Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 8. maí 1975. TÍMINN 13 ff lilf lw||fl!Wllff 'lllll 1 BLÖÐUNUM hefur löngum verið ýtzt á. Þess konar ýtingar hafa borið ýmis heiti, og nú nefnist þetta gjarna frjáls skoð- anaskipti — að minnsta kosti þegar ' höflega og röksamlega er á málum haldið. Þær sóttu/ en var vísað frá Guðlaug úr Kópavogi er ekki á sama máli og Jónas frá Brekknakoti. Þess vegna hefur hún beðið Landfara fyrir bréf, þar sem athugasemdir eru gerðar við sitt af hverju af þvi, sem hann bar fram. Hún segir: „Jónas frá Brekknakoti skrif- ar i Landfara 3. þ.m. og leggur út af réttindum kvenna i stöðu- vali og fleira. Hann segist aldrei hafa séð konur við sorphreinsun eða pipulagnir. Hann virðist álita, að þetta komi til af áhuga- leysi kvenna á óhreinlegri og erfiðri vinnu. En það er ekki allskostar rétt. Vorið 1974 sóttu nokkrar ungar stúlkur um störf hjá Reykjavikurborg. Meðai annars við sorphreinsun og gatnagerð. Þeim var tjáð að engin störf I fyrrgreindum greinum væru laus. En fáum dögum seinna fóru skólabræður þeirra i atvinnuleit i sömu stofnun. Þá var næg at- vinna á boðstólum. Það skal tekið fram, að piltarnir báru það ekki með sér, að þeir væru neitt kraftameiri en stúlkurnar. Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki reynt að komast i svo kölluð karlastörf. En þeim hefur gengið erfiðlega að fá þau. Þó voru nokkrar stúlkur ráðnar i byggingarvinnu á siðast liðnu ári, en það kom ekki til af góðu. Það fengust einfaldlega engir karlar. Verktakar virtust þó vel ánægðir með stúlkurnar og sögðu þær gefa körlum ekkert eftir. Nýafstaðin könnun á hæfni karla og kvenna til vinnu sýnir ótvirætt, að konur eru sizt van- hæfari til vinnu en karlar. Af 21 atriði, sem athugað var, kom i ljós, að I 14 atriðum voru kynin jöfn. I 6 atriðum voru konur hæfari en karlar. Þær voru til dæmis taldar hæfari stjórnend- ur, fingrafimari, handfljótari, hraðvirkari, hæfari til að tala um fyrir fólki og hafa meiri skipulagsgáfur. Aðeins i einu atriði voru karl- ar taldir hæfari. Þeir höfðu meiri krafta. Og þá erum við komnar að kjarna málsins. Karlarnir eru okkur reiðir fyrir það, að þeir hafa meiri likams- krafta. öldum saman börðu þeir konurnar til hlýðni við sig. Og réttur þeirra til þess var skýlaus. Hann var lögverndað- ur, bæði af kirkjulegum og ver- aldlegum yfirvöldum. Nú er þessi réttur ekki lengur til, og karlar verða bæði sárir og reiðir,ef á þetta er minnzt. EN nú hafa þeir lika tekið áróðurs- tæknina i þjóðustu sina. Það er sifellt verið að halda þvi að kon- um, að þær séu fæddar til þess að elska karlmanninn, ala honum börn og hugsa um heim- ili fyrir hann. En Adam var ekki lengi I paradis. Fjandans rauðsokkurnar fóru að ýta við öskubuskunum og gefa þeim I skyn, að þær væru lika mann- eskjur. Þær væru ekki ómiss- andi á heimilinu. Það væru fleiri sem gætu þvegið sokk og eldað graut. Þær gætu tekið þátt i þvi sem væri að gerast i þjóðfélag- inu. Þær þyrftu ekki að vera bak við gluggatjaldið lengur og hlusta á auðmjúkar á „Fóstur- landsins freyju” og þess háttar hjal. Andróður hafinn Og nú er hafin herferð gegn konum úti á vinnumarkaðinum. Þetta er gamalt áróðursbragð, þegar vinna fer að dragast sam- an. Þá er konum ætið fyrst sagt upp störfum, og nú er farið að undirbúa jarðveginn undir at- vinnuleysi og kreppu. Konum er talin trú um mikilvægi sitt sem kynveru, og að þær megi ekki taka vinnuna frá „fyrirvinn- unni”. Það er eins með konurn- ar og negrana, þær eru annars flokks vinnuafl, sem rekið er um leið og harðnar á dalnum. A hátiðlegum augnablikum, fyrir kosningar og þegar mikið liggur við, er starfi húsmóður- innar hælt upp i hástert, og hún er lofsungin sem imynd full- komnunarinnar. En i önn dags- ins gleymist lofgjörðin, og starf húsmóðurinnar er einskis met- ið, ef hún sækir um vinnu við hliðstæð störf og hún hefur unnið siðast liðin 10-20 ár. Þá er starfsreynsla hennar ALDREI tekin til greina. Ætli bilstjóra, sem unnið hefði hjá sama fyrir- tæki i 10 ár, þætti ekki hart að lenda á byrjunarlaunum, ef honum dytti I hug að skipta um starf? Það er litið á það sem sjálf- sagðan hlut, að um leið og kona. hafi alið barn, sé hún fullkomin móðir, henni sé þetta i blóð borið. Og hún er beinlinis talin skrýtin, ef hún hefur ekki áhuga á húshaldi fyrst og fremst. Þvi hefur lika verið haldið að kon- um, að börn eigi ekki að alast upp á barnaheimilum, það sé ómannúðlegt. En það er fjand- ans fullgott fyrir börn einstæðra foreldra. Það er aldrei talað um að það sé ómannúðlegt gagn- vart þeim. En svona eru nú_ þversagnirnar i þjóðfélaginu. Þetta er ekki gert til verndar börnum okkar, heldur einfald- lega vegna þess, að þá sleppa yfirvöld við að byggja barna- heimili, leikskóla og skóladag- heimili. Og konurnar yrðu sjálf- stæðari og létu ekki eins vei að stjórn.” Sveit 12 ára gömul stelpa óskar eftir að komast í sveit. Barngóð. Sími 8- 59-34. Piltur á sautjánda ári óskar eftir vinnumennsku á góðu sveitaheimili í sumar. Er vanur sveitastörf um. Upp- lýsingar í síma 8-32-44. Félagsmálastjóri Starf fjármálastjóra hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar er laust til umsóknar. Laun samkvæmt 28. launaflokki. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 12. mai n.k. til rafveitustjóra, sem veitir nán- ari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. ÚTBOÐ Sl Tilboð óskast i götuljósabúnað fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. júni kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKjAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Tilboð Járnblendifélagið h.f. óskar eftir tilboðum i jarðvegsskipti og undirbúning lóðar Járnblendiverksmiðjunnar að Grundar- tanga i Hvalfirði. Tilboðsgögn verða afhent á skrifstofu Al- mennu verkfræðistofunnar h.f., Fellsmúla 26, Reykjavik, gegn 5000 króna skilatrygg- ingu. Pétur M. Jónasson háskólakennari frá Kaupmannahöfn heldur fyrirlestur i Nor- ræna húsinu föstudaginn 9. mai klukkan 20:30, um Lífríki Mývatns og sérkenni þess. Allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIO FRAMLEIÐUM RUNTAL OFNA Umboðsmenn: Velsmiðjan Logi, Sauðárkróki. Sigurður Jónsson pipu- lagningamaður, Húsavik. OFNASMIÐJA. NORÐURLANDS H.F. Kaldbaksgötu 5, — Akureyri — Pósthólf 155. Sími 2-18-60. L Óbreytt álagning á allar vörur til 17. maí Opið til 10 föstudagskvöld Vörumarkaðurinn hf. J ÁRMÚLA 1A Matvörudeild Húsgagnadeild Heimilistækjadeild 86-112 Vefnaðarvörudeild 86-113 Skrifstofan 86-114 Símar: 86-111 86-112

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.