Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Fimmtudagur 8. mal 1975. AAyndin, sem hefur gert Alan Birchenall frægari en þrjár 100 þús. punda sölur ÞESSI fræga mynd, sem birtist fyrst meö textanum „Kysstu mig fljótt, keppnistimabilið er biíið”, hefur gert Leicester-leik- manninn Alan Birchenall fræg- ari en þrjár 100 þús. punda söl- ur, til Sheffield United, Crystal Palace og Leicester. A þessari mynd sést hann (t.v.) kyssa fyrrverandi félaga sinn hjá Sheffield United, Tony Currie. Birchenail er alveg sama um allt það umtal, sem þessi mynd hefur vakið I Englandi. Hann sagði: „Þaðersvo mikill alvar- ieiki I knattspyrnunni þessa dagana — á þessum slðustu og verstu timum. Ef knattspyrnu- áhugamenn geta hlegið að þess- „ÉG AAÁ EKKI GANGA UM BÆINN, ÞAD VILJA ALLIR KYSSA MIG" — segir Birchenall, sem er sama um allt umtalið, sem myndin hefur vakið í Englandi Þessi mynd var tekin augnabliki áður en hin fræga mynd var tekin. Birchenall (t.v.) reynir að koma I veg fyrir skot frá Currie. ari mynd, þá er það ánægjulegt. Ég býð ekki öllum upp á koss. Tony Currier er vinur minn, og þegar við féllum, sagði ég við hann: „Það þýöir ekkert annað en að kyssast upp á þetta, Tony ”. Það er greinilegt, að menn hafa haft gaman af þessari mynd, þvf ég má ekki ganga um bæinn — það vilja allir kyssa mig”. Til gamans má geta þess, að enska sunnudags-blaöið „Sun- day Mirror”, sem birti myndina með textanum Kysstu mig fljótt, keppnistimabilið er búið, efndi nýlega til verðlaunasam- keppni um bezta textann við myndina. Ahuginn á þessari keppni var mikill, þvl að yfir 10 þús.svör bárust til blaðsins. Við ætlum að birta hér þau svör, sem okkur þóttu bezt: 1. „Það hefur tekið mig 42 leiki að finna mann eins og þig”. . 2. „Ég lofa að llta aldrei framar á Norman Hunter (Leeds)”. 3. „Kiss me, hurry Currie, kiss me”. Þessi texti passar vel við lagið „Kysstu mig, ástin min, kysstu mig”. Og svo var það náunginn sem sendi inn þennan texta: — „Stattu ekki upp Alan, ég er bú- inn að taka teigjuna úr buxun- um þlnum!” -ÉG VIL FARA TIL UVERPOOLw — seglr Dave Watson, sem hefur óskað eftir því að verða settur á sölulista hjó Sunderland Miklar llkur eru á þvi, að Liver- pool kaupi enska landsliösmiö- vörðinn Dave Watson frá Sunder- land á 250 þús. pund — en Watson fór fram á það nú um helgina, að verða settur á sölulista hjá Sunderland. Þessi snjalli leik- maður hefur lengi átt þann draum, að leika i 1. deild. Sunder- land tókst ekki að tryggja sér 1. deildarsæti I ár, og þvIviliWatson fara. „Ég er nú 28 ára gamall, og ef ég verð kyrr á Roker Park eitt keppnistimabil til viðbótar, þá verð ég orðinn 30 ára gamall, þegar ég hef möguleika á, að leika I 1. deild”, sagði Watson. Arsenalog Tottenham eru einn- ig reiðubúin til að greiða 250 þús. pund fyrir Watson, en hann segir: „Ég vil frekarfara til Liverpool”. Ef Liverpool kaupir Watson, þá mun Bob Paisley, framkvæmda- stjóri Liverpool gera breytingar á liðislnu — hann mun þá færa Em- lyn Hughes fram á miðjuna og láta Watson leika miðvörð með Phil Thompson. Þessi breyting DAVE WATSON.........Draumur hans er að leika I 1. deild. myndi tvlmælalaust hafa góð áhrif á Liverpool-liðið I UEFA- bikarkeppninni og baráttunni um Englandsmeistaratitilinn næsta keppnistlmabil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.