Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. maí 1975. TÍMINN 3 „Ætluðum lappirnar að skjóta fram undan henni" — sögðu skotvargarnir Gsal-Reykjavlk.— Þau hjónin I ísólfsskála, Hertha og Isólfur kunnu að segja frá ótal dæmum um ágang byssuglaðra manna og verða nokkur þeirra tlunduð hér: 1. Hertha: — Ég stóð eitt sinnl fyrravor hér úti á túni, en fsólf- ur lá á greni. Veit ég þá ekki fyrri til, en að mikill þytur heyrist og sekúndubroti siðar glymur I hlöðuþakinu. Þetta var um miðjan dag og örstuttu siðar kvað við annað skot, sem lenti einnig I þakinu á hlöðunni. Sá ég hvar menn stóðu hér skammt frá með byssur. (sjá mynd) 2. ísólfur: — Við urðum ásjáandi þess I fyrra, að tveir byssumenn gerðu sér það að leik, að skjóta I sundur girðingarstaura hér fyrir ofan bæinn. Hertha: — Þaö mætti stundum halda að þessir menn væru ekki með fullu viti. 3. ísólfur: — Byssumenn skutu hér á hest I fyrra og lenti skotið I bógnum. Hesturinn var hér heima á túni þegar árásin var gerð. Hann hefur verið óbrúk- hæfur siðan. (sjá mynd) 4. Isólfur. — Sama dag og skotið var á hestinn drápu byssumenn kind hér skammt frá. Ég náði tali af þrjótunum og þeir sögðu: ,,,Við ætluðum að skjóta fram- lappirnar undan henni, þvl að gaman hefði verið að sjá hana rúlla niður fjallið”. En skotið geigaði og kúlan drap kindina. 5. Hertha: — Einhverjir þessara manna dunduðu sér við það, að skjóta á kúlurnar sem halda slmallnunni uppi. Það varð til þess að slmasambandiö varð mjög slæmt og sambandið rofnaði oft. 6. Isólfur: Tveir menn gengu fram á tvö lömb, sem jörmuðu sárlega. Kom I ljós að móðir þeirra lá dauð ekki langt frá. Hún hafði verið skotin. 7. Selvogsbændur þurftu fyrir nokkrum árum að hætta smala- mennsku að haustlagi vegna skothriðar frá byssumönnum. Það var þoka og skot þutu um loftið úr öllum áttum. Hér hefur aðeins verið drepið á nokkúr dæmi þess, hvernig skotmenn hegða sér I grennd við Isólfsskála, — og virðist vera fyrir löngu orðin full þörf á þvi, að herða eftirlit með þessum mönnum og sjá svo um, að við brot sem þessi, glati þeir rétti sinum til að handleika byssur. Það hlýtur hverjum manni að vera ljóst, að byssur eru ekki verkfæri fyrir þá menn sem hafa hugsanagang á við þann er lýst hefur verið hér að framan. Þannig eru sum vegaskiltin leikin eftir skotmenn. Þetta skilti er á milli Grindavlkur og tsólfsskála. Tlmamynd: GE. Þessi mynd er I eigu rannsóknarlögreglunnar I Hafnarfiröi og er hún tekin á þeim stað, er skotmaðurinn stóð, er hann skautá hest ts- olfs — og var hesturinn I svipaðri f jarlægð og hesturinn sem er nær á myndinni. Hjónin I tsólfsskála, Hertha Guðmundsson og tsólfur Guðmunds- son. Tlmamynd: G.E. Leikarar og Sinfóníu- hljómsveitarmenn efna til skemmtunar — til styrktar bdgstöddum BH-Reykjavik. — Það er oröinn árlegur viöburður, aö Starfs- mannaféiag sinfóniuhljóm- sveitarinnar og Félag Islenzkra leikara gangast fyrir skemmti- dagskrá, og veröur hún haldin aö þessu sinni i Háskólabiói nk. Nýuppgötvuöu ballerlnurnar á æfingu. föstudagskvöld og hefst kl. 23.35. Rennur allur ágóöi skemmtunar- innar I sérstakan slysasjóö, sem hefur þaö markmiö aö rétta þeim hjálparhönd, sem oröiö hafa fyrir slysum, eöa eiga I erfiðleikum vegna slysa, sem aöstandendur þeirra eöa fyrirvinna hafa lent i. Meðal atriða má nefna, að ' Bessi Bjarnason leikur einleik með sinfoniunni, Gísli Halldórs- son, Árni Tryggvason og Róbert Arnfinnsson skemmta, þá munu 4 nýuppgötvaðar ballerinur sýna listir slnar, Sigriður E. Magnúsd. syngur einsöng. Þá verður fluttur einþáttungur eftir Svövu Jakobsd. og kafli úr „Hvernig er heilsan” sem voru sýningar Þjóð- leikhússins. Kvartett Leikfélags Reykjavlkur syngur, einnig 14 Fóstbræður og Islenzki dans- flokkurinn dansar. Skemmtuninni lýkur svo með þvi að Karlakórinn Fóstbræður og sinfonluhljómsveitin flytja tvo kóra úr „Þrymskviðu” eftir Jón Asgeirsson, undir stjórn höfund- ar. Það skal tekið fram að skemmtunin verður ekki endur- tekin. Skotsáriö á hesti tsólfs Olga í Kennarahdskólanum: Nemendur neita að fara í próf Gsal-Reykjavik — Kennarahá- skólanemar hafa gripið til þeirra neyðarúrræöa, eins og þeir nefna þaö, að mæta ekki til prófa og er ástæöan langvar- andi óánægja meö framkvæmd reglugerðar um skólann. Skólastjórinn neitaði nokkr- um nemendum um rétt til að taka próf vegna lélegrar mæt- ingar og vlsuðu þar til 22. gr. I reglugerð, þar sem segir að til að fá að taka próf skuli nemandi hafa sótt 80% kennslustunda hið minnsta að meðaltali i öllum kennslugreinum og I engri minna en 50% á hverju misseri. Nemendur una þvl ekki að þessu ákvæði sé framfylgt, og segja, að skólastjórnin hafi óbeint stuðlað að virðingarleysi nemenda fyrir þessu ákvæði, þar sem þvi hefði ekki verið beitt áður, „enda óhugsandi” segja nemendur. — Sannleikurinn i þessu máli er nefnilega sá, að miðað við nú- verandi timafjölda I kennarahá- skólanum og kennsluhætti yfir- leitt er 80% mætingarskyldan óraunhæf, segja nemendur. — Nemendur hafa hvað eftir ann- að lýst yfir óánægju sinni með kennsluhætti i ýmsum greinum og með það að vera skyldaðir til að mæta i tima, sem þeir eru óánægðir með. Við teljum það ekki samrýmast kröfum, sem gera verður til náms á háskóla- stigi. Skólastjórnarfundur var haldinn i gærkvöldi vegna þessa máls. Lionsmenn gefa fjöl- fötluðum Gsal-Reykjavik. — Lionsklúbbur- inn Týr I Reykjavik afhenti I gærdag tvær göngugrindur og styrktarstól forstööumönnum dagheimilis og skóla fyrir fjölfötluö börn, sem nú er rekiö I Kjarvalshúsinu á Seltjarnarnesi. Fjármuni til kaupa á þessum þjálfunartækjum hefur klúbbur- inn fengiö meö flugdrekasölu — en I dag, uppstiigningardag, veröur klúbburinn með flug- drekasölu I Reykjavlk, svo og aðrir lionsklúbbar viös vegar um land. Lionsklúbburinn T.ýrhefur áður lagt þessari stoinun fyrir fjölfötluð börn lið með fjármun- um til handbókakaupa, og enn- fremur hefur hann veitt önnu Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfa, styrk til 8 vikna námskeiðs i Bret- landi. Þá hafa félagar unnið samtals um 50 dagsverk i lóð stofnunarinnar, og munu senn ljúka því verki. 1 skólanum er 21 nemandi og daglegtstarfsliðer 12manns, auk sérfræðilegrar þjónustu tiltekna daga. Stofnunin hefur starfað á þessum stað frá þvi i október 1974. Tvö fjölfötluð börn I þjálfunar- tækjunum er Týsmenn gáfu. Timamynd: Róbert flugið ? Samningafundur flugfreyja og flugfélaganna stóð til klukkan fimm i gærmorgun, án þess að nokkuðmiðaðii samkomulagsátt. Flugfélögin fóru þess á leit, að flugfreyjur frestuðu boðuðu verk- falli, sem á að hefjast á föstudag. Flugfreyjur kváðust reiðubúnar til þess, gegn þvi, að félögin féllust á ákveðnar kauphækkanir, en það var talið óaðgengilegt af hálfu flugfélagnna. Miklar likur eru þvi á þvi, að flug leggist niður þann tiunda, ef ekki nást samningar á sáttafundi, sem boðað hefur verið til i dag. Komi til verkfalls, verða flug- félögin fyrir miklu tjóni, beinu og óbeinu. Lífríki Mývatns — fyrirlestur í Norræna húsinu „Lifrlki Mývatns og sérkenni þess”nefnist fyrirlestur dr. Pét- urs M. Jónassonar vatnalif- fræðings i Norræna húsinu föstu- daginn 9. þ.m. kl. 20:30. Dr. Pétur M. Jónasson er kenn- ari i vatnaliffræði við Hafnarhá- skóla. Hann er Reykvikingur, fæddur 1920, en hefur dvalizt i Kaupmannahöfn frá 1939. Hann varði doktorsritgerð sina við Hafnarháskóla 1972, og fjallaði þar um botndýr i Esromvatni á Sjálandi. Iðnaðarráðuneytið fól Pétri M. Jónassyni, Jóni Ólafs- syni haffræðingi og fleiri að gera liffræðilegar athuganir á Mývatni og Laxá, og hafa þær rannsóknir staðið undanfarin 4 ár. 1 vor verð- ur byrjað á svipuðum rannsókn- um á Þingvallavatni. Hópur sér- fræðinga tekur þátt i þeim rann- sóknum, og veitir Pétur þeim for- stööu. Fyrirlesturinn um Lifriki Mý- vatns og sérkenni þess hefst kl. 20:30 i fyrirlestrarsal Norræna hússins. öllum er heimill aðgang- ur, og áhugamönnum um fiski- rækt er sérstaklega bent á að koma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.