Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 8. mai 1975. AAjólkursamlag KEA: FRAMLEIÐENDUM FÆKKAR EN MJÓLKURMAGN EYKST Aöalfundur Mjólkursamlags KEA var haldinn I Samkomuhús- inu á Akureyri föstudaginn 2. mai s.l. og hófsthann kl. 10,30 árdegis. Fundinn setti formaöur félags- stjórnar, Hjörtur E. Þórarinsson. Minntist hann I fundarbyrjun Jónasar Kristjánssonar, fyrrv. mjólkursamlagsstjóra, er lést þann 27. janúar s.i. Fundarstjórar voru kjörnir Arnsteinn Stefánsson, Stóra-Dun- haga og Smári Helgason, Arbæ, en fundarritarar Gunnar Jóns- son, Brekku, og Guöný Pálsdóttir, Arnarnesi. A fundinum mættu um 160 mjólkurframleiöendur. Mjólkursamlagsstjóri, Vern- haröur Sveinsson, flutti Itarlega skýrslu um rekstur Mjólkursam- lagsins á árinu 1974 og las og út- skýröi reikninga þess. Innlagt mjólkurmagn var 21.825.350 litrar og haföi aukizt um 529.000 lltra eöa 2,48% frá fyrra ári. Fitumagn mjólkurinnar var aö meöaltali 4,223%. Mjólkurframleiöendur voru 370 og haföi fækkaö um 13 frá fyrra ári. Meöalinnlegg á mjólkurframleiöenda var 58.987 lltrar. Af móttekinni mjólk var 21,5% selt sem neyzlumjólk en 78,5% fór til framleiöslu á ýmsum mjólkurvörum. A árinu var framleitt 628 tonn smjör, 551 tonn ostur af ýmsum tegundum, 59 tonn mysuostur og mysingur, 182 tonn skyr, 119 tonn þurrmjólk og undanrennuduft, 207 tonn kasein. Reiknisyfirlit ársins sýndi, að heildarverð til framleiðenda fyrir innlagða mjólk varð kr. 34,66 hver ltr. A miðju s.l. ári hófust mjólkur- flutningar með tankbilum frá. Grýtubakka-, Saurbæjar- og Hrafnagilshreppum en á þessu ári er áætlað, að Akureyri, Glæsi- bæjar-, öxnadals og Skriðuhrepp- ar komi inn i tankvæðinguna. Aformað er að tankvæðingu alls framleiðslusvæðisins ljúki á ár- inu 1976. Valur Amþórsson, kaupfélags- stjöri, gaf fundinum ýtarlega skýrslu um byggingarfram- kvæmdir nýju mjólkurstöðvar- innar, en unnið var að byggingu hennar allt s.l. ár. Fjárfestingar á árinu námu alls rúmlega 100 millj. króna. Framkvæmdum við nýju stöðina er enn haldið áfram og að þvf stefnt, að ostagerðin i nýju stöðinni verði fullbúin til notkunar á árinu 1976. Guðmundur Þórisson, Hléskóg- um, var endurkjörinn i mjólkur- samlagsráð, en varamenn til eins árs voru kjörnir Haukur Halldórsson, Sveinbjarnargerði og Haukur Steindórsson, Þri- hyrningi. veittar í Þjóðminjasafni Menntamálaráöherra hefur nú I samráöi viö forseta tslands ákveöiö aö frummyndir úr Feröa- bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar veröi varö- veittar I Þjóöminjasafninu, en Hiö konunglega danska visinda- félag ákvaö fyrir nokkru aö gefa islendingum myndirnar eins og Timinn skýröi frá fyrir nokkrum vikum. Ferðabók Eggerts og Bjarna kom fyrst út á dönsku á vegum danska visindafélagsins i Sorö ár- ið 1772. Gerhard Schöning sagn- fræðingur og Jón Eiriksson konferensráð bjuggu handritið til prentunar. A næstu þremur ára- tugum kom Ferðabókin út á þremur höfuðtungum Vestur- Evrópu: þýzku, frönsku og ensku. Bókin kom fyrst út á islenzku árið 1943 I þýðingu Steindórs Stein- dórssonar frá Hlöðum og i annað sinn á siöastliðnu ári i sérstakri viðhafnarútgáfu. t öllum fyrri út- gáfum höfðu birzt eirstungur af frummyndunum en I áðurnefndri þjóðhátiðarútgáfu voru flestar myndanna prentaðar i litum i fyrsta skipti. Danska visinda- félagið hafði lánað Bókaútgáfunni Erni og örlygi myndirnar hingað HARMA AÐ VERA FLÆKT- UR í INNANLANDSDEILU til lands i þeim tilgangi. Nokkrar myndanna höfðu þó birst i litum i afmælisriti danska visindafélags- ins árið 1973 og i Arbók Hins is- lenska fornleifafélags árið 1972. Alls eru frummyndirnar um 120 auk uppdráttarins af íslandi. Bændur skoöa byggingaframkvæmdir hinnar nýju mjólkurstöövar KEA. — Ljósm. GPK. Frummyndirnar úr Ferðabók Eggerts og Bjarna varð- LR EFNIR TIL „LEIKHÚSGÖNGU" segír aðstoðarframkvæmdastjóri franska ferðaklúbbsins NFA um dtökin í Ferðafélagi íslands SJ-Reykjavík. Kl. tvö i dag efnir Leikfélag Reykjavikur til „leik- húsgöngu” til að vekja athygli á byggingu borgarleikhúss. 1 leiðangrinum verða m.a. gamlir bilar, enginn yngri en frá 1930, fólksbilar, kassabill, og brunabill. Leikarar i búningum frá ýmsum timabilum sitja i farartækjunum. Dixilandhljómsveit leikur á kassabilnum. Farið veröur frá Iönó eftir Lækjargötu upp Hverfisgötu, Snorrabraut að Austurbæjarbió, þar sem Leik- félag Reykjavikur hefur um þess- ar mundir sýningu á hláturleikn- um Húrra krakka til ágóða fyrir húsbyggingasjóð félagsins, þar verður snúið við oggengið i róleg- heitum niður Laugaveg aftur að Iðnó. Leikfélagið væntir þess að borgarbúar taki þátt i þessari gamansemi og óskinni um að nýtt leikhús borgarleikhús, risi sem allra fyrst. SJ-Reykjavik — Það hefur aldrei neitt óhapp komið fyrir, eða nein ieiöindi orðiö i feröum okkar hingaö, og við hörmum mjög aö vera nú orðnir að þvi er viröist Christian Pinot Timamynd Róbert miöpunkturinn i innanlandsdeilu Félag okkar er meö mjög líku sniði og Feröafélag tslands, og viö viljum einmitt ferðast á sama hátt og það gerir, en ekki fara á staöi, sem fjölsóttir eru af erlend- um feröamönnum. Svo fórust orð Christian Pinot, aðstoðarframkvæmdastjóra franska ferðaklúbbsins, Nou- velles Frontieres Association, sem sent hefur hópa franskra ferðamanna hingað til lands siðan 1970 I samvinnu við Ferðafélag Islands. — Það hefur ýmislegt verið ranghermt um klúbb okkar i fréttum, vegna þeirra deilu, sem staðið hefur innan Ferðafélags Islands og lauk með þvi að Einar Guðjohnsen hætti störfum hjá félaginu. Haft hefur verið á orði, að einn aðalþátturinn i deilunni hafi verið sá, aö franskir ferðamenn hafi fyllt skála félagsins, svo að ekki hafi verið rúm fyrir Islendinga. Ef við hefðum sent hingað hundrað manna hópa þá væri þessi röksemd skiljanleg, en hóp- ar okkar eru litlir, venjulega um tuttugu manns. Og við erum ein- mitt sammála Ferðafélagsmönn- um, — við erum á móti „túrista- mengun”. Við viljum ekki fara á baðströnd og sleikja sólina, en kynnast engu um land og þjóð. ís- landsferðir hafa notið sivaxandi vinsælda hjá þeim, sem ferðast með okkur vegna þess að það er andstæða slikra ferðamanna- staða. Þátttakendur i ferðum okkar klifa fjöll og jökla, sofa i tjöldum og skálum, og vilja kynn- ast landi og lýð. Hér I Reykjavik hafa Frakkarnir búið hjá Is- lendingum og islenzkir leiðsögu- menn eru með hverjum hópi. Nouvelles Frontieres Associ- ation er ekki ferðaskrifstofa held- ur klúbbur, sem ekki er rekinn i þeim tilgangi að skila hagnaði. Lögð er áherzla á að bjóöa fólki eins ódýrar ferðir og kostur er, og er þvi mikið notað leiguflug. 35.000 félagar eru i klúbbnum. Haldnir eru fræðslufundir áður en farið er i ferðir, þar sem áhugi er á að kynnast sögu, þjóðfélags- skipulagi og efnahagslifi þeirra landa, sem ferðazt er til. öllum er heimilt að taka þátt i ferðum klúbbsins, en meirihlutinn er venjulega ungt fólk á aldrinum 18-35 ára. Christian Pinot sagði, að ferð- um klúbbsins hingað yrði haldið áfram, með hvaða hætti sem það yrði, sennilega koma 18 hópar i sumar. Viða skipuleggur klúbburinn ferðir sinar sjálfur, en mikil ánægja var með samstarfið við Ferðafélagið hér. Hann sagði enn óráðið með hverjum hætti það yrði i sumar. Hann mun eiga viðræður við Sigurð Jóhannsson vegamálastjóra formann Ft og Einar Guöjohnsen hjá ferðafélag- inu Útivist. Pinot kvaðst kominn til tslands til að leiðrétta ranghermi um ferðafélagið franska. Það væri vilji forráðamanna franska ferðaklúbbsins að taka þátt i bar- áttu íslendinga gegn „túrista- mengun.” KJÖTS KROKKAR t nauta ...4.5.5. /Kg % svín 58«/kg ' * folöld ......2.7.0/kg ^ lömb 297/K9 ÚTB, PÖKKUN, MERKING innifdið í verdi. TILBÚIÐ í FRYSTIRINNI D^o^M®®TJto)®0Kí] LAUQALÆK SL •Iml 35020 Karl Kristjánsson Karl Kristjánsson áttræður Karl Kristjánsson, fyrrver- andi alþingism aöur, á áttræöisafmæli á laugardag- inn 10. mai. Þann dag munu vinirogsýslungar Karls eiga stund meö þeim hjónum, honum og konu hans, Pálínu Jóhannesdóttur, I félags- heimili Hreyfiis við Grensás- veg klukkan 3,30-6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.