Tíminn - 08.05.1975, Qupperneq 14

Tíminn - 08.05.1975, Qupperneq 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 8. mal 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 16 og neyddi i hann mat hlaut að hafa verið þorpsbúar. Þetta var matur frá þeim. Hann geymdi afganginn til næturinnar. Þá klifraði hann niður úr trénu og tók stefnumiðaf hnígandi sólinni. Hann stefndi enn í suður. En hvers vegna hafði fólkið hjálpað honum? Hafði það þyrmt honum út af útliti hans og útgangi? Eftir þetta var hann aldrei á ferð nema að næturlagi. Hann notaði stjörnurnar sem áttavita, og át rætur, trjá- börk og gróður úr ánum. í myrkrinu heyrði hann oft til hermanna í grennd við sig, og lá grafkyrr í kjarrinu þar til allt varð hljótt. Stundum hvarf óráðið, en steyptist svo yf ir hann hálfu verra. Honum heyrðist losað öryggið af sjálfvirkum riffli. Þá kastaði hann sér í runnana, áður en honum varð Ijóst, að hljóðið kom frá trjágrein, sem hafði brotnað undan þunga hans sjálfs. Regntiminn hóf st ef tir tvær vikur. Regnið virtist eilíft. Forarbleyta. Rotinn viður. Þett regnstreymið þrengdi að honum. Hann gat tæpast andað. Hann hélt áf ram dasaður af þéttu regnstreyminu, bálreiður út af gljúpri forinni og blautu kjarri, sem festist við hann. Suðuráttin var týnd. Þegar rofaði til á skýjuðum næturhimninum tók hann mið af stjörnunum. En þegar skýin hrönnuðust upp varð hann að ferðast í blindni. Næst þegar rofaði til, komst hann að því, að hann var áttavilltur. Einu sinni komst hann að því, að hann hafði ráfað í hring. Eftir það ferð- aðist hann aðeins að degi til. Hann varð að fara hægar og sýna meiri gætni til aðekki yrði eftir honum tekið. Þegar ekki sá til sólar, tók hann mið af f jarlægum kennileitum, f jallstindi eða hávöxnu tré. Regnið skall yfir hvern ein- asta dag. Hann staulaðist út úr skóginum og yf ir akur. Einhver skaut á hann. Hann hrasaði til jarðar og skreiddist aftur til trjánna. Annað skot. Fólk hljóp um í grasinu. „Ég sagði þér að segja til þín", sagði maðurinn. „Hefði ég ekki séð, að þú varst vopnlaus, hefði ég drepið þig. Hunzkastu á fætur og segðu til þín." Bandaríkjamenn. Hann fór að hlæja og gat ekki hætt. Hann var á spítala í mánuð, áður en sefasýkin rann af honum. Hann hafði komið til N-Víetnam í desember. Þeir sögðu honum, að nú væri maíbyrjun. Hve lengi hann var fangi — vissi hann ekki. Hann vissi ekki hversu lengi hann hafði verið á flótta. Frá lendingarstaðnum og til amerísku herstöðvarinnar i suðurhluta iandsins voru þrjúhundruð og níutíu mílur. Þessa vegalengd hafði hann að baki frá því i desember. Þess vegna hló hann. Því hann hlaut að hafa verið á hersvæði Bandaríkjanna dögum saman. Hermennirnir, sem hann heyrði til á nóttunni. Ellefti kafli. Hann var eins lengi í sturtuklefanum og hann gat. Rambo vissi, að hann myndi ekki þola það, er Teasle kæmi með skærin að höfði hans, og færi að klippa. Vatnsbunan streymdi yfir hann. Rambo leit fram, Skyndilega kom Galt niður stigann. Hann hélt á skærun- um, rakkremstúbu og rakhníf. Maginn í honum herptist saman. Hann leit í örvæmtingu á Teasle, sem benti á borð og stól við stigaskörina. Hann sagði eitthvað við Galt, en vatnsniðurinn kæfði að mestu samræðurnar. Galtsetti stólinn framan við borðið, tók nokkur dagblöð úr skúffu og lét þau undir stólinn. Það var ekki lengi gert. Um leið kom Teasle svo nærri sturtuklefanum, að til hans heyrðist. — Skrúfaðu fyrir vatnið, sagði hann. Rambo þóttist ekki heyra neitt. Teasle kom nær, — skrúfaðu fyrir vatnið, endurtók hann. Rambo hélt áfram að lauga hendur sínar og brjóst. Sápustykkið var stór, gul klessa og angaði af sótthreinsi- ef num. Hann sápaði á sér fæturna. Það var í þriðja sinn. Teasle kinkaði kolli gekk úr augsýn, að vinstri hluta sturtuklefans. Þar hlaut að vera aðalkrani, því rétt á eftir hætti vatnsrennslið. Vöðvarnir á fótum hans og öxl- um herptust. Vatnið draup af honum á málmgólf sturtu- klefans. Þá kom Teasle aftur í Ijós. Hann hélt á hand- klæði. — Það þýðir ekkert að draga þetta. Þú endar með þvi að kvefast, sagði hann. Rambo átti einskis úrkosta. Hann steig hægt út úr klef- anum. Hann vissi, að annars myndi Teasle seilast eftir honum. En hann vildi ekki að Teasle snerti hann. Hann þerraði sig hvað eftir annað með handklæðinu. Það var kalt, og hann fékk gæsahúð undan handklæðinu. Hann fann til nektar sinnar. — Ef þú þurrkar þig öllu meira, ónýtist handklæðið, sagði Teasle. Rambo hélt áfram að þurrka sig. Teasle teygði sig að honum, og ætlaði að leiða hann að stólnum. En Rambogekktil hliðar við hann. Nú hörfaði hann að stólnum, en hélt Teasle og Galt fyrir framan sig. Nú komst skyndilega skriður á atburðarásina. Fyrst bar Teasle skærin að höfði hans og fitlaði við hárið. Rambo reyndi að stilla sig, en réð ekki við sig. Hann hörfaði undan. — Vertu kyrr, sagði Teasle. — Þú gætir slasazt, ef Viliiö þiö dvelja hér' og vera við krýningu mina, sendiboöar Júpiters?! Þvi miöur viö verönm nú aö snúa til .... \heimkynna okkar á ný. Þetta er útblástur sem er hvitur.... Þoturnar skilja þetta eftir sig þegar þær fljúga yfir. Nú. Ég hélt að þetta væruN flugmennsem skrifuðu með útblástri þvi þeir hefðu ekkert að segja.f "C’l (ifi 8. mai 8.00 Lett morgunlög. 8.45 Morgunstund barnanna 9.00Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veöurfregnir). a. Orgel- konsert nr. 5 í g-moll eftir Thomas Arne. Albert de Klerk og Kammersveitin I Amsterdam leika: Anthon van der Horst stjórnar. b. „Svo elskaði Guð heim- inn..”, kantata nr. 68 eftir Johann Sebastian Bach. Flytjendur: Ingeborg Reichelt, Sibylla Plate, Hel- mut Kretschmar, Erich Wenk, dór dómkirkjunnar i Frankfurt og hljómsveitin Collegium Musicum: Kurt Thomas stjórnar. c. Horn- konsert eftir Franz Danzi. Hermann Báumann og hljómsveitin Concerto Amsterdam leika: Jaap Schröder stjórnar. d. Sinfónla nr. 6 i C-dúr eftir Franz Schubert. Filharmoniusveitin i Vin leikur: Istvan Kertesz stjórnar. ‘11.00 Messa I Aðventkirkjunni Sigurður Bjarnason predik- ar. Kór safnaðarins syngur. Kórstjóri Árni Hólm. Undir- leikari: Kristín Cortes. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.45 „Rekkjan”, smásaga eftir Einar Kristjánsson Steinunn Siguröardóttir les. 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir Hugleiðing á uppstigningardag Séra Jón Auðuns fyrrum dóm- prófastur flytur. ’ 16.40 Barnatlmi: Gunnar Valdimarsson stjórnar. Gunnlaug (9 ára) og Oddný (11 ára) fara með frumsam- ið efni og fleira. Rætt við móður þeirra Guðrúnu Gunnarsdóttur þroskaþjálfa við Kópavogshæli. — Guð- rún Bima Hannesdóttir les úr „Kofa Tómasar frænda”, sögu eftir Harriet Beecher Stove í þýðingu Arnheiðar Sigurðardóttur. 17.30 Létt tónlist a. Eccelsior harmonikukvartettinn leik- ur ítölsk lög. b. Hollenskar lúðrasveitir leika. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Mælt málBjarni Einars- son flytur þáttinn. 19.40 Samleikur I útvarps- sal Graham Tagg og Elias Daviðsson leika Sónötu fyrir lágfiðlu og pianó op. 120 nr. 2 eftir Brahms. 20.00 Leikrit: „Plógur og stjörnur” eftir Sean O’ Casey Leikstjóri: Pétur Einarsson. Þýðandinn, Sverrir Hólmarsson, flytur inngangsorð. Persónur og leikendur: Fluther Good, * trésmiður, GIsli Halldórs- son. Jack Clintheroe, múrari, Þorsteinn Gunnars- son, Nóra Clintheroe, kona hans, Guðrún Asmundsdótt- ir, Covey, frændi Clintheroe, Harald G. Haralds, Bessi Burgess, ávaxtagötusali, Guðrún Stephensen. Aðrir leik- endur: Helgi Skúlason, Sigriður Hagalln, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Guð- mundur Magnússon, Kjartan Ragnarsson, Jón Hjartarson, Sigurður Karls- son, Valdimar Helgason og Margrét Magnúsdóttir. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Tyrkjaránið” eftir Jón Helgason Höfundur les (12). 22.35 Undir pianósnillingar Fyrsti þáttur: Radu Lupu. Halldór Haraldsson kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrálok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.