Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.05.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 8. mai 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiösiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Á tímamótum Um þessar mundir eru dagar mikilla minninga og örlagaþrunginna timamóta, bæði i sögu þjóð- anna og lifi Islendinga sér I lagi. Að morgni tiunda mai fyrir þrjátiu og fimm árum sigldu brezk skip með herlið innanborðs, að visu harla vanbúið og ekki sérlega vigalegtásýndum, inn á Reykjavikur- höfn þeirra erinda að hernema Island. Siðar um daginn barst alvöruþrungin rödd Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, sem tjáði þjóð sinni, hvar komið væri, á öldum ljósvakans um landið. Árið 1851 hafði dönsk herdeild haft setu i Reykja- vik um stuttan tima vegna ótta valdsmanna i Kaupmannahöfn við þann frelsishug, sem þá hafði kviknað á Islandi og náði hámarki á þjóðfundin- um. Nú var ísland hersetið til langframa i fyrsta skipti i sögu þess. Og svo langan hala drógu þessir atburðir á eftir sér, að enn er útlent herlið i landi eftir hálfan fjórða áratug — og þjóðin ekki einu sinni lengur samhuga um það, er allir, sem nokkurs máttu sin, virtu áður á einn veg. Islendingar þekktu ekki tvibýli i landi sinu árið 1940, og þeim fórst um margt barnalega. Brezka setuliðið sló tjöldum og reisti skála sina mitt i bæj- um og byggðum, og forvitið og reynslulitið fólk sóttist margt eftir þvi að blanda geði við nýstár- lega útlendinga. Siðar kom á daginn, hvað af þessu leiddi, og þegar stjórnarvöld reyndu að hamla gegn afleiðingunum, var þunglega við vikizt og ævigifta islenzkra unglinga ekki hátt metin á her- stjórnar visu. Á þessum degi er þess svo að minnast, að þrjátiu ár eru liðin frá styrjaldarlokum i Norðurálfu. Langri voðatið, sem ekki hafði átt sér nema fárra daga aðdraganda undir stjörnumerki Hitlers og nasismans, skelfilegasta fyrirbæris samtiðar okk- ar, var loks á enda. Þjóðverjar gáfust upp i rústum sinum, og hersveitir Sovétrikjanna og vesturveld- anna mættust i miðju Þýzkalandi. Menn, sem ekki skildu hver annars tungu, féllust i faðma og minnt- ust þess eins, að þeir höfðu sameiginlega og með ofboðslegum fórnum unnið bug á mestu ógn, er heimurinn hafði horfzt i augu við um langar aldir. Útrýmingarstöðvar nasistanna, þar sem fólki var fargað milljónum saman i gasklefum, auk þeirra sem vesluðust upp og logarnir i lik- brennsluofnunum sleiktu bein fórnarlambanna dag og nótt, höfðu verið opnaðar, og þeir, sem enn hjörðu, skjögruðu skinhoraðir út i frelsið. Borgir álfunnar lágu ekki lengur undir loftárásum, og sú stund blasti við, að striðsmennirnir gætu horfið heim, hver til sins lands, eftir allar þær þrautir, sem yfir þá höfðu gengið. íslenzku sjómennirnir gátu siglt til miða og yfir hafið, óhult ir fyrir þýzk- um kafbátum og flugvélum, þótt margir þeirra lifðu ekki þá stund. Margt gott fylgdi i kjölfar striðslokanna, þó að mestu varðaði, að nasisminn var kveðinn niður. En margt fór lika öfugt, svo að við súpum enn af þvi seyðið. Slysalegast var, að kalda striðið skyldi heltaka heiminn og halda honum svo lengi i krepptum kjúkum sem raun bar vitni. —JH George Coats, Kristeligt Dagblad: Ný stjórn í Tyrklandi veldur Grikkjum kvíða Þeir óttast, að hún verði erfið í samningunum um Kýpur Suleyman Demirel, núverandi forsætisráöherra Tyrkja. Bulent Ecevit, fyrrvcrandi forsætisráftherra. BtiIÐ er aö leysa stjórnar- kreppuna, sem rikt hefur i Tyrklandi i sex mánuöi, en lausnin veldur Grikkjum áhygg jum. Mynduð hefur verið hægri stjórn, og forsætisráðherrann er Suleyman Demirel, for- maður hins ihaldssama Rétt- lætisflokks. Grikkir lita svo á, að þessi lausn tyrknesku stjórnarkreppunnar sé eins óheppileg fyrir þá og hugsazt getur. Demirel tekur við völdum einmitt i þann mund, sem spennan milli Grikkja og Tyrkja nær hámarki á ný. Valdhafar i Aþenu og Ankara saka hvorir aðra um að draga saman her og rjúfa lofthelgi með flugi herflugvéla i ögr- unarskyni. Athygli vekur, að nálega samtimis og Demirel lauk við myndun stjórnar sinnar i Tyrklandi, flutti Evangelos Averof-Tositsas, varnar- málaráðherra Grikkja, ræðu i griska þinginu. Þar fullvissaði hann þingheim um, að griski herinn væri fyllilega fær um að verja landið. STJÓRNARKREPPU Tyrkja iauk eins og áður er sagt með þvi, að Fahri Koroturk forseti viðurkenndi stjórn Demirels, en i henni eiga sæti 30 ráðherrar. Stjórn- in styðst við hina nýmynduðu Þjóðfyikingu, en að henni standa fjórir hægrisinnaðir flokkar. Stjórnarkreppan hófst, þegar stjórn Bulents Ecevits féll. Að henni stóðu hægfara jafnaðarmenn, Lýðveldis- flokkur alþýðu og Þjóðfrelsis- flokkurinn, sem er ákaflega ihaldssamur. BUið er að gera margar til- raunir til þess að fá sam- þykktar nýjar kosningar i Tyrklandi siðan stjórn Ecevits féll. Reyna átti að losna Ur þeirri Ulfakreppu, sem af þvi leiðir, að enginn flokkur hafði meirihluta i þinginu. Hægriflokkarnir hafa snUizt öndverðir gegn allri viðleitni til að efna til nýrra kosninga. Þeir óttuðust sigur Ecevits, sem lagt hefur fram um- bótaáætlun, og hafði auk þess verið hylltur sem sigurvegari á Kýpur. En hægriflokkarnir gátu hins vegar ekki með nokkru móti komið sér saman um stjórnarmyndun. UNDANFARIÐ hefur komið betur og betur i ljós, að Ur- ræðaleysi stjórnmála- mannanna olli vaxandi óánægju i tyrkneska hernum. Ottinn við afskipti hersins kom þvi loks til leiðar, að samkomulag náðist um nýja samsteypustjórn. Ráðamenn i Grikklandi viðurkenna, að lausn stjórnar- kreppunnar i Tyrklandi valdi þeim verulegum áhyggjum. „Kosningasigur Ecevits hefði ef til vill getað vakið beztar vonir um lausn Kýpur- deilunnar og ýmiss konar vanda annars i sambUð Grikkja og Tyrkja”, sagði griskur embættismaður. „Ecevit vill koma á ýmsum umbótum i innanlandsmálum og þarfnast kyrrðar og friðar Ut á við til þess að koma þeim fram.” Ecevit hefur þegar sannað þjóðinni, að hann er góður Tyrki, þar sem hann leyfði innrásina á Kýpur i sumar sem leið. Þess vegna gæti skeð, að hann hefði nú hug á samningum. Hins vegar er nokkur á- stæða til að ætla, að Demirel telji sig þurfa að sýna fram á, að hann sé einnig harður i horn að taka i Kýpurdeilunni. Viðleitni hans i þá átt gæti aukið verulega á spennuna á ný- SUMIR stjórnmálamenn i Grikklandi halda þvi fram, að valdataka hersins i Tyrklandi hefði ef til vill orðið hagfelld- ari fyrir Grikki en ósamstæð hægristjórn. „Herinn hefur um margra mánaða skeið farið með hin raunverulegu völd i Tyrk- landi”, segja þessir Grikkir. „Valdataka hersins hefði að minnsta kosti hreinsað and- rúmsloftið og stuðlað að ákveðni.” En valdataka hersins er siður en svo útilokuð. Sam- steypustjórn Demirels styðst ekki viö meirihluta i tyrkneska þinginu, og gæti þvi hvenær sem er fallið, ef vantrauststillaga yrði sam- þykkt. Ef þetta yrði uppi á teningn- um, væri stjórnarkreppan i Tyrklandi skollin á að nýju, og herinn sennilega enn óánægð- ari og óþolinmóöari en áöur. NÝJA stjórnin i Tyrklandi tekur við völdum einmitt i þann mund, sem ýfingar auk- ast milli valdamanna i Aþenu og Ankara. Grikkir fullyrða að skotið hafi verið á griska flugvél i marz. Tyrkir efndu fyrir skömmu til heræfinga á Eyja- hafi. Þá voru bornar fram kærur um, að tyrkneskar her- flugvélar hefðu flogiö yfir grisku eyjarnar Chios, Lesbos og Samos. Forsvarsmenn griska hersins halda fram i einkaviðtölum, að eftir þetta hafi griski flugherinn þrengt nokkuð olnbogarými tyrk- neska flughersins. Grikkir hafa kært til Sam- einuðu bjóðanna yfirógnunum og „aðþrengingu” af hálfu tyrkneska hersins. Tyrkir hafa svarað með þvi að kæra Grikki fyrir að draga saman her á Rhodos og breyta al- mennum flugvöllum i herflug- velli. Griska rikisstjórnin hefur lýst yfir, að ástandið sé „hættulegt”. SPENNAN hefur einnig aukizt á Kýpur. Þegar Grikkir héldu hátiðlegt tuttugu ára afmæli upphafs baráttunnar gegn ný- lendurstjórn Breta á eynni, var skipzt á skotum. Ráöa- menn i Nikósiu hafa fordæmt eflingu tyrkneska hersins á eynni. Talsmenn griskra Kýpur- búa I Aþenu halda fram, að Tyrkir ætli að reyna að hindra, að árangur verði af hvatningu öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna til viöræöna milli þjóðarbrotanna tveggja á Kýpur. Þeir ætli að neita að fallast á fyrirhugaðan fundar- stað, og einnig að hafna þvi, að Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, stjórni viðræðun- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.