til 30. september.
KR.
FYRIR BÖRN 2 – 12 ÁRA
BARNAVER‹5.995 KR.A‹RA LEI‹ ME‹ SKÖTTUM
Framsækið
afturhald
Íslenska þjóðin bregst vel við nýj-ungum og á auðvelt með að til-
einka sér breyttar aðstæður. Við
erum hrifin af nýmóðins raftækjum,
enda virðast tæki landsmanna end-
urnýjuð á tíðum útsölum raftækja-
verslana. Við eigum heimsmet í því
að skila skattframtölum á netinu og
erum stolt af því.
ÞRÁTT fyrir þessa þjóðarsál virð-
ast stjórnvöld vantreysta almenn-
ingi. Ungt fólk má ganga í hjóna-
band, fara með eigin fjármál og hafa
áhrif á hverjir stjórna landinu áður
en því er treyst til þess að kaupa sér
bjór á bar. Og enn þykir mörgum
stjórnmálamönnum afleit hugmynd,
ef ekki beinlínis hættuleg, að „leyfa“
fullorðnu fólki að kaupa sér léttvín
og bjór í öðrum verslunum en í
verslun ríkisins. Til höfuðs þessum
viðhorfum hefur nú þurft að stofna
sérstök samtök fólks sem vill breyt-
ingar á regluverki um áfengi.
VINUR MINN benti einu sinni á
heilbrigða nálgun um breytingar á
ríkjandi ástandi. Hún er leggja fyrir
sig próf og spyrja: „Ef málunum
væri öfugt háttað, myndi ég vilja
skipta til baka?“ Í þessu tilviki: Ef
fólk gæti verslað léttvín og bjór í
matvöruverslunum, myndi ég leggja
til að það yrði bannað? Ef 18 ára
sjálfráða einstaklingum væri leyft
að versla áfengi, myndi ég þá leggja
til að það yrði bannað?
VITANLEGA svara ekki allir eins,
en þessi nálgun getur opnað augun
fyrir kostum og ókostum þess að
breyta. Íbúar dreifbýlis myndu
sennilega búa við betra aðgengi að
áfengi ef sala þess yrði frjálsari. Á
Vestfjörðum er nú aðeins að finna
tvö útibú ÁTVR, á Ísafirði og Pat-
reksfirði. Er það sömuleiðis ekki til-
tölulega augljóst að eitt hæsta
áfengisgjald heims hefur áhrif á
verðlagningu áfengis sem aftur bitn-
ar á ferðaþjónustu?
ANDSTÆÐINGAR breytinga í átt
til frjálslyndis telja að afleiðing-
arnar blasi við. Grimmar fórnir á
altari Bakkusar. Þjóðin yrði í glasi
öllum stundum. Hér birtist gamal-
gróin vantrú á almenningi. Og
kannski leifar þess tíma þegar eði-
legt taldist að drekka brennivín í
kók um helgar og annars ekkert. Af
hverju ættu Íslendingar ekki að ráða
við frelsi sem aðrar þjóðir hafa og
eru bara nokkuð lukkulegar með?
BAKÞANKAR
ÞORBJARGAR S.
GUNNLAUGSDÓTTUR