Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 8. maí 1975. Svona er þá veröldin Þessi ungi flóðhestur sem myndin er af, er aðeins nokk- urra stunda gamall. Hann fædd- ist i dýragarðinum i Munchen i Þýzkalandi og fylgdust veröir og dýrafræðingar i garðinum af áhuga með er hann fæddist i þennan heim og hver viðbrögð hans og móðurinnar yrðu. Sá nýfæddi virtist strax kunna vel við sig i hinu nýja umhverfi og rataði fljótt á júgur móöur sinn- ar og lét hún sér það vel llka. Þessi sami flóðhestur eignað- ist afkvæmi i fyrra, en drap þaö rétt eftir fæðinguna og höfðu dýrafræðingarnir þvi sérstakan áhuga á að fylgjast með fyrstu klukkustundum i lifi þessa ný- fædda flóðhests, og nú gekk allt eins og i sögu. Eiturlyf janotkun Frá Danmörku berast þau gleðilegu tiðindi að eiturlyfja- notkun ungs fólks þar I landi fari minnkandi og er það i fyrsta sinn siðan eiturát og hassreyk- ingar komust þar i tizku á árun- um 1967-8. Danski landlæknirinn dr. Knipschildt, sem einnig er aðal- ráðgjafi stjórnarinnar varðandi eiturlyfjanotkun þar I landi, upplýsir, að á siðustu sex til átta mánuðum hafi þeim fækkað, sem koma til meðhöndlunar vegna eiturlyfja. Sérstaklega er áberandi, að það er færra ungt fólk, sem lögregla og heil- brigðisyfirvöld þurfa að hafa af- skipti af vegna eiturlyfja- notkunar, og færri nýir bætast I þann hóp. Það bendir til þess, að unglingarnir virðast vera farnir að fara úr tízku að átta sig á þvi, að eiturlyf eru ekkert til að leika sér að, og að nú byrji þeir ekki á eiturneyzlu tilaðprófa hvaða áhrif það hafi. Landlæknirinn heldur þvi fram aö innan örfárra ára muni ekki bætast I hóp eiturlyfjaneytenda, og aö ekki sé ástæða til að óttast aö i framtiöinni verði þetta eins gffurlegt vandamál og spáð hef- ur verið. Þessi þróun hefur orðið til þess að dregizt hefur á langinn að koma upp stofnunum i Dan- mörku, þar sem eiturlyfjaneyt- endur geta komið og fengið sinn skammt af Metadon, til að halda þeim frá öðrum og hættu- legri lyfjum, eins og tiðkast sums staðar, þar sem eitur- lyfjanotkun er mikið þjóðfélags- vandamál. Hvað er þetta? í fljótu bragði er engu likara en þessi mynd sé af einhverri ókennilegri plöntu, en svo er þó ekki. Þegar vel er að gáð sést að myndin er af flamingóa viö hreiður sitt og er hann að hlúa að egginu sinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.