Tíminn - 08.05.1975, Síða 15

Tíminn - 08.05.1975, Síða 15
Fimmtudagur 8. mal 1975. TtMINN 15 Seint yrði rituð önnur Sturlunga meðan rithöfundar njóta minna réttaröryggis en aðrir Rithöfundaráð tslands hefur á fundi sinum þann 2. mai 1975 tekið til umræðu lögbann það, sem nýlega var lagt á dtvarps- flutning sögunnar „Þjófur i para- dis” eftir Indriða G. Þorsteins- son. Ráðið vill sterklega vara við þeirri réttarvenju sem hér virðist vera að skapast varðandi lögbann á talað mál eða ritað. I þvi sambandi er vert að benda sérlega á eftirtalin atriði: Þröngt verður um raunsæjar bókmenntir i landi þar sem fógetar eru jafnan reiðubúnir að stöðva hugverk á þeirri forsendu einni að liking sé með raunveru- legri persónu og sögupersónu höfundarins. Fógetar og dómstólar eru varla til þess meintir að ógna rit- höfundum frá þvi að skrifa um veruleikann, enda liggja að öðru leyti hörð viðurlög við þvi athæfi að hindra dreifingu hugverka. Framkvæmd lögbanns felur i sér röskun á starfi höfundar auk þesssemhann er með þvi sviptur mikilsverðum undirstöðuréttind- um: þ.e.a.s. réttindum til að teljast saklaus af réttarbroti þar til annað hefur verið sannað. Þess i stað er höfundi lögbannaðs verks gert að sanna „sakleysi” sitt. Rithöfundar sýnast þvi njóta minna réttaröryggis en aðrir sak- borningar. Þá virðist og harla litið tillit tekið til hagsmuna þeirra hlust- enda útvarps, sem biða þurfa máski árabil eftir efni vegna slikra lögbannsmála. Að baki þvilikra endurtekinna aðgerða fógetavalds og dómstóla gæti búið óviðfelldinn hugsunar- háttur, sem varla er sæmandi i réttarriki — ef höfundi verður naumast áhættulaust að gefa út verk sin nema hafa á reiðum höndum óhrekjandi sönnun um það að þau séu uppspuni frá rót- um. Undir slikum réttarvenjum yrði trúlega seint rituð önnur Sturlunga. Vissulega eru viðfangsefni bókmenntanna nokkuð mikilvæg. Og þau ber að virða. Þó ber að varast að láta þau njóta hærri lagaréttinda og meiri réttar- verndar en höfundurinn sjálfur nýtur á hverjum tima. Rithöfundaráð Islands vill ekki una þessu ástandi og ályktar að nauðsyn beri til að kveða skýrt á i réttarreglum um viðtækan og ótviræðan rétt manna til að tjá sig svo að komist verði að mestu hjá afskiptum dómstóla við gerð og flutning bókmenntaverka. Þetta gerðist uppi I Seljahverfi og má segja, að margt getur gerzt I umferðinni. Þaö er möl, sem ifklega hefur runnið til á pallinum með þeim afleiöingum, sem sjá má á myndinni og má geta nærri, að ein- hverjar hafa skemmdirnar oröið á farartækinu. Tlmamynd: Róbert. AAold til sölu. — Heimkeyrð. Sími 7-31-26. Sumardvöl óskast fyrir 13 ára dreng í sveit. Er vanur sveitastörf um. Vin- samlega hringið í síma 7-45-92 eftir kl. 19. Lítið notaður, vel með farinn, kolakyntur, 80 lítra þvottapottur til sölu. — Sími 1-84-29. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Saumar — afgreiðsla Kona óskar eftir vinnu fyrir hddegi. Vön saumaskap og afgreiðslu, annað kemur til greina. Upplýsingar í síma 25967 ■ i ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ opnum við útibú að Arnarbakka 2 Útibúið mun ætlað að þjóna yður. Kynnið yður það hagræði sem þér getið haft af því. Q □ D Útibú Arnarbakka 2, Breiðholti, Sími 74600 Opið kl. 9.30-12, 13-16, 17-18.30.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.