Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 8. maí 1975. Of margir varamenn: Gylfi Þ. Glslason (A) tók til máls i sameinuðu þingi i gær og ge'rði að um- talsefni tiðar komur vara- m a n n a á Alþingi. Sagði hann, að frá þvi að þing hófst s.l. haust hefðu varamenn tekiö sæti i 32 skipti. Taldi þingmaðurinn, að þetta væri óeðlilega mikið, og mæltist til þess, að þingflokkarnir sam- einuöust um það að varamenn tækju ekki sæti á Alþingi, nema brýna nauðsyn bæri til. Asgeir Bjarnason, forseti samein- aðs þings, svar- aði þingmann- inum og sagöi, að sjálfsagt væri að stemma stigu við þvi, að varamenn tækju sæti á Alþingi, nema þá að brýn ástæöa væri til. Hann sagöist álíta, að allir flokkar ættu hér nokkra sök á. Hann myndi beita sér fyrir þvi i samráði við aðra forseta þings- ins, svo og formenn þingflokk- anna, að þetta mál yrði athugað. Verður Kláffoss í Hvítá virkjaður? — Þingmennirnir Jón Arnason og Ásgeir Bjarnason hafa lagt fram frumvarp þess efnis Þingmennirnir Jón Árnason (S) og Ásgeir Bjarnason (F) hafa lagt fram frumvarp um virkjun Hvitár i Borgar- firði. Er gert ráð fyrir þvi i 1. grein frumvarps- ins, að rikisstjórninni sé heimilt að veita Anda- kilsárvirkjun leyfi til að reisa og reka vatnsafls- stöð við Kláffoss i Hvitá i Borgarfirði með allt að 13,5 MW afli og orku- veitu til tengingar við orkuflutningskerfið i Borgarfirði. í greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn m.a.: „Undirbúningur að virkjun Kláffoss I Hvitá var fyrst gerður á árunum 1963 og 1964. Virkjunar- mat, sem þá var gefið út, var unnið af þeim Rögnvaldi Þorláks- syni verkfræðingi og Asgeir Sæmundssyni tæknifræðingi. Umræddar virkjunarrannsóknir, svo og allar þær rannsóknir, sem siðan hafa átt sér stað varðandi virkjunina, hafa verið unnar að frumkvæði Andakilsárvirkjunar og á hennar kostnað. Virkjunarmat það, sem út var gefið i aprilmánuði 1964, bar það með sér, að virkjun Hvitár við Kláffoss væri hagstæð virkjun, borið saman við aðra valkosti og með tilliti til þess öryggis sem orkuverið myndi veita Vestur landi. Eins og fram kemur i 1. gr. AAunum veita nýjum sendiherra viðurkenningu — verði þess óskað af núverandi stjórn Víet-Nam, segir í skýrslu Einars Ágústssonar um utanríkismól 1 gær var lögö fram á Aiþingi skýrsla Einars Agústssonar utan- rikisráðherra um utanrfkismál, bæði á sviði alþjóðamála og eins að þvi er varöar tvihliða og marghliða samskipti islands við aðrar þjóðir. í skýrslu sinni kemur utanrikis- ráðherra viða viö, og verður I skýrsla hans birt j I heild i blaðinu siöar. Um mál- efni Indókina segir i skýrsl- unni: Indókina. Nú virðist lokið hernaðarátök- um I Indókina. Segja má, að styrjöld og hórmungar hafi hrjáö þjóðirnar á þessu svæði i nærfellt 35 ár. Það er von min aö takast megi að koma á varanlegum friði svo endurbyggingarstarfið geti hafizt sem allra fyrst. Rikisstjórnin hef- ur ákveðið að veita kr. 1.500.000.- til mannúðar- og liknarstarfsemi á vegum Alþjóða Rauða Krossins I Indókina. Það er skoðun min, að þar sem tsland hefur stjórnmálasamband við löglega rikisstjórn i Suður Viet-Nam er ekki nauðsynlegt að viöurkenna formlega Bráða- birgðabyltingarstjórnina. Ef sú rikisstjórn.sern tekur við stjórn af hernaðaryfirvöldum, óskar að skipta um sendiherra á Islandi, munum við að sjálfsögðu veita nýjum sendiherra viður- kenningu. frumvarpsins, er gert ráð fyrir að vatnsaflsstöðin verði með allt að 13.5 MW. afli, og er sú stærð ákveðin með tilliti til þess, að þá fer minna landssvæði undir vatn vegna stíflugerðar en ella, ef orkuverið væri miðað við allt að 15 MW. eins og möguleikar eru með aukinni stlflugerð. Einn af aðalkostum Hvitár til orkuframleiöslu er talinn vera sá, hvað vatnsstreymið i ánni er jafnt. Eftir 22 ára rannsókn og vatnsmælingar er orkuvinnslu- getan talin vera 88 GWst. i meðal- ári. Lægsta framrennsli á þessu timabili var árið 1963 og hefði orkuvinnslan það ár verið um 72 GWst. mælt við stöðvarvegg. Forgangsorka er talin vera 75 GWst. Nýtt virkjunarmat hefur nú verið framkvæmt um .Kláffoss- virkjun og er virkjunarkostnaður nú áætlaður, eftir breytingu á skráðu gengi isl. krónunnar I febrúar s.l., 1156 milljónir króna. Er þá ekki meðtalinn kostnaður viö tengingu orkuvérsins við orku flutningskerfið I Borgarfirði, ekki greiöslur fyrir land og vatnsrétt- indi og vextir á byggingartima. Að þessu meðtöldu verður stofn- kostnaður virkjunarinnar talinn 1450 milljónir króna. Meö tilliti til þessa verður kostnaðarverð forgangsorkunn- ar, miðað við 40 ára annuitet og 8% reiknivexti, ásamt 0.75% stofnkostnaðarf rekstri, kr. 1.77 á KWst. Sé reiknað með 10% vöxt- um er kostnaðarverð forgangs- orkunnar kr. 2.12 á KWst. Eftir gildandi gjaldskrá kaupir Andakilsárvirkjun orku frá Raf magnsveitum rikisins á kr. 2.58 KWst. Væri orkan keypt frá Landsvirkjun milliliðalaust yrði verðið kr. 2.32 á KWst. Vesturland frá Hvalfirði að Gilsfirði er að lokinni byggingu tengilinu frá Stykkishólmi i Dali orðið eitt samveitusvæði. Ibúar svæöisins eru um 14.000 manns. Af þeim eru um 9.500 i þéttbýli. Raforku- mdl á Vest- f jörðum Steingrímur Hermannsson (F) hefur lagt fram fyrirspurn til orkumála- ráðherra um raforkumál i Vestf jarða- kjördæmi. Fyrirspurn Steingrims, semeri6liðum, 1. Hvaða meginframkvæmdir á sviði orkumála eru ráðgerð- ar i Vestfjarðakjördæmi I ár? 2. Hvaða rannsóknir á sviði raf- orkumála til undirbúnings framkvæmdum eru ráðgerð- ar á Vestfjörðum i ár? 3. Verður mælt i ár fyrir há- sepnnulinu sem tengi Vest- firðina væntanlegri byggða- llnu? 4. Hvenær mætti ljúka lagningu slikrar linu? 5. Hvenær má vænta ákvörðun- ar um virkjun i Dynjandisá? 6. Hvaða framkvæmdir til úr- lausnar i raforkumálum Vestfjarða eru liklegastar á næstu árum? Vilja fram- kvæmda- stjóra að „Stofnuninni" Alþýðuflokksmennirnir Gylfi Þ. Gislason, Bragi Sigurjónsson og Sighvatur Björgvinsson, hafa lagt fram frumvarp um Framkvæmdastofnun rixisins. Vilja þeir, að rikisstjórnin skipi framkvæmdastjóra stofnunar- innarer annist daglogan rekstur hennar og myndi, asamt for- stöðumönnum deilda, framkvæmdaráð stofnunarinn- ar. er eftirfarandi: Halldór E. Sigurðsson, samgönguróðherra: Vesturland hefur þörf fyrir byggðastefnu eins og önnur kjördæmi Þegar frumvarpið um járn- blendiverksmiðju i Hvalfirði var afgreitt sem lög frá Alþingi, svaraöi Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra fyrirspurn, sem til hans var beint um hafnargerð. Einnig svaraði hann Jónasi Arnasyni (Ab) 5. þingmanni Vesturlandskjör- dæms og benti á þýöingu þessa máls fyrir V.esturlands- kjördæmi. 1 ræðu sinni sagði Halldór E. Sigurðsson m.a. „tJt af fyrirspurn þeirri, sem kom hér fram áðan um hafnar- geröina á Grundartanga vil ég endurtaka það, sem ég hef áður sagt þar um, þó að það hafi ekki veriö hér I þingræöu. Hafnar- geröin við Grundartanga mun verða eign Borgfirðinga og Akurnesinga eins og þeir hafa sjálfir óskað eftir. Flutningshöfn fyrir Vesturland. Ot af þeim ótta, sem fram hefur komið hjá háttvirtum þingmanni um að þessi höfn muni draga úr fjárveitingu til annarra hafnargerða i landinu vil ég taka eftirfarandi fram: Tekjur rikissjóðs i sköttum og arður af eign hansi fyrirtækinu mun verða meiri en nemur kostnaði við hafnargerðina og kostnaði við byggingu verk- smiðjunnar. Af þeirri ástæðu mun þessi framkvæmd hvorki i hafnargerð né öðru verða til þess að draga úr fjárveitingu til annarra hafna I landinu. Hins vegar mun hafnargerðin verða til þess, að Islendingar eignast mjög góða höfn, sem á eftir að verða mikil innflutningshöfn fyrir allt Vesturland og meira en það. I upphafi þarf lánsút- vegun vegna þessara fram- kvæmda, sem mun verða tengd málinu en öðru ekki, og mun þvi hvorki hafa áhrif á aðrar lán- tökur Islendinga til annarra framkvæmda heldur en þeirra, sem þarna er um að ræða. Og þvi ekki draga úr möguleikum þeirra til-ánsútvegunar á er- lendum vettvangi, nema siður verði, vegna fjölbreytni i gjaldeyri. Bjóst ekki við svo miklu lofi Ot af þvi, sem háttvirtur 5. þingmaður Vesturlands, sagði, er hann likti mér við Viktoriu drottningu, þá verð ég að segja það, að marga skemmtiiega at- burði lifir maður. Það var sagt um Viktoriu drottningu, þegar hún var búin að rikja I 60 ár, að Bretar gætu ekki hugsað sér Bretland án drottningarinnar. Nú hef ég ekki verið þingmaður i tvo áratugi. Samt finnst þessum hátt virta þingmanni að óhugsandi sé annað en að ég sé alltaf á vettvangi, þar sem rætt er um málefni Borgfirðinga eða þegar þá varðar mestu. Svo miklu lofi hef ég aldrei búizt við, og ég veit ekki hvort ég á að þakka það, af þvi að mér finnst þaðoflof. Hitt er alveg rétt, að ég læt — sem þingmaður Vesturlandskjördæmis — mál þeirra sem mál annarra I kjör- dæminu mig varða. Það er lika rétt, að ég hef gefið yfirlýsingar um afstöðu mina i þessu máli, og gerði það fyrir kosningar i fyrra. En það er algert oflof, að ég hafi lagt mikla vinnu i þetta mál f héraöi. Ég hef nefnilega ekki ferðast á milli bæja eða sveita til þess að tala um fyrir fólki i þessu máli. Það hafa aðrir gert, eins og háttvirtur 5. þingmaður Halldór E. Sigurðsson. Vesturlands veit — en ég ekki. Ég hef komið á eina þrjá fundi um þetta mál. Ég kom á einn I fyrra, þar sem ég gaf yfir- lýsingar um afstöðu mina, og svo á framboðsfundum, og hef ekkert dregið undan um hver afstaða min væri. Háttvirtur 5. þingmaður Vesturlands var að tala um, aö ég hefði fengið linu frá núverandi rikisstjorn um af- stööu mina i þessu máli Ekki hefur sú skoöun verið þaðan komin á vordögum 1974, þvi þá var núverandi rfkisstjórn ekki til orðin. Hafi ég fengið linuna að láni frá öðrum heldur en með eigin ákvörðunum, þá hafa það verið áhrif frá vinstri stjórninni, en ekki þeirri sem nú situr. Satt að segja, þá var það mitt mat eftir aö hafa kynnzt þessu máli, aö það væri mál, sem ég vildi standa að, og þvi tók ég þá ákvörðun. Vesturland hefur þörf fyrir „byggða- stefnu” eins og önnur kjördæmi Ég veit það ósköp vel, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, eins og háttvirt- ur 5. þingmaður Vesturlands sagði. Þess vegna þurfum við lika að eiga skemmtikrafta og þeir eru nauðsynlegir, en þeir koma ekki að haldi ef brauðið skortir. Maðurinn veröur lika að hafa brauö til þess að hann geti notið þess að horfa á „Delerium Bubonis.” Það er ekki hægt að njóta þess ef menn skortir brauðið. Þess vegna skulum viö, hvorki háttvirtur 5. þing- maður Vesturlands, né aðrir, gera litið úr þvi, að brauðstritið þurfi að fylgja meö I hinu mann- lega lifi. Við tölum um byggða- stefnu. Eitt af þvi, sem ég hef oröið var við að hafi heyrzt, er að þessi framkvæmd væri ekki I þágu byggðastefnu. En hvað með fólksfjölgun i Vesturlands- kjördæmi. Slðan 1930 hefur fólkinu I landinu fjölgað um tæp 99% I heild. En i Vesturlands- kjördæmi um 44%. Hvað segir þetta? Þaö segir það, að þetta kjördæmi hefureinnig þörf fyrir byggðastefnu eins og önnur kjördæmi, ef það á að halda sin- um hlut I landinu. Og það þarf enginn mér að segja, að ef mannfjölgunin verður ekki sæmileg i Vesturlandskjör- dæmi, sem og annars staðar, þá hefur það áhrif á stöðu þess fólks sem þar býr, i þjóðfélaginu I heild og á Alþingi íslendinga. Til þess að það megi verða, að Framhald á 19. siðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.